Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 26

Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 26
Helgi Skúli Kjartansson: Sproti. Geta fornar skógarnytjar ... 15 Óvíst er hvort laufsproti hélt því nafni þegar búið var að naga af honum lauf og börk. Laufsprotar hafa verið grannir og ungir, ekki minnt á neitt barefli eða vopn. Þegar Óðinn, sjálfur „geirs dróttinn“, gengur við svo sakleysislegan staf, á það væntanlega að vera Gungnir í sams konar dulargervi og Óðinn sjálfur. Reyrteinarnir, sem Magnús góði býður Haraldi harðráða að velja á milli og einnig nefnast reyrsprotar, þeir gætu sem best verið laufsprotar, táknrænir fyrir gróðursæld landsins sem konungar skipta með sér, jafnvel friðsældartákn meðfram. Að minnsta kosti á reyrsproti Starkaðar að vera einkar sakleysislegur. En „teinar“ sem ekki eru reyrteinar gátu verið efnismeiri, einmitt eins og sprotarnir. Þannig var hægt að nota teina sem hlunna til að draga á land flutningabáta, ef marka má norskar helgidagareglur (NGL 1846:140) sem á vissum helgidögum leyfa að menn „hlaði … síld á skip og flytji og upp festi ef görvir eru teinar og áður til búnir. En eigi höggvi menn þá teinaefni né til geri nema sekkjast vilji“ – þ.e. ef bjarga þarf skipi á land svo það sökkvi ekki. Teinn er einnig nefndur í Heimskringlu (1991:54), í draumi Ragnhildar drottningar í Hálfdanar sögu svarta. Hana dreymir þyrni sem skyndilega breyttist og „varð teinn mikill, … brátt … rótfastur“ og að síðustu risatré sem breiddi limar sínar um allan Noreg. Þarna er teinninn upphaf að tré, einmitt eins og sproti sem fær að vaxa óstýfður. Orðið reyrsproti hlýtur reyndar að vekja þá spurningu hvaða jurta- gróður hafi að fornu kallast reyr, sbr. reyrgresi síðari alda, og hvort reyrsprotinn hafi þá ekki verið úr einhverju allt öðru en tré. En sú spurning leiðir afvega. Reyrsprotar hafa ekki fengist af neinni sér- stakri reyrplöntu26 heldur hafa það verið sprotar nógu grannir og sveigjanlegir til að „reyra“ með þeim, þ.e. vefja eða binda. Líklega hafa reyrsprotar helst fengist af víði, en það felst ekki í orðinu, og kannski mátti kalla alla sprota reyrsprota sem voru nógu léttir og grannir. 26 Og alls ekki plöntu í neinni líkingu við risagrösin bambusreyr og sykurreyr. Það eru að vísu þær reyrtegundir sem helst koma fyrir í máli 19. og 20. aldar, en áður varð Íslendingum tíðræddara um spanskreyr þó hann sé af allt öðrum uppruna, þ.e. „grannir og sveiganlegir stönglar sérstakra flækjupálma … sem einkum vaxa við Indlandshaf“ eins og ROH hefur eft ir virðulegu tímariti. Hann er „reyr“ af því hann er grannur og sveigjanlegur, rétt eins og reyrsproti Óðins. tunga_20.indb 15 12.4.2018 11:50:29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.