Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 121
110 Orð og tunga
Jónasar Hallgrímssonar, Brynjólfs Péturssonar og Konráðs Gíslasonar.
Jónas Hallgrímsson flutti útskrifaður stúdent frá Bessastaðaskóla
til Reykjavíkur árið 1829 og gerðist skrifari sama ár hjá Regner Chri-
stopher Ulstrup land- og bæjarfógeta. Jafnframt því að vera skrif ari
var Jónas skipaður verjandi í nokkrum málum fyrir lands rétti. Jónas
Hallgrímsson virðist þó ekki nota orðið lögregla eða lög reglu maður
hvorki fyrir né eftir 1836 en hann notar einvörðungu orðið pólití og orð
sam ansett af því. Sem dæmi má nefna annars vegar málsvarnarskjal
dag sett 30. janúar 1832 (RitJH, 2. bindi, bls. 322–325), þar sem fram
koma pólitíréttur, pólitímál og pólitídómari, og hins vegar einkabréf frá
1842 til Stefáns Gunnlaugssonar landfógeta (RitJH, 2. bindi, bls. 127–
128) þar sem Jónas kýs að nota orðið pólití.
Brynjólfur Pétursson útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1828 og lauk
lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1837. Auk þess að vera Fjölnismaður
var Brynjólfur einnig virkur meðlimur í Hinu íslenzka bókmennta-
félagi sem gefur út tímaritið Skírni enn þann dag í dag. Hann var meira
að segja í stjórn félagsins 1836, árið sem orðið lögreglumaður kemur
fyrst á prenti. Ekkert bendir þó til að Brynjólfur hafi verið höfundur
þessa orðs en störf hans á vegum bókmenntafélagsins á fjórða áratug
19. aldar hafa einkum verið af formlegu tagi annars vegar (hann var
settur í embætti félagsskrifara árið 1830 og hélt þeirri stöðu fram til
apríl 1840) og af landfræðilegu tagi hins vegar, en hann endurskoðaði
kortmælingu Íslands (sbr. Aðalgeir Kristjánsson 1972:63–65).
Konráð Gíslason, kennari í norrænum fræðum við Hafnarháskóla
1848–1886 (prófessor frá 1853), lauk námi við Bessastaðaskóla 1831
og fór utan um haustið sama ár. Hann hóf háskólanám í lögfræði en
sneri sér svo að norrænum fræðum. Hans framlag til íslenskrar mál-
fræði og málræktar er framúrskarandi en hann er ekki best þekktur
fyrir nýyrðasmíð (sbr. Halldór Halldórsson 1964:141 og Kjartan G.
Ottósson 1990:100). Sem dæmi um starfsemi Konráðs á sviði íslenskrar
málræktar má nefna dansk-íslenska orðabók sem hann gaf út 1851 en
þar kemur skýrt fram hversu vel hann var að sér í íslenskum orðaforða
og e.t.v. einnig í nýyrðasmíð (sbr. orð Jakobs Benediktssonar 1969:105
og neðar).
Auk skrifa þessara manna voru athuguð bréf stúdenta í Höfn (Finn-
ur Sigmundsson 1963) og Bjarna Thorarensens (Bjarni Thorarensen
1986) en þar kemur orðið lögregla aldrei fyrir.10 Kennari áðurnefndra
10 Í skýringu Jóns Helgasonar varðandi síðu 151 í bréfum Bjarna Thorarensens
(Bjarni Thorarensen 1986, 2. bindi, bls. 374) vitnar Jón í bréf Finns Magnússonar
til Bjarna dagsett 14. maí 1836 og umorðar textann þannig að orðið lögregla kemur
tunga_20.indb 110 12.4.2018 11:50:49