Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 79
68 Orð og tunga
sem eru áhrifslausar, lýsa því sem frumlagið verður fyrir.3 Breyting
verður á ástandi; eitthvað breytist, eykst e.t.v. frá því sem áður var,
öðlast nýja eiginleika og jafnvel má líta svo á að um endan lega niður-
stöðu eða afleiðingu af tiltekinni athöfn sé að ræða (sbr. einnig Comrie
1981:112–114). Breytingin felur í sér ákveðið ferli frá kyrr stöðu, ástandi
sem samtímalega má túlka með vera + („kyrrstæðu“) lýsingarorði,
t.d. vera grár, en niðurstöðunni má lýsa með verða + lýsingarorði, t.d.
verða grár/grárri = grána. En fjölmargar sagnir með þessu na-viðskeyti
hafa bætt við sig viðskeytinu -st. Heimildir um þetta ná allt aftur til
fornmálsins en flestar eru þær þó úr yngra máli. Í Íslenskri orðabók
(2002) (ÍO) og í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls (BÍN) eru mörg
dæmi um sagnir sem enda á -na+st. Nokkur eru einnig í Ritmálssafni
Orðabókar Háskólans (ROH).
Í greininni verður rakin saga þessara nast-sagna og reynt að svara
því hver staða st-viðskeytisins er. Meginspurningin er hvort við skeyt-
ið -na sé ekki einfaldlega dautt sem slíkt og því sé opin leið fyrir -st
að bætast við. Því þarf að svara spurningunni um það hver merk ing-
ar leg staða -na er. Í samanburðarskyni verður lítillega litið til sam-
bæri legra sagna með viðskeytunum -ga og -ka, t.d. fjölga og smækka,
enda eiga þær margt sameiginlegt. Fjölmargar þeirra bæta t.d. við sig
viðskeytinu -st.4
1.2 Myndun na-sagna
Sagnir með viðskeytinu -na teljast til elsta orðaforða málsins.5 Auk orð-
mynd unarlega einkennisins -na einkennir hvarfstig rótar þær margar;
dæmi um slíkar sagnir eru t.d. brotna, sbr. brjóta, og rifna, sbr. rífa.
Sam tímalega séð skipta þessi víxl engu. Þau hafa heldur aldrei verið
3 na-sagnir eru án geranda. Frumlagið er hins vegar gerandi hjá grunnsögninni,
orsakarsögninni, sé hún til staðar. Samkvæmt þessu má líta svo á að na-sagnirnar
séu merkti hluti andstæðuparsins. Sumir tala um na-sagnir (breytingarsagnir) sem
þolfallsleysissagnir (e. unaccusative verbs).
4 Fræðilega séð er það skilgreiningaratriði hvort litið er á -st sem dindil (e. clitic)
eða viðskeyti. Kjartan G. Ott ósson (1992:66–69) greinir -st sem viðskeyti í fornmáli
og gerir það mjög sannfærandi. Ekki er annað að sjá en hið sama eigi við um nú-
tímamálið; sjá t.d. Kjartan Ott osson (2013). Á hinn bóginn lítur Wood (2012:100)
svo á að -st sé dindill í nútímamáli.
5 Eins og lesa má hjá Kjartani Ott ossyni (2013:347), sjá líka tilvísanir þar, er uppruna
na-viðskeytisins að leita í nefh ljóðsnútíð. Enda þótt sagnirnar séu nánast eingöngu
bundnar við gotnesku og norrænu málin telur Kjartan rétt að gera ráð fyrir frum-
germanskri fyrirmynd. Fram kemur hjá Kjartani (2013:342) að í norrænum málum
séu na-sagnirnar miklu fl eiri en í gotnesku.
tunga_20.indb 68 12.4.2018 11:50:40