Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Síðustu dagahefur mikilumfjöllun
verið um fyrirtækið
Cambridge Analy-
tica, þar sem for-
svarsmenn þess
viðurkenndu óafvit-
andi við blaðamenn
að þeir hefðu hagnýtt sér gögn
og persónuupplýsingar til þess
að hafa áhrif á kosningar víðs
vegar um heiminn, þar á meðal í
síðustu forsetakosningum í
Bandaríkjunum.
Fréttirnar um Cambridge
Analytica eru vissulega sláandi
og munu eflaust draga enn frek-
ari dilk á eftir sér. Það sem þó
ætti að hafa helst í huga er það
hversu auðvelt það reyndist fyr-
ir fyrirtækið að verða sér úti um
persónuupplýsingar um 50
milljóna manna með óbeinni að-
stoð samfélagsmiðilsins Facebo-
ok.
Facebook og aðrir samfélags-
miðlar þrífast nefnilega á þeim
upplýsingum sem fólk lætur
þeim sjálfviljugt í té. Ljós-
myndir, stjórnmálaskoðanir,
smekkur á kvikmyndum og tón-
list og jafnvel samskipti við ætt-
ingja og vini verða að hálfgerðri
eign þessara miðla, sem síðan
nýta þessar upplýsingar til þess
að afla sér tekna frá auglýs-
endum. Það er til að mynda slá-
andi staðreynd, að nánast öll
aukning á auglýsingum á netinu
er á þessum miðlum.
Þetta gerist í krafti þess að
Facebook og aðrir áþekkir miðl-
ar búa yfir upplýsingum um not-
endur sína sem
gera auglýsendum í
stórum samfélögum
kleift að búa til her-
ferðir, sem höfða til
mjög afmarkaðra
markhópa. Það er
því ekki gott, ef for-
svarsmenn þessara
miðla hafa látið sér í léttu rúmi
liggja hvernig viðskiptavinir
þeirra hafa farið með þær per-
sónuupplýsingar, sem miðlarnir
hafa safnað frá notendum sín-
um, sem ekki gera sér allir grein
fyrir þessum nánast leynda til-
gangi í starfsemi samfélags-
miðlanna.
Samfélagsmiðlar á borð við
Facebook og Twitter hafa, sér-
staklega með tilkomu snjallsím-
anna, gjörbreytt því hvernig
margir hegða sér á netinu. Fólk
eyðir meiri tíma á þessum miðl-
um en áður, og á jafnvel megnið
af samskiptum sínum við aðra í
gegnum þá. Sú hætta er til stað-
ar að miðlarnir verði að glugg-
um þess til heimsins í kringum
það. Nú kemur í ljós að til-
tölulega auðvelt er að lita „gler-
ið“ í þeim gluggum og brengla
sýn fólks á veröldina.
Síðustu daga hafa borist
fregnir af því að margir hafi lok-
að reikningum sínum á Face-
book vegna Cambridge Analyt-
ica-málsins, og markaðsvirði
fyrirtækisins hefur hríðfallið á
síðustu dögum. Þessi viðbrögð
koma ekki á óvart þegar sýnt
hefur verið fram á hvernig per-
sónuupplýsingar fólks geta ver-
ið misnotaðar.
Fólk þarf að huga
betur að eðli sam-
félagsmiðlanna og
fara varlega með
persónuupplýsingar}
Upplýsingar á glámbekk
Senn eru þrjárvikur frá sögu-
legum kosningum á
Ítalíu. Kratar sem
héldu um stjórn-
artaumana biðu þá
afhroð. Renzi, leiðtogi þeirra,
mun segja af sér formennsku í
flokknum á næstunni. Hægra
bandalagið svonefnda, sem
(norður) Bandalagið annars
vegar og Afl Ítalíu (Berlusconi)
eru öflugust í, fengu 37% at-
kvæðanna. En hægra bandalag-
ið hefði þurft að merja 40% til að
fá hreinan meirihluta á þingi,
samkvæmt gildandi reglum.
Berlusconi segist munu
standa við þær yfirlýsingar sín-
ar að styðja að forsætisráð-
herraefnið komi úr þeim ranni
hægra bandalagsins sem fékk
mest fylgi. Kannanir bentu til
þess að flokkur Berlusconis yrði
stærstur. En svo fór að (N)
Bandalagið fékk meira fylgi.
Berlusconi styður því að Salvini
leiðtogi þess leiti eftir samstarfi
við Fimm stjörnu hreyfinguna
sem fékk 32% og langmest fylgi
einstakra flokka á Ítalíu.
Allir þessir flokkar sem voru í
stjórnarandstöðu
hafa mikla fyrir-
vara á samstarfinu
við ESB og efa-
semdir um gagn-
semi hinnar sam-
eiginlegu myntar þess. En
áherslurnar eru þó um margt
ólíkar. Ekkert er hægt að full-
yrða að stjórnarsamstarf á þess-
um væng muni leiða til að boðað
verði til þjóðaratkvæðis um veru
Ítalíu í ESB (eins og Fimm
stjörnu flokkurinn boðaði) eða
að evrunni verði varpað fyrir
róða (eins og N-bandalagið vill)
eða að líran verði tekin upp sem
hliðarmynt við evru, eins og
Berlusconi talaði fyrir.
