Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
Taktu þátt og
þú gætir unnið
páskaegg!
GOA.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Ingimundur Sigfús-
son, fyrrverandi for-
stjóri Heklu og fyrr-
verandi sendiherra,
lést á líknardeild
Landspítalans í fyrra-
dag, 80 ára að aldri.
Ingimundur fæddist
í Reykjavík 13. janúar
1938 og ólst þar upp.
Foreldrar Ingimundar
voru Rannveig Ingi-
mundardóttir og Sig-
fús Bergmann Bjarna-
son, stofnandi og
forstjóri Heklu hf.
Ingimundur gekk í Melaskóla,
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og
síðan í Verslunarskóla Íslands, og
útskrifaðist þaðan sem stúdent
1959. Hann lauk embættisprófi í
lögfræði frá HÍ 1967.
Ingimundur hóf
störf hjá Heklu hf. að
loknu lagaprófi og
varð forstjóri Heklu
hf. við fráfall föður
síns haustið 1967 og
gegndi því starfi til
ársloka 1990.
Ingimundur var
stjórnarformaður
Reykjaprents 1967-
85, stjórnarformaður
Heklu hf. 1990-94,
stjórnarformaður
Stöðvar 2 1993-94,
sendiherra Íslands í
Þýskalandi 1995-2001 og sendi-
herra Íslands í Japan 2001-2004.
Ingimundur var formaður
Listahátíðar 2004-2010, stjórn-
arformaður Stofnunar Sigurðar
Nordals 2005-2010, formaður þjóð-
leikhúsráðs 2007-2014, stjórn-
armaður Watanabe-styrktarsjóðs-
ins frá 2008 og formaður
Íslandsdeildar Scandinavia-Japan
Sasakawa Foundation frá 2006.
Ingimundur og eftirlifandi eig-
inkona hans, Valgerður Valsdóttir,
hlutu landgræðsluverðlaunin 2016
fyrir landgræðslustörf, en þau
græddu landsvæði og unnu að
skógrækt að Þingeyrum og Sigríð-
arstöðum í Húnavatnssýslum. Ingi-
mundur var sæmdur heiðursorðu
Japanskeisara 2016 og heiðursorðu
frá þýska ríkinu 2001. Hann var að-
alræðismaður Spánar á Íslandi
1983-94.
Synir Ingimundar og Valgerðar
eru Valur, prófessor í sagnfræði við
HÍ, og Sigfús Bergmann, fram-
kvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins
Hofs ehf.
Andlát
Ingimundur Sigfússon fyrrv. sendiherra
Nefndin staðfestir allar synjanir SÍ
& Úrskurðarnefnd velferðarmála hafa borist 15 kærur vegna greiðsluþátttöku
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Úrskurðarnefnd velferðarmála hef-
ur hafnað öllum kærum vegna synj-
unar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ)
um greiðsluþátttöku í kostnaði
vegna liðskiptaaðgerða hjá Klíník-
inni. Nefndinni hafa borist sex kær-
ur það sem af er þessu ári, henni
bárust níu kærur 2017 og engar
2016 en Klíníkin hóf að gera lið-
skiptaaðgerðir í febrúar í fyrra.
Fimm kæranna bíða úrlausna.
SÍ niðurgreiða ekki liðskiptaað-
gerðir sem Íslendingar velja að fara
í á Klíníkinni og snúa kærurnar að
því. Aðeins er greitt fyrir liðskipta-
aðgerðir á Landspítalanum (LSH),
þar sem biðlistar eru langir, og er-
lendis. Ef sjúklingur þarf að bíða
lengur en 90 daga eftir aðgerð á
LSH getur hann óskað eftir að fara
í aðgerð út sem
er greidd að fullu
af SÍ. Sjúklingur
getur líka valið
að fara í lið-
skiptaaðgerð út
samkvæmt ESB-
tilskipun um heil-
brigðisþjónustu
yfir landamæri
þó að hann hafi
ekki verið á bið-
lista hér heima. Þá fær hann end-
urgreiddan útlagðan kostnað frá SÍ
sem samsvarar því að þjónustan
hefði verið veitt hér á landi.
SÍ er ekki heimilt samkvæmt lög-
um að samþykkja umsóknir um
endurgreiðslu frá þeim sem hafa
farið í liðskiptaaðgerð hjá Klíníkinni
því ekki er til staðar samningur við
SÍ varðandi greiðsluþátttöku vegna
liðskiptaaðgerða. Því lætur fólk
reyna á úrskurðarnefnd velferðar-
mála sem hefur í öllum tilfellum
staðfest synjun SÍ á umsókninni um
greiðsluþátttöku. Í einum úrskurði
nefndarinnar frá 28. febrúar kemur
fram að SÍ mótmæli því ekki að
kostnaður við liðskiptaaðgerðir er-
lendis sé hærri en kostnaður hér á
landi. SÍ hafi aftur móti ekki heim-
ildir til að setja gjaldskrá nema
heilbrigðisráðherra setji reglugerð
og hann hafi ekki gert það.
