Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 96
Margrét Jónsdóttir: „Glasið brotnaðist, amma.“ 85
Þeirri spurningu var varpað fram hvernig á því stæði að st-við skeyt-
ið skuli hafa bæst við fyrirliggjandi viðskeyti en án þess að merkingin
hafi breyst. Í þessu sambandi voru ræddar ýmsar kenningar um stöðu
tveggja viðskeyta. Flestar kenningar gera ráð fyrir því að mál forð ist
að láta eitt og sama orðið bera tvö viðskeyti; það á jafnt við orð mynd-
unarlega séð sem merkingarlega.
Ekki eru neinar heimildir um að breytingarsagnir sem enda á -nast
hafi algjörlega komið í stað þeirra sem enda á -na. Það er hins vegar
athyglisvert hve margar -nast-sagnanna, jafnt þær sem ætla mætti að
væru algengar, t.d. batnast, brotnast og versnast, og þær sem síður telj-
ast svo, eins og t.d. guggnast, meyrnast og vöknast, finnast á Netinu
og aðeins þar. Það bendir því til þess að ákveðnar breytingar liggi í
loft inu, að staða -na sem viðskeytis með breytingarmerkingu sé óviss,
það sé í raun óvirkt, og því leysi -st það af hólmi. Hvort svo verður og
þá hvenær verður tíminn að leiða í ljós. En þessu má lýsa eins og gert
er í (17); núverandi ástand er þá einhvers konar millistig.
(17) brotna brotna brotnast ?brotnast
þá nú verður
Forsenda þess sem hér hefur verið lýst er sú að -na sé óvirkt sem við-
skeyti. Væri það hins vegar virkt við hliðina á -st gæti staðan orðið
önnur enda gæti röð viðskeytanna jafnvel víxlast, a.m.k. á einhvers
konar millistigi.
Í 2.1 var minnst á nýjar sagnir með viðskeytinu -st. Dæmi um slíka
sögn er tanast. Eins og kunnugt er þá eiga litaorðin gjarnan na-sögn
sér við hlið, sbr. t.d. blána, grána, gulna og roðna; sjá líka blánast, gránast
og gulnast. Nafnorðið drapplitur er a.m.k. frá síðasta þriðjungi 19. ald-
ar en elstu heimildir um lýsingarorðið drapp, sjá líka drappleitur og
drapp litur, eru frá 20. öld af dæmum í ROH og Tímarit.is að ráða. Eng-
in þekkt sögn er til við hlið þessara orða. En hvernig liti slík sögn út
yrði hún til nú? Enda þótt hún tæki mið af öðrum litarorðum er mjög
vafasamt að hún yrði *drappna enda -na ekki eða varla lengur frjótt
viðskeyti. Langlíklegast er að hún yrði *drappast. Ekki er þó loku fyrir
það skotið að hún yrði *drappnast.
tunga_20.indb 85 12.4.2018 11:50:44