Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 33
22 Orð og tunga
tilbrigða í beygingu (sjá t.d. um nöfnin Guðrún og Þorkell). Á vefnum
Beygingarlýsing íslensks nútímamáls eru heldur engin tilbrigði sýnd. Þá
er í leiðbeinandi heimildum aðeins hin hefðbundna þágufallsmynd
(sjá t.d. Stafsetningarorðabókina og Málfarsbankann á vefnum Málið.
is).
Það má teljast heldur óvenjulegt að til séu (eða til hafi verið) fi mm
beygingarmyndir í einu og sama fallinu samtímis. Hér verður sagt frá
nýjungunum fj órum, sýnd verða um þær dæmi og reynt að grafast
fyrir um aldur þeirra og útbreiðslu. Heimildir eru af ýmsum toga,
bækur, tímarit, seðlasöfn og netið. Enn fremur fengust upplýsingar
frá allnokkrum heimildarmönnum.
2 Nýjungarnar Þórarin og Þórarini
Nýjungarnar Þórarin og Þórarini kannast margir við að hafa heyrt eða
séð og ýmis dæmi fi nnast um þær við netleit. Í (1) eru nýleg dæmi:
(1) a. Flottasta markið sem ég sá í sumar á Íslandi var klárlega
snuddan hjá Þórarin Inga upp í vinkilin á móti Val…
(http://www.fotbolti.net/, 31. desember 2011)
b. og haldið til veiða í Tungulæk hjá Þórarini Kristins…
(http://www.agn.is/, 6. janúar 2009)
Um myndina Þórarini fundust um 140 dæmi við nýlega netleit. Það
er mjög lítið í samanburði við hina hefðbundnu mynd Þórarni, en um
hana voru tæplega 33.000 dæmi. Að meta tíðni þágufallsmyndarinnar
Þórarin er erfi ðara af því að myndin er notuð í þolfalli líka. En með því
að leita að henni á eft ir forsetningunum hjá og frá og fornafnsmyndinni
honum má fá af þessu einhverja mynd. Við nýlega netleit fundust
fi mm dæmi um Þórarin á eft ir þessum orðum og dæmi um Þórarini á
eft ir sömu orðum voru álíka mörg. Hin hefðbundna mynd Þórarni ber
höfuð og herðar yfi r þessar tvær nýjungar; um hana komu í ljós hátt á
fi mmta þúsund dæmi á eft ir hjá, frá og honum.
Í útvarpsþætt inum Íslenskt mál, sem starfsmenn Orðabókar Há-
skól ans sáu lengi um, var árið 1973 spurt um þágufallsmyndina Þór-
ar ini. Umsjónarmanninn, Jón Aðalstein Jónsson, fýsti að vita hvar
á landinu menn hefðu beygt nafnið svo, eða gerðu jafnvel enn (Jón
Aðal steinn Jónsson 1973). Nokkur svör bárust, bæði um Þórarini og
Þórarin (og einnig um Þórarinum, sjá dæmi (8b–f) í 3. kafl a), og eru
tunga_20.indb 22 12.4.2018 11:50:31