Orð og tunga - 26.04.2018, Side 96

Orð og tunga - 26.04.2018, Side 96
Margrét Jónsdóttir: „Glasið brotnaðist, amma.“ 85 Þeirri spurningu var varpað fram hvernig á því stæði að st-við skeyt- ið skuli hafa bæst við fyrirliggjandi viðskeyti en án þess að merkingin hafi breyst. Í þessu sambandi voru ræddar ýmsar kenningar um stöðu tveggja viðskeyta. Flestar kenningar gera ráð fyrir því að mál forð ist að láta eitt og sama orðið bera tvö viðskeyti; það á jafnt við orð mynd- unarlega séð sem merkingarlega. Ekki eru neinar heimildir um að breytingarsagnir sem enda á -nast hafi algjörlega komið í stað þeirra sem enda á -na. Það er hins vegar athyglisvert hve margar -nast-sagnanna, jafnt þær sem ætla mætti að væru algengar, t.d. batnast, brotnast og versnast, og þær sem síður telj- ast svo, eins og t.d. guggnast, meyrnast og vöknast, finnast á Netinu og aðeins þar. Það bendir því til þess að ákveðnar breytingar liggi í loft inu, að staða -na sem viðskeytis með breytingarmerkingu sé óviss, það sé í raun óvirkt, og því leysi -st það af hólmi. Hvort svo verður og þá hvenær verður tíminn að leiða í ljós. En þessu má lýsa eins og gert er í (17); núverandi ástand er þá einhvers konar millistig. (17) brotna brotna brotnast ?brotnast þá nú verður Forsenda þess sem hér hefur verið lýst er sú að -na sé óvirkt sem við- skeyti. Væri það hins vegar virkt við hliðina á -st gæti staðan orðið önnur enda gæti röð viðskeytanna jafnvel víxlast, a.m.k. á einhvers konar millistigi. Í 2.1 var minnst á nýjar sagnir með viðskeytinu -st. Dæmi um slíka sögn er tanast. Eins og kunnugt er þá eiga litaorðin gjarnan na-sögn sér við hlið, sbr. t.d. blána, grána, gulna og roðna; sjá líka blánast, gránast og gulnast. Nafnorðið drapplitur er a.m.k. frá síðasta þriðjungi 19. ald- ar en elstu heimildir um lýsingarorðið drapp, sjá líka drappleitur og drapp litur, eru frá 20. öld af dæmum í ROH og Tímarit.is að ráða. Eng- in þekkt sögn er til við hlið þessara orða. En hvernig liti slík sögn út yrði hún til nú? Enda þótt hún tæki mið af öðrum litarorðum er mjög vafasamt að hún yrði *drappna enda -na ekki eða varla lengur frjótt viðskeyti. Langlíklegast er að hún yrði *drappast. Ekki er þó loku fyrir það skotið að hún yrði *drappnast. tunga_20.indb 85 12.4.2018 11:50:44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.