Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 65
settur fengum við fréttir af því að
þú værir með illkynja krabbamein.
Ég ætla ekki að reyna lýsa því
hvað fór í gegnum huga mér á
þeirri stundu, en eitt er víst að mér
finnst lífið ekki alltaf réttlátt. Ég
minnist þess þegar þú komst ung-
ur inn í stórfjölskylduna okkar, ég
var þá á gelgjunni, 14 ára gömul,
þú varst alltaf svo almennilegur og
hlæjandi þegar ég var að reyna að
hanga yfir ykkur Möttu. Mér
fannst svo spennandi að stóra syst-
ir væri heima með kærasta og ég
efast ekki um að ég hafi verið svo-
lítið uppáþrengjandi þó að þið gæf-
uð það aldrei í skyn. Þetta var bara
svo spennandi.
Árið 2004 buðuð þið Matta og
Raggi bróðir ásamt fjölskyldum
ykkar mér og Ragnari syni mínum
með til Mallorka. Við vorum rosa
spennt fyrir sólinni og til að nýta
ferðina suður var búið að panta
sneið- og lungnamyndatöku fyrir
mig í Domus Medica daginn sem
við áttum að fljúga út. Þegar leið á
daginn breyttist spenningurinn í
kvíða þegar kom í ljós að ég var
með æxli í vinstra lunga og með þá
niðurstöðu var flogið í fríið. Mig
langar að segja þessa sögu sem
dæmi um hversu þétt þið Matta
stóðuð við bakið á mér og þið sögð-
uð strax að ef illa færi mynduð þið
taka Ragnar að ykkur og aðstoða
Gumma sem var þá í atvinnu-
mennsku í fótbolta í Svíþjóð. Fyrir
þessi orð er ég ævinlega þakklát.
Eins vil ég þakka þér, elsku mágur
fyrir heimsóknir þínar og fjöl-
skyldunnar til mín þegar ég bjó í
Svíþjóð, ef þú komst ekki þá sendir
þú Möttu og krakkana, þá var oft
glatt á hjalla.
Þín er sárt saknað, hvíl í friði,
elsku mágur.
Elsku Matta, Hilmar, Sonja,
Símon, Freyja, Arnrún, Sonja og
Steinunn, megi guð styrkja ykkur í
þessari sorg.
Guðný Harpa Óladóttir.
Elsku Benni, það er með óbæri-
legum sársauka sem ég skrifa
þessi orð, en um leið miklu þakk-
læti fyrir allar þær minningar sem
streyma fram.
Frá því að ég kom inn í fjöl-
skylduna höfum við alltaf verið
miklir vinir. Kannski af því að við
erum lík að mörgu leyti, bæði í
nautsmerkinu og fannst ekki
slæmt að gera vel við okkur í mat
og drykk. Þau voru ófá skiptin sem
við skáluðum fyrir góðum mat og
frábærum félagsskap víðsvegar
um heiminn.
Það var alltaf gott að koma til
ykkar á Eskifjörð, ýmislegt brallað
og oft setið fram á rauða nótt að
spjalla um heima og geima og
plana næstu ævintýri með ferða-
félaginu Húllum hæ.
Það var svo árið 2014 sem við
fengum ykkur til okkar í Mos-
fellsbæinn. Það var gott að geta
rölt til ykkar í kaffibolla og spjall.
Þau voru ófá skiptin sem þú kíktir
við með eskfirskan harðfiskpoka í
vasanum handa Skottu vinkonu
þinni, já það erum ekki bara við
mannfólkið sem eigum eftir að
sakna þín.
Kæri vinur, þú varst einstakur
karakter, brosmildur, jákvæður og
hugmyndaríkur. Þín verður sárt
saknað.
Elsku Matta mín og Sonja, Sím-
on og Arnrún, Hilmar, Freyja,
Sonja Salín og Steinunn Matthild-
ur, ykkar missir er mikill. Minn-
ingin um góðan eiginmann, pabba,
afa og vin lifir í hjörtum okkar alla
tíð.
Hvíl í friði, elsku vinur og takk
fyrir allt.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir.
Ef maður er heppinn kemst
maður einstaka sinnum í tæri við
manneskju sem bætir líf manns til
muna. Benni Hilmars var ein af
þeim. Maður sem bætti tilveruna.
Lærimeistari. Vinur. Hann hjálp-
aði mér að sjá og skilja heiminn á
annan hátt, og fyrir vikið er ég
mjög þakklátur.
