Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 20
Helgi Skúli Kjartansson: Sproti. Geta fornar skógarnytjar ... 9
enda. Þetta minnir á síðari alda íslensku þar sem sproti gat t.d. verið
„brydding á móttökum og ólaendum í látúnsreiðtygjum“ (ROH, orð
Árna Magnússonar).
Elsta skráða dæmið um sprota er úr Íslensku hómilíubókinni (1993:80v)
þar sem sagður er þáttur úr Stefáns sögu píslarvotts.18 Þar birt ist klerki
nokkrum í draumi heilagur maður framliðinn, kenni mannsbúningur
hans prýddur gulli og gimsteinum, „hafði … gull sprota í hendi sér“.
Ætla mætti að gullsproti væri nettur gripur, eins kon ar veldissproti.
En draummaðurinn kallaði á klerkinn með nafni þrem sinnum „og
knúði … með sprotanum þrisvar“ eins og til áherslu. Þetta er helst
svo að skilja að gullsprotinn sé á við göngustaf að lengd og slái
draummaður honum af afli í gólfið, einna líkast draummanni Flosa í
Njálu (Ísl.s. 1985:290), þeim sem gekk út úr Lómagnúpi með járnstaf
í hendi og „varð brestur mikill“ þegar hann „laust niður stafnum“.
Kannski var það líka gullsproti Karlamagnúsar sem hann ætlaði að
nota til að berja mann í höfuðið, og vel hafði fílabeinssproti Ódysseifs
dugað sem barefli. Sprotar virðast sem sagt að jafnaði býsna efnis-
miklir, jafnvel þótt gerðir séu af hinum dýrustu efnum.
Í kristinrétti Eiðsifaþingslaga hinna fornu (NGL 1846:380) segir
fyrir um fiskveiðar á helgidögum. Heimilt er að vitja um net og „taka
af fiska og bera ei net upp og þurrka; færi ei á stangir eða á sprota“.
Annað handrit: „… en eigi upp á land bera að þurrka og ei á stangir
eða á sprota“. Það er sem sagt netið sem ekki má hirða um meðan heil-
agt er, en venjan er sýnilega að þurrka net á stöngum eða sprotum;
virðast sprotarnir þá vera einhvers konar slár, e.t.v. í hjalli.
Í Sturlungu (2010:637) er nefndur sproti, nánar tiltekið tjaldsproti,
í hinni frægu lýsingu á Flugumýrarbrennu. Þetta er áður en eldur
var borinn að húsum, meðan árásarmenn reyna að sækja inn í bæinn.
Gissur jarl hafði leitað skjóls í stafnrekkju nokkurri þegar Eyjólfur ofsi
fer þar hjá án þess að vita af Gissuri sem „ætlaði að höggva tveim
höndum á handlegg Eyjólfi með Brynjubít, en blóðrefillinn sverðsins
kom uppi í tjaldsprotann og kom það högg ekki á Eyjólf“. Stafnrekkjan
er greinilega lokrekkja og tjald fyrir. Tjaldsprotann átti ég löngum erfitt
með að skilja, reyndi helst að sjá í honum einhvers konar hliðstæðu
við beltissprota. Þangað til ég tók eftir sprota Eiðsifaþingslaga og
skildi að tjaldsprotinn á Flugumýri væri honum líkur, eins konar
gardínustöng sem bæri fortjald lokrekkjunnar.
Að sproti sé hluti af lifandi gróðri, sem virðist þó vera upprunaleg
18 Einnig til, með svipuðu orðalagi, í miklu yngra handriti sögunnar.
tunga_20.indb 9 12.4.2018 11:50:28