Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 81

Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 81
70 Orð og tunga Helstu niðurstöður greinarinnar eru þær að sagnir með breyt ingar- merkingu sem enda á -nast hafa verið til og í notkun margar aldir. Allfjölbreyttar heimildir sýna að dæmum hefur fjölgað mjög hin síðari ár. Það að na-sagnir bæti við sig -st hefur ekki haft neina kerfislega breytingu í för með sér. Það eina sem hefur gerst er að fleiri sagnir en áður nota st-endinguna til að tjá breytingarmerkingu. Jafnframt bera aðrir sagnahópar virkni st-viðskeytisins með áðurnefndri merkingu ljósan vott. 2 Samtímaleg greining 2.1 Um -st og -na og virkni þeirra Hlutverk -st í niðurlagi sagnar birtist okkur á fleiri en einn máta. Að upp runa er það afturbeygt fornafn sem var samvísandi við undan- fara sinn. Inntaksorðið, fornafnið sig, jókst að hlutverkum frá því að vera eingöngu fornafn: það var endurtúlkað og fékk þá líka mál- fræði legt hlut verk (e. grammaticalization); sjá t.d. Hopper og Traugott (1993:150‒153). Kjartan Ottosson (2008:202 o.v.) talar um regrammation og á þá við að afturbeygða fornafnið, merkingarlaust í sjálfu sér, hafi feng ið merkingu, raunar fleiri en eina. Í því sambandi má geta þess að breyt ing ar merking st-sagna er mjög gömul, sbr. Kjartan G. Ottósson (1992:67 o.áfr.) Anderson (1990:252–254) leggur mikla áherslu á virkni -st og breyt- ing ar merk ingu þess, einkum í nútímamáli; hann talar á hinn bóg inn hvergi um na-sagnir. Segja má að virkni -st staðfestist í (nýrri) Slang- ur orða bók þar sem nýjar sagnir með breytingarmerkingu eru með við- skeytinu -st. Það eru sagnirnar urlast ‘verða sturlaður’ (undir urlaður) og ölvast ‘verða drukkinn’. Sögulega séð er óhugsandi að orð með viðskeytunum -l- og -v- bæti við sig -na enda þótt viðskeytið sem slíkt sé virkt. Í bókinni er líka lýsingarorðið tan(n)aður ‘sólbrúnn’ en án sagnar. Á Netinu má hins vegar finna mörg dæmi um sögnina tanast. En þessar þrjár sagnir sýna að myndun með -st er eina færa leiðin til að koma breytingarmerkingunni til skila. Það sem hér hefur verið lýst kemur ekki á óvart: Stór hópur st-sagna er leiddur af lýsingarorði. Þetta eru sagnir eins og t.d. auðgast, grennast og þreytast. Merking þeirra er verða + („kyrrstætt“) lýsingarorð, t.d. grennast ‘verða grannur/grennri’ og þreytast ‘verða þreyttur, lúinn’, sbr. ÍO.7 Í (1) eru dæmi um sagnirnar grennast og fitna. 7 Sögnin þreytast kallar á þá spurningu hvers vegna *þreytna er ekki til. tunga_20.indb 70 12.4.2018 11:50:40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.