Ein elsta minning mín um
Benna er í bílskúrnum okkar í
Fífubarðinu þar sem hann og
pabbi bjuggu til tvíhjól handa mér
og Hilmari. Tvö BMX-hjól urðu að
einu. Endalaust gaman. Þetta hjól
er fínasta myndlíking því það má
segja að við höfum verið soðnir
saman allar götur síðan.
Eins og ég sagði er ég gríðar-
lega þakklátur fyrir að hafa kynnst
Benna. Hann er mikið í mér.
Vöðvaminnið í mér man eftir hon-
um næst þegar ég tek upp hamar
eða borvél, bragðlaukarnir næst
þegar ég grilla marineruð lamba-
spjót, hugurinn næst er ég reikna
efniskostnað og hjartað næst þeg-
ar ég rétti fram hjálparhönd.
Hann grínaðist stundum með
það – þegar einhver spýtan féll
ekki rétt – að það væri ekki hægt
að dæma verkið út frá einni spýtu;
það þyrfti að horfa á þetta í heild
sinni. Ein eða fleiri skakkar spýtur
skipta ekki endilega miklu máli í
stóra samhenginu. Þennan visku-
mola frá Benna er hægt að yfir-
færa á margt annað í lífinu. Það er
alla jafna best að velta sér ekki upp
úr litlu hlutunum, því þeir blinda
mann oft við að sjá stóru myndina.
Benni var einn af þeim fyrstu
sem kenndu mér að meta fínni
hlutina í lífinu. Þegar kom að mat
og drykk var hann fagurkeri með
fágað yfirbragð. Smekkmaður. En
þegar ég hugsa til baka um Benna
verð ég að segja að ég held að einn
af hans bestu hæfileikum hafi verið
hvað hann var góður sögumaður.
Og þrátt fyrir að hann segði góðar
sögur og margar – þetta hljómar
kannski eins og lygasaga – en ég
held að ég hafi aldrei heyrt hann
segja sömu söguna tvisvar. Vel
gert, Benni, vel gert.
Af fáum göllum og mörgum
kostum er höfuðdyggð líklegast já-
kvæðnin. Það var mjög gott að
vera í kringum hann. Hann hafði
jákvæða nærveru sem smitaði frá
sér og oftast tók hann nýjum hug-
myndum með opnum örmum. Ein-
hvern tímann sagði hann mér að
hann skildi ekki hvers vegna börn
hændust svona að honum. Ég veit
alveg út af hverju það var; það var
brosið hans.
Elsku vinur, hafðu það sem allra
best handan við móðuna miklu. Og
þegar kallið kemur. Þá svara ég:
„Jawohl, mein General.“
Heiðar Högni Guðnason.
Þessi hörmulega fregn af
skyndilegu fráfalli vinar og sam-
starfsfélaga hryggir óumræðilega.
Sú runa veikinda og áfalla sem
þú máttir þola á örskömmum tíma
er allt að því súrrealísk.
Nokkrum dögum fyrr höfðum
við setið í skrifstofum Eyktar sem
oftar og skipulagt komandi vinnu
og samstarfsverkefni. Ekkert á
þeim tíma benti til þess sem í
vændum var, a.m.k. ekkert sem þú
barst utan á þér.
Má kannski segja að hér sé þér
vel lýst. Enginn harmur borinn á
torg, hvorki um þig sjálfan né
vinnutengd verkefni. Ætíð horft
fram á við af yfirvegun og með
lausnir í huga.
Alltaf mátti stóla á að þegar leit-
að var til þín með aðstoð þá var hún
auðfengin.
Minnisstætt er mér fyrir nokkr-
um árum þegar innspýtingu þurfti
í flókið verkefni úti á landi, þá voru
margir kallaðir til en fáir tiltækir.
Ekki var spurning hvort þú kæm-
ir, heldur hversu marga þú tækir
með þér. Þar fóru synir þínir fyrir
verkum svo sómi var að.
Þín verður sárt saknað í kom-
andi verkefnum og skrítið verður
að minnast á Fjarðaverk án þess
að á undan fylgi Benni í Fjarða-
verki.
Kæri vinur, þakka fyrir frábæra
viðkynningu. Það voru forréttindi
að fá að kynnast og starfa með þér.
Okkar dýpstu samúðarkveðjur
til fjölskyldu, vina og vandamanna.
F.h. Eyktar ehf.,
Pétur Fannar Sævarsson.
MINNINGAR 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
✝ MargrétMagnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
24. ágúst 1936. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Mörk 13.
mars 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Einarsson, f. 25.
desember 1912, d.
