Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 22
Helgi Skúli Kjartansson: Sproti. Geta fornar skógarnytjar ... 11
3 Af skógarnytjum
3.1 Stýfð tré og teinungar
Hér skal um sinn litið til ólíkrar áttar og lýst vissri aðferð við nýtingu
laufskóga að fornu.20
Og ekki einungis að fornu. Í Sandlækjarmýri í Gnúpverjahreppi
hefur Skógrækt ríkisins ræktað ösp til að framleiða iðnvið (kurl handa
járnblendi- og kísiliðnaðinum) og gert ýmsar tilraunir með hentugar
aðferðir. Um það birti Pétur Halldórsson frétt á vef Skógræktarinnar
2014 undir heitinu Eilífðarvélin alaskaösp. Spennandi tilraun í Sand lækjar-
mýri. Við iðnviðarframleiðslu er skógurinn rjóðurfelldur, ekki grisj aður
eins og við timburframleiðslu, og ræðir Pétur hve títt sé hent ugt að
fella skóginn og hvort þá sé rétt að gróðursetja að nýju eða láta öspina
„endurnýja sig með rótarskotum og stúfsprotum“. Það gerist þannig
að „annars vegar vaxa upp sprotar eða teinungar af stubbn um sem eftir
er af stofni trésins, gjarnan nokkrir tugir sprota, en hins vegar koma
upp rótarskot sem geta verið 3–5 við hvert tré“. Þenn an nývöxt, sem
Pétur nefnir stúfsprota eða aðeins sprota en líka tein unga, mun ég nú
um sinn tala um sem teinunga.21 Þeir vaxa af stofni trés, ekki rótum
eða greinum, og eru í eðli sínu nýir stofnar, vaxa nokkurn veginn beint
upp, laufgast en mynda ekki verulegar grein ar meðan þeir eru ungir.
Með líkum hætti og öspin í Sandlækjarmýri eru ræktuð fljótvaxin
lauftré, aspir eða víðitegundir (pílviður), í „orkuskógum“ á Norður-
löndum og víðar í svipuðu loftslagi, þar sem tilgangurinn er að fram-
leiða endurnýjanlegt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis, t.d. til húsa-
hitunar (sjá t.d. Verwijst o.fl. 2013). Þá næst meiri viðarvöxtur með
því að teinungar nýti ræturnar sem fyrir eru fremur en hvert tré þurfi
að mynda nýjar rætur.
Við slíka ræktun eru trén þó engar „eilífðarvélar“ heldur er gróður-
sett að nýju eftir að þau hafa endurnýjað sig nokkrum sinnum. Enda
hægt um hönd þegar land er unnið og ný tré gróðursett með við-
eigandi vélum. Fyrir tíð véltækninnar var skógur ekki ræktaður eins
20 Þett a er mjög einfölduð lýsing eft ir ýmsum heimildum. Aðalheimildir eru bókin
Stævningsskovene eft ir Eiler Worsøe og ritgerðasafnið Lövtäkt och stubbskott sbruk,
einnig vefh eimildir fundnar eft ir leitarorðum eins og skott skog, stævningsskov;
styving, hamling, styning, coppicing, pollarding; lövtäkt, løvhø, tree-hey.
21 Átt er við teinunga í allt annarri merkingu en þá teinunga sem vindast hver um
annan laufi prýddir í gamalli skreytilist, t.d. í íslenskum tréskurði. Þeir eru líkir
„vínviðis-teinungunum“ í Stjórn: sveigjanlegir og hafa eðli greina fremur en
stofns.
tunga_20.indb 11 12.4.2018 11:50:28