Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 86
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018FRÉTTIR SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) SKEL -2,94% 6,6 SIMINN +2,09% 4,39 S&P 500 NASDAQ -1,26% 7.388,016 -0,91% 2.727,1 -1,70% 7.042,06 FTSE 100 NIKKEI 225 22.9.‘17 22.9.‘1721.3.‘18 21.3.‘18 1.700 702.300 2.158,15 2.080,26 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 56,86 69,18 -1,94% 21.380,97 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 50 Skráðir bílaleigubílar hér á landi reyndust ríflega 19.800 í febrúar síð- astliðnum og hafði fjölgað um rúm 16% frá því í febrúar í fyrra. Stein- grímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að þessar tölur gefi afar skakka mynd af stöðunni á þess- um markaði í dag. „Þessar tölur eru í raun mjög vill- andi þar sem margar bílaleigur gripu til þess ráðs undir lok síðasta árs að kaupa inn fjölda bíla. Það gerðu þær vegna þess að um áramótin tóku gildi nýjar reglur um vörugjöld á bíla- leigubíla,“ segir Steingrímur. Hann segir erfitt að fullyrða um hvernig þróunin verði fram á árið en að hans tilfinning sé þó sú að fjöldi bílaleigubíla sem verði í notkun á árinu verði svipaður eða örlítið meiri en á síðasta ári. Ósennilegt sé að fjölga muni verulega í flotanum líkt og á síðustu árum. Í því sambandi sýna tölur Hagstofunnar að skráðum bílaleigubílum hér á landi hafði fjölg- að um 360% í ágúst síðastliðnum, samanborið við fjöldann í sama mán- uði 2011. Á milli áranna 2016 og 2017 fjölgaði í flotanum um 25%, sé miðað við fyrrnefndan ágústmánuð. Raun- ar hefur bílaleigubílum fjölgað um tæp 25% að meðaltali á hverju ári allt frá árinu 2011. Hörð samkeppni hefur áhrif Spurður út í ástæður þess að hann telji flotann munu standa í stað á árinu segir Steingrímur að versn- andi rekstrarumhverfi ráði þar mestu og að stórar bílaleigur hafi ákveðið að rifa seglin fyrir komandi ár. „Við höfum t.d. ákveðið að fjölga ekki í flotanum hjá okkur og teljum rétt að stíga varlega til jarðar fyrir þetta ár.“ Í sama streng tekur Þorsteinn Þorgeirsson, framkvæmdastjóri bif- reiðasviðs Avis. „Það verður að segjast eins og er að síðasta rekstrarár var almennt ekkert sérstaklega gott. Það var mikill slagur í verðum og á þeim tím- um ársins þegar minna er að gera reyndist talsvert offramboð á mark- aðnum. Þá sjá það auðvitað allir í hendi sér að það er orðið mjög dýrt að koma hingað til lands og sterk króna gerir okkur erfitt fyrir.“ Þorsteinn segir að Avis hyggist stíga varlega til jarðar á markaðnum í ár og að fyrirtækið hafi tekið mjög lítið inn af nýjum bílum fyrir áramót- in. Flotinn mun eldast á næstunni Steingrímur segir að Bílaleiga Akureyrar hyggist bregðast við breyttum aðstæðum á markaðnum með því að kaupa minna inn af nýjum bílum og að flotinn verði keyrður lengur en hingað til. „Núna er meðalaldur flotans um 1,5 ár en hann mun hækka á kom- andi misserum. Við höldum bílunum lengur í flotanum og tökum færri nýja inn. Ég geri ráð fyrir því að við kaupum 20% færri nýja bíla inn á þessu ári en við gerðum í fyrra.“ Þorsteinn segir að það stefni í að flotinn eldist enda geri versnandi af- koma fyrirtækjanna það að verkum að þau verði að leita leiða til að draga úr kostnaði. Sameiningar fram undan Þorsteinn segir að ástandið á markaðnum muni einnig hafa þau áhrif að bílaleigum muni fækka með sameiningum en í dag eru þær ríf- lega 140 talsins í landinu. „Ég tel það óumflýjanlegt. Margar þeirra eru af óhagkvæmri stærð og ég hef heyrt að í pípunum séu sam- einingar sem á í raun ekki að koma sérstaklega á óvart.