Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 89
78 Orð og tunga
3.3 Nokkrir merkingarflokkar
Breytingarsagnir skipa sér í nokkra merkingarflokka. Margar varða
lík amann og breytingar á honum, aðrar rotnun, náttúru og dauða.
Dæmi um þetta eru t.d. fitna(st), hrörna(st), rotna(st) og visna(st); lit-
breytingarsagnir tengjast oftar en ekki náttúrulegum fyrirbærum, t.d.
blána(st) og gulna(st). Fjölmargar er erfitt að flokka, t.d. harðna(st) og
togna(st). Fáar varða tilfinningalegar breytingar, þó t.d. guggna(st) og
klökkna(st). Raunar er það svo að mjög fáar íslenskar na-sagnir tjá til-
finningamerkingu.22 Slík merking var oftast látin í ljós með -st. Það
sýnir því virkni st-viðskeytisins að na-sagnir með tilfinningamerkingu
skuli hafa bætt við sig -st.
Það er einkenni þeirra sagna sem hafa takmarkaða notkun, jafnvel
eingöngu notaðar í þriðju persónu, frekar í eintölu en fleirtölu og
standa með samnöfnum fremur en sérnöfnum, að gerandi sé hvergi
nærri, sbr. skoðanir Dixon (1979:85). Þetta gæti átt við um sagnir sem
tákna rotnun og dauða, t.d. hrörna(st), rotna(st) og visna(st). Aðrar
hafa víðari skírskotun og ganga með fleiri frumlögum, t.d. batna(st)
og versna(st).
4 Merking – merkingarmunur?
4.1 Er merkingarmunur á breytingarsögnum með eða án
-st?
Breytingarsagnir lýsa því hvernig ástand breytist. Samkvæmt hefð-
bund inni greiningu er setning eins og steinninn losnaði germynd.
Merk ing ar legur gerandi er hvergi til staðar. Í 2.2 var því haldið fram
að enginn merkingarmunur væri á setningum eins og steinninn losnaði
og steinn inn losnaðist enda þótt fyrri setningin falli undir germynd en
sú seinni undir miðmynd samkvæmt hefðinni.
Í (10) eru sýnd nokkur dæmi, öll af Netinu, með sögnum sem enda
á -nast. Í öllum tilvikum geta st-lausar myndir sagnanna komið í þeirra
stað. Þannig koma þátíðarmyndir bogna, gulna, rifna og svigna í stað
st-myndanna og það á líka við um batna en þá hefur frumlagsfallið
einnig breyst (honum batnaði).
22 Sú merking er hins vegar algeng meðal na-sagna í gotnesku; sjá t.d. Kjartan
Ott osson (2013:377).
tunga_20.indb 78 12.4.2018 11:50:42