4. september 1985,
og eiginkona hans
Dagbjört Eiríksdóttir, f. 20. júlí
1914, d. 8. maí 1977. Systkini
Margrétar eru Jón, f. 1934,
Erla, f. 1935, Þráinn, f. 1938,
Magnea, f. 1940, Páll, f. 1946, og
Eðvald, f. 1954. Magnea er sú
eina af systkinahópnum sem er
enn á lífi.
Þann 22. nóvember 1969 gift-
ist Margrét Kristjáni Einars-
syni, f. 4. janúar 1935, d. 26. jan-
úar 2003. Foreldrar hans voru
Einar Tómasson og Ragnhildur
Jónsdóttir.
Börn Margrétar og Kristjáns
eru: 1) Gunnar Örn mat-
reiðslumeistari, f. 4. júlí 1958.
Synir hans eru
Kristján Már, f.
1986, Gísli Þór, f.
1992, og Ólafur f.
1999. 2) Ragnhildur
Margrét, f. 10.
ágúst 1967, gift
Hannesi Richards-
syni viðskiptafræð-
ingi. Börn þeirra
eru Gunnur Ýr, f.
og d. 13. mars 1991,
Fannar Freyr, f.
1993, Richard Rafn, f. 2000, og
Margrét Mist, f. 2002.
Margrét ólst upp í Reykjavík.
Hún vann við ýmis störf, lengst
af í Smjörlíkisgerðinni, Hæsta-
rétti og versluninni Víði í
Austurstræti. Árið 1998 keypti
Margrét ásamt eiginmanni sín-
um söluturninn Hallann, Lauf-
ásvegi 2, og rak hún og starfaði
við söluturninn til ársins 2006,
eða til sjötugsaldurs, fyrstu árin
með eiginmanni sínum Kristjáni
en síðustu þrjú árin ein.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 22. mars 2018,
klukkan 15.
„Þú skrifar minningargrein
um mig þegar ég dey“ sagði Mar-
grét við mig fyrir löngu. Þar sem
hún var hvorki frek né stjórnsöm
þá játti ég. Hún ítrekaði þetta í
nokkur skipti en þegar hún var
sannfærð um að á milli okkar
væri heiðurssamkomulag um
þetta minntist hún aldrei á það
framar. Þannig var Margrét,
hreinskiptin, án frekju eða dóna-
skapar, treysti þeim sem trausts-
ins voru verðir og undraðist mjög
ef fólk brást.
Margrét var móðir barnsföður
míns og tók ekki annað í mál en
að kynnast sonarsyni sínum. Hún
sótti það líka fast að kynnast
mér. Smátt og smátt byggðum
við upp vináttu og ég áttaði mig
fljótlega á því að Margrét leyndi
á sér. Þótt hún hefði litla skóla-
göngu og enn minna af góðri
reynslu af skólum hafði hún til að
bera skynsemi og eðlisgreind. Af
frásögnum hennar af æsku sinni
var augljóst að hún ólst upp við
fátækt og skort og aldrei varð
hún Margrét rík af öðru en um-
hyggju fyrir sínum. Það ríki-
dæmi nægði henni.
Í þeim harða heimi sem hún
ólst upp í um og í kringum stríð
hefði hún eflaust verið talin
„aumingjagóð“ en nú á tímum
heitir slíkt hjartahlýja. Hún vildi
öllum vel, nema náttúrulega
þeim sem brugðust hennar fólki
því aldrei mátti orði halla á af-
komendur Margrétar í hennar
eyru, þá gat hún breyst úr
hjartahlýrri konu í tannhvassa
tengdamóður.
Hún ræktaði sambandið við
sonarson sinn vel og bauð mér
ætíð með um stórhátíðir. Það var
aldrei til umræðu annað en að ég
mætti þó svo að ég ætti ekki í
sambandi við son hennar. Ég
gladdist mjög yfir að sonur minni
fengi að kynnast þessari ömmu
sinni, hreinskiptri, látlausri,
skemmtilegri og velviljaðri. Ég
þakka góð kynni sem hafa auðg-
að líf mitt.
Ásdís Bergþórsdóttir.
Fyrir tæpum 35 árum varð ég
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn-
ast Möggu og Kidda. Þá höfðum
ég og Gunni sonur þeirra verið að
draga okkur saman um nokkurt
skeið og Möggu fannst kominn
tími á að berja stúlkuna augum
og bauð sér því í heimsókn. Frá
þeim tíma átti eftir að ríkja á
milli okkar mikill og góður vin-
skapur.