Áherslur gamla leiðtogans
hafa breyst töluvert á seinustu
árum með nýrri vinkonu sem
gerði hann að vegan-manni.
Hann hefur mildast í fjandskap
við ESB. Ekki er því útilokað að
minna muni gerast í ESB-
málum þótt hægristjórn verði
mynduð á næstunni. En senni-
lega má slá föstu að andstaða
verði frá Ítalíu gegn baráttu
Macrons forseta um enn meiri
samþjöppun valds í Brussel.
Enn er ítölsk
stjórnmálaþróun
óráðin gáta}
Stjórnarmyndun mjakast hægt
á Ítalíu en mjakast þó
F
jölmargir mættu í fyrsta sinn á
landsfund Sjálfstæðisflokksins
um síðustu helgi. Fyrir marga
var það óvænt ánægja að geta
haft áhrif á stefnu stærsta stjórn-
málaflokks landsins, náð eyrum fólks á öllum
aldri og fengið tækifæri til að kynnast fólki.
Amma mín var þar á meðal, ekki hlutlaus, en
líklega meðal elstu nýrra fulltrúa. Hún lýsti
helginni sem einni þeirri skemmtilegustu sem
hún myndi eftir, 82 ára gömul, enda fannst
henni fundurinn bæði fróðlegur og skemmti-
legur. Hún var helst svekkt yfir því að hafa
ekki fengið að upplifa slíka samkomu fyrr.
Gerum lífið betra var yfirskrift landsfund-
arins, sem skilur eftir bros og gleði, en ekki
síst skýra framtíðarstefnu sjálfstæðismanna
sem gerir lífið betra fyrir okkur öll.
Eftir fundinn er mér efst í huga þakklæti
fyrir það traust að vera endurkjörin ritari flokksins og að
fá tækifæri til að halda áfram í forystu fyrir þennan ótrú-
lega hóp einstaklinga sem hafa sjálfstæðisstefnuna að
leiðarljósi. Yfir þúsund manns sóttu fundinn og tókust á
um stefnu og áherslur. Fólk með ólíkan bakgrunn, úr mis-
munandi stéttum og starfsgreinum, á öllum aldri, konur
og karlar.
Fundurinn er öflugasta stjórnmálasamkoma landsins
og allir sem tóku þátt í framúrskarandi málefnastarfi eiga
hrós skilið. Þar var tekist á um ýmis málefni, oft harka-
lega en alltaf málefnalega. Það er bæði heilbrigt og gott.
Sjálfstæðismenn allir fara út af fundinum sem sterkari
heild. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki bara stór
flokkur heldur einnig samheldinn. Ályktanir
fundarins senda skýr skilaboð út í samfélagið,
um opið og frjálst samfélag þar sem allir fá að
njóta sín.
Landssamband sjálfstæðiskvenna á hrós
skilið fyrir sín störf á fundinum og í aðdrag-
anda hans. Haldinn var sérstakur umræðu-
fundur sjálfstæðisfólks um #metoo-
byltinguna. Fundurinn var haldinn fyrir full-
um sal. Það var ánægjulegt að meirihluti
þátttakenda var karlmenn, þ.m.t. formaður
flokksins. Þar var rætt um byltinguna, áhrif
hennar og breytt viðhorf.
Ungir sjálfstæðismenn settu einnig mark
sitt á fundinn með skipulögðum hætti í mál-
efnastarfinu, öflugum, frjálslyndum tillögum
og ekki síst samstarfsvilja til að fá tillögum
sínum framgengt í sátt við aðra fundarmenn.
Ég vil þakka sjálfstæðismönnum um allt land fyrir
helgina, sjálfstæðisfélögunum fyrir að halda uppi starfi
flokksins um allt land en innan þeirra leynist mesta auð-
lind flokksins. Þar er fólkið sem lætur sig samfélagið
varða og hefur valið að skipa sér í sveit Sjálfstæðisflokks-
ins til að fylkja liði í komandi sveitarstjórnarkosningum,
til að bæta hag, þjónustu og lífskjör allra Íslendinga. Við
ætlum að gera lífið betra.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Takk!
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari
Sjálfstæðisflokksins.
aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Spurningarnar voru býsnasakleysislegar. Hversu fé-lagslynd/ur ertu? Hefurðuoft áhyggjur? Hvaða Poké-
mon ertu? Hvaða orð notarðu oftast?
Þetta var eins konar persónu-
leikapróf, eitt af þessum óteljandi
Facebook-prófum
og -leikjum sem
við höfum líklega
flest tekið þátt í
okkur til skemmt-
unar. Þannig get-
ur maður fengið
að vita hvaða per-
sónu í mannkyns-
sögunni maður á
mest sameig-
inlegt með, í öðr-
um hvaða skor-
dýri eða skyndibitamat maður líkist
mest.
Og allt þar á milli.
