Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 23

Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 23
12 Orð og tunga og akur heldur treyst á sjálfsána skóga. Þá var einmitt hentugt að láta lauftré endurnýja sig með teinungum fremur en treysta á að ný yxu í stað þeirra sem felld voru. Rétt eins og í orkuskógum nútímans þá borgaði sig að nýta teinungana unga, í mesta lagi fárra áratuga gamla. En öfugt við vélvædda skógrækt nútímans var reynt að fá teinunga sem allra lengst af sömu trjánum. Stýfð tré gátu endurnýjað sig öld um saman, miklu lengur en þau hefðu lifað óstýfð. Stofninn eða stubbur- inn fúnaði þá í miðjunni en hélt áfram að gildna af nýjum viði hvers sumars. Má sjá þess merki í skógum að slíkir stubbar voru stundum orðnir margir metrar í þvermál þegar hætt var að stýfa þá. Nú var alla tíð þörf fyrir óstýfð skógartré sem nýta mátti í skipa- smíði og mannvirkjagerð. En að fella slík tré í skógum, færa þau til byggða og fletta þeim í borð eða bjálka, það var gríðarleg vinna áður en véltæknin kom til. Þess vegna var hagkvæmt að nota teinungana sem mest í allt sem þeir dugðu til. Í hvers kyns staura, prik, sköft eða handföng var hægast að velja mátulega gilda teinunga, frekar en vinna efnið niður úr heilum trjábolum. Til eldiviðar og kolagerðar hentuðu teinungar vel, rétt eins og í orkuskógum nútímans. Granna og sveigjanlega teinunga, einkum af víði, mátti flétta saman í körfur og fiskgildrur. Gríðarmikið af teinungum fór í girðingar. Sem girð- ing ar staurar voru reknir niður stinnir teinungar, oft tveir og tveir sam an, og fyllt á milli, ýmist með stökum teinungum eða fléttuðum saman, eða þá með greinum af einhverju tagi.22 Mjög þjálir teinungar (eða grenigreinar þar sem þær voru tiltækar) voru hafðir til að binda girðinguna saman. Þá voru ungir teinungar skornir til að nýta laufið af þeim sem skepnufóður, laufhey. Slíkur heyskapur mun hafa tíðkast á Norðurlöndum allt frá steinöld, stundum skornar greinar af stærri trjám en hentugast að nota teinunga. Kýr þurfti að fóðra á laufinu einu en fyrir sauðfé og geitfé mátti bera teinungana eins og þeir komu fyrir og láta naga af þeim bæði lauf og börk. Þar sem þannig var fóðrað hefur fallið til ógrynni af mjóum prikum, hæfilegum til annarra nota, t.d. sem göngustafi. Hversu ákjósanlegt þótti að nýta lauftré með stýfingu má sjá af margvíslegum reglum sem settar voru til að ekki yrði skortur á stærri trjám til timburframleiðslu. Vissar trjátegundir, helst eik og stundum beyki, var oft reynt að friða fyrir stýfingu, og í skógum stórgóssa gat 22 Hannes Finnsson (1934:24) lýsti í ferðapistli sínum, Stokkhólmsrellu, hvernig Svíar girtu með teinungum á 18. öld: Reka niður „tvo og tvo staura“ og leggja á milli stauranna „spírur hverja ofan á aðra svo að oft ast er gerðið 13 [til] 15 spíruþykktir, sem er ótrúlegur skaði fyrir skóginn“. tunga_20.indb 12 12.4.2018 11:50:29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.