Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 23
12 Orð og tunga
og akur heldur treyst á sjálfsána skóga. Þá var einmitt hentugt að láta
lauftré endurnýja sig með teinungum fremur en treysta á að ný yxu
í stað þeirra sem felld voru. Rétt eins og í orkuskógum nútímans þá
borgaði sig að nýta teinungana unga, í mesta lagi fárra áratuga gamla.
En öfugt við vélvædda skógrækt nútímans var reynt að fá teinunga
sem allra lengst af sömu trjánum. Stýfð tré gátu endurnýjað sig öld um
saman, miklu lengur en þau hefðu lifað óstýfð. Stofninn eða stubbur-
inn fúnaði þá í miðjunni en hélt áfram að gildna af nýjum viði hvers
sumars. Má sjá þess merki í skógum að slíkir stubbar voru stundum
orðnir margir metrar í þvermál þegar hætt var að stýfa þá.
Nú var alla tíð þörf fyrir óstýfð skógartré sem nýta mátti í skipa-
smíði og mannvirkjagerð. En að fella slík tré í skógum, færa þau til
byggða og fletta þeim í borð eða bjálka, það var gríðarleg vinna áður
en véltæknin kom til. Þess vegna var hagkvæmt að nota teinungana
sem mest í allt sem þeir dugðu til. Í hvers kyns staura, prik, sköft
eða handföng var hægast að velja mátulega gilda teinunga, frekar en
vinna efnið niður úr heilum trjábolum. Til eldiviðar og kolagerðar
hentuðu teinungar vel, rétt eins og í orkuskógum nútímans. Granna
og sveigjanlega teinunga, einkum af víði, mátti flétta saman í körfur
og fiskgildrur. Gríðarmikið af teinungum fór í girðingar. Sem girð-
ing ar staurar voru reknir niður stinnir teinungar, oft tveir og tveir
sam an, og fyllt á milli, ýmist með stökum teinungum eða fléttuðum
saman, eða þá með greinum af einhverju tagi.22 Mjög þjálir teinungar
(eða grenigreinar þar sem þær voru tiltækar) voru hafðir til að binda
girðinguna saman. Þá voru ungir teinungar skornir til að nýta laufið
af þeim sem skepnufóður, laufhey. Slíkur heyskapur mun hafa tíðkast
á Norðurlöndum allt frá steinöld, stundum skornar greinar af stærri
trjám en hentugast að nota teinunga. Kýr þurfti að fóðra á laufinu einu
en fyrir sauðfé og geitfé mátti bera teinungana eins og þeir komu fyrir
og láta naga af þeim bæði lauf og börk. Þar sem þannig var fóðrað
hefur fallið til ógrynni af mjóum prikum, hæfilegum til annarra nota,
t.d. sem göngustafi.
Hversu ákjósanlegt þótti að nýta lauftré með stýfingu má sjá af
margvíslegum reglum sem settar voru til að ekki yrði skortur á stærri
trjám til timburframleiðslu. Vissar trjátegundir, helst eik og stundum
beyki, var oft reynt að friða fyrir stýfingu, og í skógum stórgóssa gat
22 Hannes Finnsson (1934:24) lýsti í ferðapistli sínum, Stokkhólmsrellu, hvernig Svíar
girtu með teinungum á 18. öld: Reka niður „tvo og tvo staura“ og leggja á milli
stauranna „spírur hverja ofan á aðra svo að oft ast er gerðið 13 [til] 15 spíruþykktir,
sem er ótrúlegur skaði fyrir skóginn“.
tunga_20.indb 12 12.4.2018 11:50:29