Magga ólst upp í Bjarnaborg-
inni, sú þriðja í hópi sjö systkina.
Tæplega 22 ára að aldri eignaðist
hún Gunnar Örn og fyrstu árin
bjuggu þau mæðginin tvö saman
undir kvisti í Bjarnaborginni.
Kristjáni Einarssyni, eða Kidda,
kynntist hún svo nokkrum árum
síðar og hófu þau búskap fljót-
lega upp úr því. Ragnhildur Mar-
grét bættist svo í hópinn árið
1967 og 1970 fluttu þau í Þóru-
fellið.
Þegar árin með Möggu og
Kidda eru rifjuð upp er ekki
hægt annað en að minnast heim-
sóknanna í Þórufellið. Magga og
Kiddi voru með eindæmum gest-
risin, sem sýndi sig í því að oft
var þéttsetinn bekkurinn á heim-
ilinu. Systkini Möggu voru þar
tíðir gestir og þá sérstaklega
yngsti bróðirinn hann Eðvald,
eða Elli, sem átti alltaf vísan
næturstað í Þórufellinu þó að
plássið væri ekki mikið. Kiddi
var kokkur mikill og hafði yndi af
að laða fram stórsteikur. Það var
líka svo einstakt með pottana í
Þórufellinu að í þeim var alltaf
nægur matur fyrir alla þá sem
áttu leið hjá.
Leiðir okkar Gunna skildu
fljótlega en tengdafjölskylduna
var ég svo heppin að eiga áfram.
Á þeim árum sem við Kristján
Már bjuggum hjá mömmu og
pabba í Skaftahlíðinni kom Kiddi
ófáar ferðirnar færandi hendi til
mömmu og pabba með fullar
hendur matar til að létta undir
með þeim. Á milli foreldra minna
og Möggu og Kidda myndaðist
góður vinskapur og höfðu
mamma og Kiddi einstaklega
gaman af að ræða landsmálin og
pólitík.
Alltaf voru Magga og Kiddi til
í að passa og ekki leiddist Krist-
jáni að fara í pössun í Þórufellið,
þar vafði hann ömmu og afa um
fingur sér og fékk þar ýmsu
framgengt sem hann hefði aldrei
fengið heima hjá sér.
Árið 1998 ákváðu Magga og
Kiddi að fara út í eigin atvinnu-
rekstur og keyptu söluturninn
Hallann við Bókhlöðustig. Þar
stóðu þau samhliða vaktina
næstu árin. Kiddi missti heilsuna
á þessum árum, en vann þó í
Hallanum allt til dauðadags.
Það kom engum á óvart sem
þekktu til Kidda og Möggu að á
örskömmum tíma í Hallanum
höfðu þau eignast aragrúa nýrra
vina, en það voru krakkarnir í
MR sem flykktust í Hallann í frí-
mínútum og keyptu sér „peppó
og kók“.
Magga lét fátt stoppa sig í því
sem hún ætlaði sér. Gott dæmi
um það er að eftir að Kiddi féll
frá hélt hún ótrauð áfram rekstr-
inum á Hallanum í nokkur ár.
Hún var ekkert að víla það sér-
staklega fyrir sér, heldur keypti
sér lítinn bíl og brunaði síðan
allra sinna ferða. Það eru ófáar
skemmtisögurnar af þeim túrum,
t.d. þegar sú gamla brunaði gal-
vösk á móti umferð.
Fyrir utan þá góðmennsku og
væntumþykju sem Magga sýndi
mér og mínum hafði hún þann
skemmtilega eiginleika að hún
tók sjálfa sig aldrei neitt sérlega
hátíðlega og enginn hló hærra að
eigin skakkaföllum en hún. Þessu
einstaka viðhorfi hélt hún alla tíð.
Frá því í desember 2016 dvaldi
Magga á hjartadeild Landspítal-
ans, Landakotsspítala, Vífilsstöð-
um og á hjúkrunarheimilinu
Mörk, þar sem hún andaðist 13.
mars síðastliðinn. Starfsfólki
þessara stofnana er þakkaður
hlýhugur og góðsemi í garð
Möggu.
Að lokum vil ég segja: Magga
tengdó, takk fyrir allt og allt.
Meira: mbl.is/minningar
Ragna S. Óskarsdóttir.