Hafa ekki efni á að tapa heilsu
Hjálmar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir
að það sé horft mjög stíft í lagatext-
ann. „Það er ekki horft til almennr-
ar skynsemi heldur bara hvað lögin
segja sem er að það sé ákvörðun
ráðherra að setja reglugerð ef það
er ekki til samningur.“
Hjálmar átti fundi með Kristjáni
Þór Júlíussyni og Óttari Proppé
þegar þeir voru heilbrigðisráðherr-
ar og bíður þess nú að funda með
Svandísi Svavarsdóttur. Hann seg-
ist ekki sjá skynsemina í því að
senda sjúklinga til útlanda sem er
mun dýrari lausn en að gera að-
gerðina hjá Klíníkinni og skapi mik-
ið óhagræði.
Gerðar hafa verið 85 liðskiptaað-
gerðir hjá Klíníkinni frá því í febr-
úar í fyrra og ásóknin hefur verið
stigvaxandi. „Það er stór misskiln-
ingur að þetta sé efnaða fólkið sem
er að koma hingað í aðgerð, þetta er
fólk sem hefur ekki efni á því að
tapa meiri heilsu. Þetta er fólk sem
er orðið örvinglað yfir stöðu sinni
og getur ekki meira. Þetta eru þeir
sem þurfa mest á því að halda að
aðgerðin sé gerð sem fyrst en hafa
engin tök á því að fara út,“ segir
Hjálmar.
Hjálmar
Þorsteinsson
„Þjóðhagsráð var tilraun til þess að
fjalla um þessi mál í sáttafarvegi en
það er engin sátt,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, formaður Alþýðu-
sambands Íslands. ASÍ sendi frá sér
tilkynningu eftir fund miðstjórnar
sambandsins í gær þess efnis að
sambandið tæki ekki sæti í Þjóð-
hagsráði.
Ákvörðun um stofnun Þjóðhags-
ráðs var tekin árið 2015, m.a. að
frumkvæði ASÍ. „Við sáum þetta
fyrir okkur sem grundvöll að því að
skapa sátt í samfélaginu um jafn-
vægi á milli efnahagslegs veruleika
og félagslegs stöðugleika,“ segir
Gylfi.
„Við eigum í grundvallardeilu um
skiptingu verðmæta, forgangsröðun
ríkisfjármála, tekjujöfnun í gegnum
skattkerfi og tekjuöflun til þess að
geta þá veitt þá þjónustu sem við
teljum að landsmenn hafi þörf fyrir
og eigi rétt á. Það verður ekki rætt í
einhverju huggulegu samtali í Þjóð-
hagsráði, það gerum við í tengslum
við undirbúning að næstu kjara-
samningum.“
ASÍ ekki
með í Þjóð-
hagsráði
& Umræðan tekin í
tengslum við kom-
andi kjarasamninga
Fólk sem kom í Höfðaborg, hús Ríkisáttasemjara við Borgartún í Reykjavík,
í gær varð að smeygja sér þar í gegnum „fæðingarveginn“ sem ljósmæður
komu þar upp. Þetta gerðu ljósmæður til að vekja athygli á kjörum sínum, en
samningar stéttarinnar við ríkið losnuðu í ágúst á síðasta ári og hvorki hefur
gengið né rekið í kjaraviðræðum. Vill stéttin leiðréttingu á launum sínum,
enda hafi hún dregist aftur úr miðað við menntun og ábyrgð.
Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra var í gær afhentur listi með undir-
skriftum 5.800 manns sem hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við kjara-
baráttu ljósmæðra. „Það er mikill hugur meðal almennings. Fólki finnst rétt-
lætanlegt að við hækkum í launum við að bæta þessu við okkur, að við fáum
laun samkvæmt ábyrgð og menntun,“ sagði Steina Þórey Ragnarsdóttir,
varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands, við Morgunblaðið.
Farið um fæðingarveg ljósmæðra í Höfðaborg
Morgunblaðið/Eggert
Í úrskurðunum má lesa að kær-
endur hafa flestir verið sárkvaldir
og séð fram á langa bið eftir lið-
skiptaaðgerð á LSH áður en þeir
ákváðu að fara til Klíníkurinnar.
Það hafi bætt lífsgæði þeirra veru-
lega og gert það að verkum að
þeir komust fyrr út á vinnumark-
aðinn aftur. Flestir vísa til þess að
SÍ heimili þeim að fara í aðgerðir
erlendis og greiði þann kostnað
sem sé tölvert hærri en við að-
gerðina hjá Klíníkinni og þeir von-
ist því til að úrskurðarnefndin sýni
málinu skilning og hlutist til um
að SÍ greiði kostnaðinn.
Verulega
bætt lífsgæði
ÚRSKURÐIR