Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 34
Katrín Axelsdóttir: Þórarinn í þágufalli 23
þau varðveitt í talmálssafni Orðabókar Háskólans (TOH). Svörin um
Þórarini og Þórarin eru sýnd í (2) en heimildarmenn eru úr Árnessýslu
og Rangárvallasýslu:4
(2) a. Var hjá honum Þórarini – hef ég oft heyrt gamalt fólk
segja (Guðmundur Jónsson, Selfossi)
b. Ég hef aldrei heyrt þgf. Þórarinum. Rétt aðeins hef ég
heyrt menn segja: Ég er hjá honum Þórarin, en það er
sjaldgæft. (Hinrik Þórðarson, Útverkum, Skeiðum)
c. „Honum Þórarini væri betra að hafa trefil um hálsinn
í þessum kulda“. „Það kom bréf frá honum Þórarinum
í morgun“. Svona orðalag þekki ég undan Eyjafjöllum,
en í miklum minni hluta. Flestir segja – honum Þórarni.
Því hef ég alltaf vanizt og tel, að hinar beygingarnar
séu að hverfa sem óðast úr mæltu máli hér um slóðir.
(Björg Jónsdóttir, Hellu)5
Neikvætt svar um myndina Þórarini barst frá tveimur heimildar mönn-
um, í Ísafj arðarsýslu og S-Þingeyjarsýslu (sjá (8c–d) í 3. kafl a). Þá er
heimildarmanni í Hnappadalssýslu myndin Þórarin fremur ókunn-
ug leg (sjá (8b) í 3. kafl a).
Um þágufallsmyndirnar Þórarin og Þórarini eru til eldri dæmi en frá
síðustu árum og áratugum. Í einkaskjalasafni Björns K. Þórólfssonar
(2004) er að fi nna viðbætur við bók hans frá 1925 um íslenskar
orðmyndir. Um myndina Þórarin eru þrjú dæmi, öll frá síðari hluta
18. aldar:
(3) a. … prófastenum, Sr. Thorarenn Jonssyne. (Bréf síra
Gísla Jónssonar á Staðarhóli til amtmanns dags. 30.
júní 1758)
b. frá prestinum Sr Þorarin Jónssyni (Bréf frá Finni bisk-
upi Jónssyni til amtmanns, dags. 9. maí 1767)
c. Þorarenn Arnasyne, þágufall (í skoðunargjörð á jörð-
um í Rosmhvalaneshreppi framkvæmdri af Sigurði
Ólafs syni fyrrum klausturhaldar[a] K[i]rkjub[k]l. 18.
febr 1799)
4 Undirstrikun í þessum og síðari dæmum í greininni er úr heimildunum sjálfum.
5 Dóttir Bjargar, Guðrún Sigurðardóttir, f. 1934, þekkir bæði Þórarini og Þórarinum
undan Eyjafjöllum, en hún bjó á Ásólfsskála. Þangað fluttist hún sex ára og tók
vel eftir tungutaki sem hún var ekki vön. Áður bjó hún vestan við Markarfljót og
þangað fluttist hún aftur síðar. Hún kannast ekki við að myndirnar Þórarini og
Þórarinum hafi verið notaðar á því svæði, þ.e. í Landeyjum og þar um kring.
tunga_20.indb 23 12.4.2018 11:50:31