Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 106
Margrét Jónsdóttir: Orðið kýrskýr. Merking og myndun 95
eðlilega umhverfi. Þó eru orðin kýreygur og kýrfættur neikvæð vísi
þau til mannfólksins. En þá að orðinu kýrskýr.
Gísli Jónsson (1984:9) upplýsti lesendur sína í pistli um íslenskt
mál í Morgunblaðinu að sér þætti orðið hrútleiðinlegur slæmt „enda
mikill aðdáandi sauðfjár“. Hann sagðist á hinn bóginn hafa dálæti
á orðinu kýrskýr „sem andyrði við nautheimskur, enda þykja mér
kýr ekki skynlitlar skepnur“. Þessi orð birtust því um sama leyti og
kýrskýr birtist í Íslenskri orðabók (1983). En þetta er ekki allt. Lítum nú
á dæmið í (6) sem er af Tímarit.is.
(6) Því svarar Guðni eins og væri hann nautheimskur
eða kýrskýr og fær fjölda atkvæða út á ruglið. Það er
ekki Guðni sem er heimskur, heldur kjósendurnir sem
styðja hann og viðhalda þannig okri …
(Morgunblaðið 95. árg. 2007, 53. tbl., bls. 8)
Við fyrstu sýn mætti ætla að nautheimskur og kýrskýr væru andstæðrar
merkingar. En áframhaldið bendir eindregið til þess að orðin séu
lögð að jöfnu. Enda varð frásögnin tilefni þess að maður nokkur sem
undr aðist merkinguna hafði samband við Jón G. Friðjónsson sem þá
skrifaði um íslenskt mál í Morgunblaðið. Jón (2007:36) svaraði fyrir-
spurn inni og tók undir skilning bréfritara. Jón sagði líka að orðið væri
eink um algengt í sambandinu e-ð er kýrskýrt.4 Jón varpar fram þeirri
spurn ingu hvort orðið teljist draugorð í Íslenskri orðabók, þó frekar að
merk ingin sé draugmerking, án þess að skýra orð sín nánar.
Dæmi (7) sýnir svo að ekki verður um villst merkinguna ’heimskur’.
Á vefnum Tímarit.is hef ég fundið nokkur dæmi um orðið í þessari
merkingu sem er, eins og áður sagði, sú sem ég þekki. Dæmið í (7a)
er það elsta.
(7) a. Enn leitar sveinki að landsmóður. Hann er þó jafnvilltur
og áður, enda kýrskýr. Hann myndi eflaust gleyma að
halda úrklippunum til haga …
(Dagblaðið Vísir – DV 72. og 8. árg. 1982,
283. tbl., bls. 2)
b. Talað er um að menn séu kýrskýrir séu þeir heimskir,
jafnvel nautheimskir …
(Dagblaðið Vísir – DV 90. og 27. árg. 2001,
35. tbl. – helgarblað, bls. 20)
4 Það er án efa rétt hjá Jóni. Fjöldi hvorugkynsdæmanna sem nefndur var í upphafi
styður það mál.
tunga_20.indb 95 12.4.2018 11:50:46