Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 42

Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 42
Katrín Axelsdóttir: Þórarinn í þágufalli 31 (13b). Reykjavík og Suður-Þingeyjarsýsla hafa aðeins komið við sögu hér að framan, sjá (8a,d). Það þriðja, (13d), bendir (óbeint) til Suðurlands sem kemur vel heim við ýmislegt sem nefnt hefur verið. Loks er að geta vitnisburðar nokkurra heimildarmanna. Í 2. kafla (nmgr. 5) var minnst á Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 1934. Vitnisburður Guðrúnar, sem er dóttir eins heimildarmanns Orðabókar Háskólans, Bjargar Jónsdóttur, sjá (8e), er í samræmi við það sem haft var eftir móður hennar: Þórarini og Þórarinum þekktist undir Eyjafjöllum en þangað fluttist Guðrún sex ára. Myndirnar voru þó ekki allsráðandi. „Þetta voru vissir karlar,“ eins og Guðrún orðar það, og hún minnist sérstaklega svæðisins milli Hvammsnúps og Holtsnúps. Síðar fluttist Guðrún aftur vestur yfir Markarfljót og hún segir Þórarinsnafnið hafa verið beygt á hefðbundinn hátt í Austur-Landeyjum. Undir það tekur Þórhalla Guðnadóttir, f. 1925, fædd og uppalin á Krossi í Austur-Landeyjum. Bróðir Þórhöllu hét Þórarinn og óhefðbundin beyg ing nafnsins hefði því líklega ekki farið fram hjá henni. Bræð- urn ir Jón Þ. Sveinsson, f. 1925, og Magnús L. Sveinsson, f. 1931, kann ast báðir við myndina Þórarinum af Rangárvöllum (sjá nánar í 4. kafla). Á ýmsum stöðum í Vestur-Skaftafellssýslu hefur myndin þekkst. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, f. 1978, í Skaftártungu og Þór ar- inn Eggertsson, f. 1946, í Álftaveri muna eftir að hafa heyrt hana og Steinunn Sigurðardóttir, f. 1950, man eftir henni ögn austar, í Fljóts- hverfi, rétt vestan Skeiðarársands, í máli fólks sem var fætt um 1910– 1918. Guðmundur Pétursson, f. 1933, man eftir Þórarinum í Selvogi úr æsku fram á fermingaraldur og líklega lengur. Hér er því enn einn vitnisburður um Suðurland en allt annað svæði. Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir, f. 1932, man eftir Þórarinum í máli ömmu sinnar af Álftanesi, f. 1874. Anna man einnig eftir myndinni í Bolungarvík þar sem hún bjó um tíma upp úr miðri síðustu öld. Pálmi Gestsson, f. 1957, ættaður úr Bolungarvík, á bróður sem heitir Þórarinn. Pálmi er sjálfur vanur hefðbundinni þágufallsmynd en hann man eftir bolvískum jafn öldrum sem notuðu Þórarinum (og einnig Þórarini) um bróðurinn. Helga Svana Ólafsdóttir, f. 1926, man vel eftir myndinni Þórarinum í Bol ungarvík þar sem hún bjó lengi og einnig í Ísafjarðardjúpi þar sem hún var í æsku. Loks er til fólk sem man eftir Þórarinum í Barða strand- arsýslu, en um vitnisburð þess verður rætt í 4. kafla. Eins og sjá má af þessari upptalningu muna ýmsir núlifandi Ís- lend ingar eftir myndinni Þórarinum frá fyrri tíð og það úr ýmsum átt- um. En þeir eru miklu fleiri sem segjast aldrei hafa heyrt eða séð þessa mynd (né nokkra aðra óhefðbundna mynd). Þórarinn Þórarinsson, f. tunga_20.indb 31 12.4.2018 11:50:32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.