Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 42
Katrín Axelsdóttir: Þórarinn í þágufalli 31
(13b). Reykjavík og Suður-Þingeyjarsýsla hafa aðeins komið við
sögu hér að framan, sjá (8a,d). Það þriðja, (13d), bendir (óbeint) til
Suðurlands sem kemur vel heim við ýmislegt sem nefnt hefur verið.
Loks er að geta vitnisburðar nokkurra heimildarmanna. Í 2. kafla
(nmgr. 5) var minnst á Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 1934. Vitnisburður
Guðrúnar, sem er dóttir eins heimildarmanns Orðabókar Háskólans,
Bjargar Jónsdóttur, sjá (8e), er í samræmi við það sem haft var eftir
móður hennar: Þórarini og Þórarinum þekktist undir Eyjafjöllum en
þangað fluttist Guðrún sex ára. Myndirnar voru þó ekki allsráðandi.
„Þetta voru vissir karlar,“ eins og Guðrún orðar það, og hún minnist
sérstaklega svæðisins milli Hvammsnúps og Holtsnúps. Síðar fluttist
Guðrún aftur vestur yfir Markarfljót og hún segir Þórarinsnafnið
hafa verið beygt á hefðbundinn hátt í Austur-Landeyjum. Undir
það tekur Þórhalla Guðnadóttir, f. 1925, fædd og uppalin á Krossi
í Austur-Landeyjum. Bróðir Þórhöllu hét Þórarinn og óhefðbundin
beyg ing nafnsins hefði því líklega ekki farið fram hjá henni. Bræð-
urn ir Jón Þ. Sveinsson, f. 1925, og Magnús L. Sveinsson, f. 1931,
kann ast báðir við myndina Þórarinum af Rangárvöllum (sjá nánar í
4. kafla). Á ýmsum stöðum í Vestur-Skaftafellssýslu hefur myndin
þekkst. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, f. 1978, í Skaftártungu og Þór ar-
inn Eggertsson, f. 1946, í Álftaveri muna eftir að hafa heyrt hana og
Steinunn Sigurðardóttir, f. 1950, man eftir henni ögn austar, í Fljóts-
hverfi, rétt vestan Skeiðarársands, í máli fólks sem var fætt um 1910–
1918. Guðmundur Pétursson, f. 1933, man eftir Þórarinum í Selvogi
úr æsku fram á fermingaraldur og líklega lengur. Hér er því enn
einn vitnisburður um Suðurland en allt annað svæði. Anna Sigríður
Skarphéðinsdóttir, f. 1932, man eftir Þórarinum í máli ömmu sinnar af
Álftanesi, f. 1874. Anna man einnig eftir myndinni í Bolungarvík þar
sem hún bjó um tíma upp úr miðri síðustu öld. Pálmi Gestsson, f. 1957,
ættaður úr Bolungarvík, á bróður sem heitir Þórarinn. Pálmi er sjálfur
vanur hefðbundinni þágufallsmynd en hann man eftir bolvískum
jafn öldrum sem notuðu Þórarinum (og einnig Þórarini) um bróðurinn.
Helga Svana Ólafsdóttir, f. 1926, man vel eftir myndinni Þórarinum í
Bol ungarvík þar sem hún bjó lengi og einnig í Ísafjarðardjúpi þar sem
hún var í æsku. Loks er til fólk sem man eftir Þórarinum í Barða strand-
arsýslu, en um vitnisburð þess verður rætt í 4. kafla.
Eins og sjá má af þessari upptalningu muna ýmsir núlifandi Ís-
lend ingar eftir myndinni Þórarinum frá fyrri tíð og það úr ýmsum átt-
um. En þeir eru miklu fleiri sem segjast aldrei hafa heyrt eða séð þessa
mynd (né nokkra aðra óhefðbundna mynd). Þórarinn Þórarinsson, f.
tunga_20.indb 31 12.4.2018 11:50:32