En nú hefur komið á daginn að
áðurnefnt próf var alls ekkert svo
sakleysislegt, því upplýsingunum um
þá 270.000 Facebook-notendur sem
tóku það og vini þeirra á Facebook
sem tóku það ekki, var safnað í
gagnagrunn sem innihélt upplýs-
ingar um 50 milljónir Bandaríkja-
manna sem síðan var nýttur af
breska ráðgjafarfyrirtækinu Cam-
bridge Analytica, CA, til að fá banda-
ríska kjósendur til að kjósa Donald
Trump í bandarísku forsetakosning-
unum í nóvember 2016.
Facebook sver af sér ábyrgð
Hlutabréf í Facebook lækkuðu
verulega í kjölfar þessa. Í yfirlýsingu
frá fyrirtækinu sagði að það hefði
ekki vitað um þetta athæfi og að CA
hefði brotið skilmála Facebook.
„Facebook getur ekki fríað sig
ábyrgð, því fyrirtækið setur leikregl-
urnar sem notendur síðunnar þurfa
að fara eftir, hvort sem um er að
ræða einstaklinga eins og mig og þig
eða fyrirtæki á borð við Cambridge
Analytica,“ segir Theódór R. Gísla-
son, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyr-
irtækinu Syndis.
Hann segir að málið hafi í sjálfu
sér ekki komið sér eða öðrum sem
vinna að tölvuöryggismálum á óvart
og að það sama gildi um fólk sem
vinnur að markaðsrannsóknum. Slík
öflun upplýsinga hafi lengi verið not-
uð til að koma ýmsum varningi og
skilaboðum á framfæri. Það sem hér
sé frábrugðið sé að búinn var til
gagnagrunnur þar sem persónueig-
inleikar fólks voru greindir og skila-
boðin sniðin samkvæmt því.
Að sögn Theódórs eru notenda-
skilmálar Facebook hvorki óljósari
né flóknari en skilmálar annarra
samfélagsmiðla. Helsti munurinn á
Facebook og öðrum vinsælum sam-
félagsmiðlum sé að Facebook er not-
að á miklu fjölbreyttari hátt og því
gefi notendur að öllu jöfnu talsvert
meiri upplýsingar um sjálfa sig þar
en á öðrum miðlum.
Hvaða gæludýri líkistu?
Theódór segist telja að þetta
mál muni ýta við mörgum. „Satt best
að segja hafa margir Facebook--
notendur verið værukærir varðandi
eigið öryggi. Ég held að þetta mál
muni fá marga til að hugsa sig tvisv-
ar um áður en þeir samþykkja að
gefa einhverju fyrirtæki eða aðila úti
í heimi, sem þeir vita engin deili á, ít-
arlegar upplýsingar um sjálfa sig
bara til að geta fengið að vita hvaða
gæludýri þeir líkjast eða eitthvað
álíka nytsamlegt.“
Theódór segir gott að hafa í
huga að í raun og veru sé ekki ókeyp-
is að vera á Facebook, því að í skipt-
um fyrir að nota síðuna láti notand-
inn henni í té upplýsingar um sjálfan
sig. „Það er verið að selja okkur og
okkar upplýsingar. Við gefum þær
frá okkur með því að skrifa undir
skilmála, sem virðast flóknir, en ég
held að við séum að verða meðvitaðri
um þessa fríu þjónustu sem við erum
að þiggja. Sem er ekkert ókeypis
þegar allt kemur til alls.“
Saklausar spurningar
geta kostað sitt
AFP
Facebook Fyrirtækið segist vera „bálreitt“ vegna athæfis Cambridge
Analytica. Hlutabréf í Facebook hafa lækkað talsvert að undanförnu.
Undanfarna daga hafa fjölmiðlar
greint frá starfsaðferðum Cam-
bridge Analytica eftir að fréttamað-
ur bresku sjónvarpsstöðvarinnar
Channel 4 villti á sér heimildir,
þóttist vera kaupsýslumaður frá Sri
Lanka og falaðist eftir aðstoð fyr-
irtækisins til að hafa áhrif á kosn-
ingar í heimalandi sínu. Forstjóri
CA, Alexander Nix, bauð honum
ýmsa möguleika í þeim efnum, t.d.
gæti fyrirtækið dregið úr trúverð-
ugleika fólks með því að skipu-
leggja ófrægingarherferðir sem fól-
ust m.a. í sviðsettum samskiptum
við vændiskonur og að láta líta út
fyrir mútugreiðslur. Enn fremur
gumaði hann af þætti CA í forseta-
framboði Trumps, en Steve Bannon,
fyrrverandi ráðgjafi forsetans, var
meðal stjórnarmanna CA.
Þessi samskipti voru tekin upp á
falda tökuvél. Forsvarsmenn fyr-
irtækisins segja að um sviðsetn-
ingu sé að ræða. Þrátt fyrir það var
Nix vikið frá störfum í fyrrakvöld.
Flett ofan af starfsháttum
SVIÐSETTAR MÚTUR OG SAMSKIPTI VIÐ VÆNDISKONUR
Theódór R.
Gíslason.