Orð og tunga - 26.04.2018, Page 110

Orð og tunga - 26.04.2018, Page 110
Margrét Jónsdóttir: Orðið kýrskýr. Merking og myndun 99 forskeytin aldrei sjálfstæð. Áhersluforliðirnir hafa því verið nefndir forskeytislíki (e. prefixoid).8 Jafnframt er ljóst að útilokað er að greina kýr sem forskeyti. Ekki fer hjá því að einhver vilji greina kýr í kýrskýr ‘(afar/mjög) skýr/greinilegur/greinargóður’ sem áhersluforlið.9 Orðið væri þá t.d. í hópi með orðum eins og t.d. ljóngáfaður.10 Orð sem hefjast á ljón- eru fjöl mörg. Þar eru orð eins og ljóneðli, ljónshaus og ljónatemjari sem öll má finna í ROH. Við blasir að orðin eru samsett. Það má líka segja um orðið ljóngrimmur ‘grimmur eins og ljón’ enda er þá miðað við að ljón séu grimm. En í orðunum ljóngáfaður, ljónklár og ljónmontinn horfir málið kannski svolítið öðruvísi við. Þar er eðlilegast að túlka hlutverk liðarins ljón- sem áhersluliðar, liðar til að árétta merkingu haussins. Því er sá ljóngáfaði ljónklár, þ.e. ‘mjög gáfaður, mjög klár’, kannski líka ljónmontinn ‘mjög montinn’. Enda þótt auðveldlega megi umyrða þessi lýsingarorð sem ‘X = gáfaður/klár/montinn eins og ljón’ þá má líka alveg eins segja að hlutverk ljónshluta orðsins sé einungis sá að herða á merkingunni. Það gæti líka átt við orðið ljóngrimmur.11 Áður var vikið að skoðunum Meibauers (2013:31 o.v.) á for skeytis- líkjum sem hann hafnar. Hann segir efnislega m.a. að sá sem vilji slíka liði ætti þá að vera samkvæmur sjálfum sér og greina sömu liði sem við skeytislíki. Svo að dæmi sé tekið úr íslensku ætti þá að greina ljón(-) í ljón gáfaður og í gáfnaljón eins, þ.e. forskeytislíki og viðskeytislíki. Þessu hafnar Meibauer og segir orðin samsett. Í ljósi skoðana hans væri gáfna ljón ‘ljónmet sem er gáfað’ en ljóngáfaður ‘gáfaður eins og ljónmet’; í báð um tilvikum er ákvæðisorðið ljón notað myndhverft. Samkvæmt þessu væri því orðið kýrskýr ‘skýr eins og kýrmet’; kýr 8 Orðið forskeytislíki sem og viðskeytislíki eru þýðingar Þorsteins G. Indriðasonar (2016a) á ensku orðunum prefi xoid og suffi xoid. Fyrirmynd íslensku orðanna eru að sjálf sögðu orðin forskeyti og viðskeyti. 9 Sá eini sem ég veit til að hafi minnst á kýr í kýrskýr sem forlið í fræðilegri umfj öllun (námsritgerð) er Bryant (2006). Hann er ekki viss um hvernig skýra eigi kýr, setur spurningarmerki við orðið kýr (skepnan). Þess má geta að hann minnist ekki á merkinguna enda hefur hann væntanlega talið hana sjálfgefna. 10 Sigrún Þorgeirsdótt ir (1986) talar um forskeyti I og II: forskeyti I eru af hefð bundn- um toga en (áherslu)forliðir teljist til forskeyta II. Hún segir (1986:23) að orð ið blýþungur sé samsett orð, hins vegar sé blýsterkur orð með áhersluforlið. Af orð um hennar að dæma (1986:72‒73) myndi kýrskýr án efa teljast samsett orð enda hægt að umorða líkinguna í tvö sjálfstæð orð. 11 Til samanburðar má nefna að orð með naut- í söfnum ROH og Jóns Hilmars Jóns- sonar (2005) eru fjölmörg en lýsingarorðin fá. Þau sem skipta máli eru naut- + -djarfur, -gæfur, -hastur, -heimskur, -sterkur og -stirður. Líklega má alltaf greina naut- sem áhersluforlið en einnig sem hluta samsetts orðs. tunga_20.indb 99 12.4.2018 11:50:47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.