Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 120
Matteo Tarsi: Að halda upp lögum og reglu 109
pólití þjónn eða pólitímaður9. Slík skjöl, sem munu bera vitni um al-
menna og viðurkennda notkun íslenskrar tungu, a.m.k. hvað efni
þetta snertir, sýna að á þeim árum hafði orðið lögregla enn ekki ver ið
kom ið til sögunnar eða öllu heldur að það hafi enn ekki náð til al-
menn ings.
Saga íslenskra nýyrða er oft tengd einstökum mönnum sem munu
hafa smíðað alls konar orð og þar með aukið orðaforðann og auðgað
íslenskuna. Í leit að mögulegum smiði orðsins lögregla var ákveðið að
kanna skrif þeirra manna er mest létu að sér kveða í menningarlegum
málum á þeim tíma annars vegar og höfðu starfað við lagaembætti
og/eða numið lögfræði hins vegar, þ.e. skrif Fjölnisþremenninganna
9 Árið 1804 eru þeir Ole Biörn og Vilhelm Nolte skráðir sem „Politie Betjener“
(BC/4, 1. bindi, bls. 270). Árið 1805 eru Henrik Kragh og Ole Biörn skráðir með
orði sem byrjar á pólití en síðari orðsliður er illlæsilegur, e.t.v. mester (BC/4, 2.
bindi, bls. 46). Næsta árið er Ole Biörn skráður sem „Politimaður“ (BC/4, 2. bindi,
bls. 71). Árin 1811–1813 er hann skráður sem „Tugtmester“ (BC/4, 2. bindi, bls.
215 og 244). Í BC/5 (bls. 66, 95, 117 og 169) er Magnús Jónsson skráður ýmist sem
„Politi betjent“ (árin 1826, 1828 og 1833) eða „Politieþjónn“ (árið 1832). Árið 1840
(BC/6–7, 1. bindi, bls. 28v) er orðið enn pólitíþjónn notað í sóknarmannatali og
sama máli gegnir um árin 1841–1846 (BC/6–7, 1. bindi, bls. 79v, 102v, 133v, 168v,
203v; 2. bindi, bls. 17v) og fram til 1854, þar sem Hendrik nokkur Hendriksen er
skráð ur sem „lögregluþjónn“ (BC/8–9, 1. bindi, bls. 23). Árið 1854 mun e.t.v. ekki
vera tilviljun en í Tíðindum frá Alþingi Íslendinga frá 1853 kemur skýrt fram að orðið
lög reglu maður var enn ekki almennt um þær mundir. Jón hreppstjóri Sigurðsson
tekur svo til orða (bls. 172):
En ef þessi lögreglumaður er hreppstjórinn, þá vil eg, að það sè tekið fram með
skýrum og skiljanlegum orðum, því „lögreglumenn“ er ekki svo vanalegt íslenzkt
orð hjá alþýðu, því það er ekki heldur svo mikið, að það sè lögreglustjóri eða lög-
regluþjónn. Eg tek mèr því breytíngaratkvæði við þessa grein á þá leið, að það sè
til nefndur hreppstjórinn.
Þessu er svo svarað með eftirfarandi setningu: „Lögreglumenn kallast allir þeir,
sem að lögreglunni þjóna, og hreppstjórarnir líka.“ Annar, mun frægari, Jón
Sig urðs son, forsetinn, gerir einnig tillögu um orð yfir ‘lögreglumaður’ en hann
vill kalla lögreglumenn siðamenn í ævisögu Benjamins Franklins árið 1839 (Jón
Sig urðs son og Ólafur Pálsson 1839, 1. bindi, bls. 46; sbr. einnig ROH, undir lög-
reglu maður). Aðrar tillögur um orð yfir ‘lögreglumaður’ eru lögregli, lögvörður og
lög þjónn. Lögregli kemur fyrir fyrst árið 1894 í Ísafold skv. Tímarit.is (sbr. einnig
ROH, undir lögregli). Ef marka má orð Bjarka Elíassonar (1990:66) mun orðið vera
smíð ritstjóra Ísafoldar, Bjarnar Jónssonar. Lögvörður nefnir einnig Bjarki Elíasson
(1990:67) í pistli sínum en hann eignar tillöguna Sveini Sæmundssyni fyrrverandi
yfir lögregluþjóni. Samt sem áður kemur orðið fyrir miklu fyrr, í frumortu ljóði
Matt híasar Jochumssonar en þar er átt við lögsögumann alþingis hins forna (sbr.
MJLjóð 1. bindi, bls. 711 og enn fremur ROH, undir lögvörður). Dæmi um lögþjónn
eru fá og er hið elsta frá 1961 skv. Tímarit.is. Í pistli Eiðs Guðnasonar (2013) um
málfar og miðla er þess getið að Helgi Hálfdanarson hafi lagt til að lögreglumenn
yrðu kallaðir lögþjónar. Ekki er þó nefnt hvar þessi tillaga Helga kemur fyrir.
tunga_20.indb 109 12.4.2018 11:50:49