“ Kaupa færri nýja bílaleigubíla í ár Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Harðari samkeppni og þyngri rekstur veldur því að bílaleigurnar skipta margar um kúrs á nýju ári og kaupa minna inn af nýjum bílum. Ljósmynd/Víkurfréttir Leiguflotinn stækkar ekki mikið í ár. Fjöldi skráðra bílaleigubíla á Íslandi 2011-2018 25 20 15 10 5 0 þúsund 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 4.603 25.748 6.938 19.851 Febrúar Ágúst Heimild: Hagstofa Íslands JARÐHITAVEITUR Arctic Green Energy og Sinopec Green Energy Geothermal hafa tryggt sér fjármögnun upp á 250 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 25 milljarða króna, frá Þróunar- banka Asíu til áframhaldandi stækkunar á verkefnum í Kína sem snúa að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við kol, olíu og gas til húshitunar og loft- kælingar. Skrifað var undir samstarfs- samning í Gamla bíói í gær. Þar kom fram að um sé að ræða stærstu fjárfestingu Íslendinga í Kína og að yfirlýst markmið beggja aðila sé að draga úr loft- mengun og losun gróðurhúsa- lofttegunda. Arctic Green Energy er íslenskt félag sem stofnað var til að þróa og reka umhverfisvænar jarðhitaveitur í Asíu með íslensku hugviti og þekkingu. Sinopec Green Energy var stofnað árið 2006 og er í eigu Arctic Green Energy og kínverska félagsins Sinopec sem er þriðja stærsta fyrirtæki heims. SGE er stærsta jarðhitaveita heims með 328 hitaveitustöðvar í um 40 borg- um og sýslum í Kína. tfh@mbl.is Afla 25 milljarða fyrir uppbyggingu í Kína Morgunblaðið/Hari Í samningnum felst stærsta fjárfesting Íslendinga í Kína. FERÐAÞJÓNUSTA Bjarnheiður Hallsdóttir, fram- kvæmdastjóri Katla DMI, er nýr formaður Samtaka ferðaþjónust- unnar. Þetta var tilkynnt á aðalfundi SAF í gær. Tekur hún við embætt- inu af Grími Sæmundsen sem verið hefur formaður samtakanna í fjögur ár. Hann gaf ekki kost á sér til end- urkjörs. Í formannskjörinu atti hún kappi við tvo mótframbjóðendur, þá Þóri Garðarsson, framkvæmdastjóra Gray Line, og Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra bílaleigunnar Geysis. Áður hafði Róbert Guðfinns- son dregið framboð sitt til baka. Gríðarlega mjótt var á munum. Af um 70 þúsund greiddum atkvæðum munaði aðeins 72 atkvæðum á Bjarnheiði og Þóri. Þannig hlaut hún 44,72% greiddra atkvæða en Þórir 44,62%. Margeir hlaut 10,65%. Ásamt Bjarnheiði voru kjörin í stjórn þau Hall- dóra Gyða Matt- híasdóttir Proppé, rekstr- arstjóri sölu- og markaðssviðs Kynnisferða, Ívar Ingimarsson, framkvæmdastjóri Óseyrar, Ólöf R. Einarsdóttir, eig- andi Mountaineers of Iceland, og Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. Fyrir eiga sæti í stjórninni þau Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Icelandair Group, og Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson Blu Hótels Sögu. Mjótt á munum í for- mannskosningu SAF Bjarnheiður Hallsdóttir VÖRUDREIFING „Það er ófremdarástand hvað varðar vörudreifingu til veitingahúsa og hótela í miðbænum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Það hefur leitt til þess að fyrirtæki taka á sig tugi, jafnvel hundruð þúsunda króna á ári í sektir vegna stöðubrota. Það er því miður engin önnur leið til að þjón- usta suma viðskiptavini.“ Félag atvinnurekenda og Klúbbur matreiðslumeistara munu funda með Hjálmari Sveinssyni, formanni um- hverfis- og skipulagsráðs, í dag vegna málsins. Að sögn Ólafs er vörudreifing orðin æ erfiðari eftir að veitingastöðum og hótelum fjölgaði í miðbænum. „Við vitum ekki hve margir veitinga- staðir eru í miðbænum en Rannsókn- arsetur verslunar lét telja þá árið 2016 og þá voru þeir 177 og hafði fjölgað um 69% frá árinu 1999. Sama ár reiknaði atvinnuþróunarsvið Reykjavíkurborgar með því að veit- ingastöðum gæti fjölgað um 50-70 á árunum 2016-2020. Því mati hafa ekki fylgt aðgerðir skipulagssviðs borg- arinnar til að hægt sé að greiða fyrir þjónustu fyrir þennan vaxandi geira,“ segir Ólafur. Félag atvinnurekenda leggur til að reglur um tímabil vörudreifingar, stærð og gerð bifreiða verði sam- ræmdar því sem gerist í miðborgum í nágrannalöndum okkar. Skoðað verði að koma á fót sérstökum stæðum sem bifreiðar dreifingaraðila gætu nýtt. Hluti af lausninni gæti verið að sam- nýta rútustæði. Auk þess sem fram- kvæmd Bílastæðasjóðs á eftirliti með stöðubrotum verði skoðuð og bifreið- ar dreifingaraðila mögulega merktar til að fá aukið svigrúm varðandi bif- reiðastöður. Æ erfiðara að dreifa vörum á veitingastaði í miðbænum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.