Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 81
70 Orð og tunga
Helstu niðurstöður greinarinnar eru þær að sagnir með breyt ingar-
merkingu sem enda á -nast hafa verið til og í notkun margar aldir.
Allfjölbreyttar heimildir sýna að dæmum hefur fjölgað mjög hin síðari
ár. Það að na-sagnir bæti við sig -st hefur ekki haft neina kerfislega
breytingu í för með sér. Það eina sem hefur gerst er að fleiri sagnir en
áður nota st-endinguna til að tjá breytingarmerkingu. Jafnframt bera
aðrir sagnahópar virkni st-viðskeytisins með áðurnefndri merkingu
ljósan vott.
2 Samtímaleg greining
2.1 Um -st og -na og virkni þeirra
Hlutverk -st í niðurlagi sagnar birtist okkur á fleiri en einn máta. Að
upp runa er það afturbeygt fornafn sem var samvísandi við undan-
fara sinn. Inntaksorðið, fornafnið sig, jókst að hlutverkum frá því
að vera eingöngu fornafn: það var endurtúlkað og fékk þá líka mál-
fræði legt hlut verk (e. grammaticalization); sjá t.d. Hopper og Traugott
(1993:150‒153). Kjartan Ottosson (2008:202 o.v.) talar um regrammation
og á þá við að afturbeygða fornafnið, merkingarlaust í sjálfu sér, hafi
feng ið merkingu, raunar fleiri en eina. Í því sambandi má geta þess að
breyt ing ar merking st-sagna er mjög gömul, sbr. Kjartan G. Ottósson
(1992:67 o.áfr.)
Anderson (1990:252–254) leggur mikla áherslu á virkni -st og breyt-
ing ar merk ingu þess, einkum í nútímamáli; hann talar á hinn bóg inn
hvergi um na-sagnir. Segja má að virkni -st staðfestist í (nýrri) Slang-
ur orða bók þar sem nýjar sagnir með breytingarmerkingu eru með við-
skeytinu -st. Það eru sagnirnar urlast ‘verða sturlaður’ (undir urlaður)
og ölvast ‘verða drukkinn’. Sögulega séð er óhugsandi að orð með
viðskeytunum -l- og -v- bæti við sig -na enda þótt viðskeytið sem slíkt
sé virkt. Í bókinni er líka lýsingarorðið tan(n)aður ‘sólbrúnn’ en án
sagnar. Á Netinu má hins vegar finna mörg dæmi um sögnina tanast.
En þessar þrjár sagnir sýna að myndun með -st er eina færa leiðin til
að koma breytingarmerkingunni til skila.
Það sem hér hefur verið lýst kemur ekki á óvart: Stór hópur st-sagna
er leiddur af lýsingarorði. Þetta eru sagnir eins og t.d. auðgast, grennast
og þreytast. Merking þeirra er verða + („kyrrstætt“) lýsingarorð, t.d.
grennast ‘verða grannur/grennri’ og þreytast ‘verða þreyttur, lúinn’,
sbr. ÍO.7 Í (1) eru dæmi um sagnirnar grennast og fitna.
7 Sögnin þreytast kallar á þá spurningu hvers vegna *þreytna er ekki til.
tunga_20.indb 70 12.4.2018 11:50:40