Tildrög þess að við Margrét
kynntumst voru þau að við eign-
uðumst sameiginlega barnabarn;
dóttursonur minn var sonarson-
ur hennar. Ég velti því fyrir mér
nokkuð lengi hvort það væri í
raun eðlilegt að ömmurnar
þekktust ekki. Spurðist reyndar
fyrir um það og fékk þau svör að
á því væri nú allur gangur og alls
engin nauðsyn. Mér fannst eigin-
lega alveg ótækt að þekkja ekki
til þess fólks sem drengurinn
væri hluti af. Hvenær ég lét svo
til skarar skríða man ég ekki ná-
kvæmlega en lét slag standa og
fékk Margréti til að hitta mig á
kaffihúsi. Þetta varð svo upphaf-
ið að áralöngum vinskap okkar.
Við höfðum þann háttinn á að
hittast hálfsmánaðarlega og
drekka saman sunnudagskaffi,
lengi vel í Perlunni, sem gerði
okkur auðvitað að Perluvinkon-
um og síðar fórum við á Kaffi-
vagninn úti á Granda. Sjálfsagt
höfum við báðar kviðið þessum
fyrsta fundi okkar, en það var
ástæðulaust. Við náðum strax
nokkuð vel saman og nutum
þessara stunda. Ég notaði alltaf
skírnarnafn hennar, Margrét,
sem mér þykir mjög fallegt, þótt
gamlir vinir og félagar kölluðu
hana ýmist Systu eða Möggu.
Nafnið Margrét þýðir reyndar
perla. Eftir því sem við kynnt-
umst betur uppgötvaði ég ýmsa
eftirsóknarverða eiginleika hjá
Margréti. Hún var mikil fé-
lagsvera og laðaði að sér fólk,
kannski vegna þess að hún var í
eðli sínu svo glaðlynd. Þá var hún
líka bæði hreinskiptin og einlæg.
Allir þessir góðu eiginleikar
hennar komu sér vel þegar heils-
an fór að bila. Aldrei leit hún þó á
sig sem sjúkling og sýndi mikið
úthald og dugnað við erfiðar að-
stæður. Ég lærði mikið af henni.
Nú er hún farin og mikið verður
þá lífið fátæklegra. Hún er kvödd
með miklum söknuði.
Dóra Jakobsdóttir
Guðjohnsen.
Þriðjudagskvöldið 13. mars
kvaddi góð vinkona mín á hjúkr-
unarheimilinu Mörk í faðmi fjöl-
skyldu sinnar og vinkvenna eftir
langvarandi veikindi.
Elsku Magga mín, nú á ég í
erfiðleikum með að byrja. Leiðir
okkar lágu saman þegar ég flutti
upp í Breiðholt í Þórufell 12. Ég
var ákveðin í að eignast ekki vin-
konu í stigaganginum en það
þurfti ekki nema þrjú skipti hjá
þér, þú hringdir bjöllunni og ég
opnaði og þú sagðir: „Hæ á ekki
að hleypa manni inn?“ Margs er
að minnast, eins og þegar þú
varst að fara að skemmta þér, þá
komstu upp til mín í nýjum kjól
og sagðir: „Hvernig finnst þér?“
Þú varst alltaf svo fín. Ég á eftir
að sakna tryggðar þinnar og
væntumþykju sem aldrei bar
skugga á. Þó að oft liði langur
tími milli símtala eða samveru-
stunda var alltaf eins og við hefð-
um hist á hverjum degi og
þráðurinn bara tekinn upp þar
sem frá var horfið. Ég þakka fyr-
ir allar góðu minningarnar sem
munu ylja mér um ókomna tíð.
Megi allir góðir vættir geyma
þig, Magga mín.
Elsku Ragnhildur og fjöl-
skylda, Gunnar og synir og aðrir
aðstandendur, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð.
Þín vinkona
Ragna.
Elsku amma.
Þú varst okkur svo undur góð.
Ég ákvað að yrkja þetta ljóð.
Ég vil þakka fyrir samveruna þína,
endilega komdu í drauma mína.
Nú veit ég alltaf hvar þú ert,
ég einungis lít upp til himna.
Þá sé ég björtustu stjörnuna,
það ert þú að horfa niður.
Nú minnumst við þín með sögum,
hlæjum og grátum með látum.
Þú varst vinkona allra, smárra, stórra,
ríkra og fátækra.
En núna muntu eignast enn
fleiri vini
og við munum passa að segja
öllum hvað þú varst falleg í alla
staði.
Hafðu nú gaman að dansa með
afa í skýjunum.
Guðrún Ástrós
Bergsveinsdóttir.
Margrét
Magnúsdóttir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST •REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Minningargreinar