Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 110
Margrét Jónsdóttir: Orðið kýrskýr. Merking og myndun 99
forskeytin aldrei sjálfstæð. Áhersluforliðirnir hafa því verið nefndir
forskeytislíki (e. prefixoid).8 Jafnframt er ljóst að útilokað er að greina
kýr sem forskeyti.
Ekki fer hjá því að einhver vilji greina kýr í kýrskýr ‘(afar/mjög)
skýr/greinilegur/greinargóður’ sem áhersluforlið.9 Orðið væri þá t.d.
í hópi með orðum eins og t.d. ljóngáfaður.10 Orð sem hefjast á ljón- eru
fjöl mörg. Þar eru orð eins og ljóneðli, ljónshaus og ljónatemjari sem öll
má finna í ROH. Við blasir að orðin eru samsett. Það má líka segja
um orðið ljóngrimmur ‘grimmur eins og ljón’ enda er þá miðað við
að ljón séu grimm. En í orðunum ljóngáfaður, ljónklár og ljónmontinn
horfir málið kannski svolítið öðruvísi við. Þar er eðlilegast að túlka
hlutverk liðarins ljón- sem áhersluliðar, liðar til að árétta merkingu
haussins. Því er sá ljóngáfaði ljónklár, þ.e. ‘mjög gáfaður, mjög klár’,
kannski líka ljónmontinn ‘mjög montinn’. Enda þótt auðveldlega megi
umyrða þessi lýsingarorð sem ‘X = gáfaður/klár/montinn eins og ljón’
þá má líka alveg eins segja að hlutverk ljónshluta orðsins sé einungis
sá að herða á merkingunni. Það gæti líka átt við orðið ljóngrimmur.11
Áður var vikið að skoðunum Meibauers (2013:31 o.v.) á for skeytis-
líkjum sem hann hafnar. Hann segir efnislega m.a. að sá sem vilji slíka
liði ætti þá að vera samkvæmur sjálfum sér og greina sömu liði sem
við skeytislíki. Svo að dæmi sé tekið úr íslensku ætti þá að greina ljón(-)
í ljón gáfaður og í gáfnaljón eins, þ.e. forskeytislíki og viðskeytislíki.
Þessu hafnar Meibauer og segir orðin samsett. Í ljósi skoðana hans
væri gáfna ljón ‘ljónmet sem er gáfað’ en ljóngáfaður ‘gáfaður eins og
ljónmet’; í báð um tilvikum er ákvæðisorðið ljón notað myndhverft.
Samkvæmt þessu væri því orðið kýrskýr ‘skýr eins og kýrmet’; kýr
8 Orðið forskeytislíki sem og viðskeytislíki eru þýðingar Þorsteins G. Indriðasonar
(2016a) á ensku orðunum prefi xoid og suffi xoid. Fyrirmynd íslensku orðanna eru að
sjálf sögðu orðin forskeyti og viðskeyti.
9 Sá eini sem ég veit til að hafi minnst á kýr í kýrskýr sem forlið í fræðilegri umfj öllun
(námsritgerð) er Bryant (2006). Hann er ekki viss um hvernig skýra eigi kýr, setur
spurningarmerki við orðið kýr (skepnan). Þess má geta að hann minnist ekki á
merkinguna enda hefur hann væntanlega talið hana sjálfgefna.
10 Sigrún Þorgeirsdótt ir (1986) talar um forskeyti I og II: forskeyti I eru af hefð bundn-
um toga en (áherslu)forliðir teljist til forskeyta II. Hún segir (1986:23) að orð ið
blýþungur sé samsett orð, hins vegar sé blýsterkur orð með áhersluforlið. Af orð um
hennar að dæma (1986:72‒73) myndi kýrskýr án efa teljast samsett orð enda hægt
að umorða líkinguna í tvö sjálfstæð orð.
11 Til samanburðar má nefna að orð með naut- í söfnum ROH og Jóns Hilmars Jóns-
sonar (2005) eru fjölmörg en lýsingarorðin fá. Þau sem skipta máli eru naut- +
-djarfur, -gæfur, -hastur, -heimskur, -sterkur og -stirður. Líklega má alltaf greina naut-
sem áhersluforlið en einnig sem hluta samsetts orðs.
tunga_20.indb 99 12.4.2018 11:50:47