Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 64

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 ✝ Benedikt JónHilmarsson fæddist á Akureyri 21. maí 1957. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 15. mars 2018. Foreldrar hans eru Guðrún Ingv- eldur Benedikts- dóttir frá Akur- eyri, f. 12. ágúst 1935, og Hilmar Símonarson frá Grímsey, f. 15. ágúst 1931. Seinni maður Guðrúnar var Stefán Kristmar Arnþórsson frá Akureyri, f. 14. desember 1929. Systkini Benedikts eru Jór- unn Jónína Hilmarsdóttir, f. 9. september 1958, maki Ólafur eyri, f. 13. maí 1936. Börn Benedikts og Matt- hildar eru: Hilmar Benedikts- son, f. 4. nóvember 1980, maki Freyja Rúnarsdóttir, f. 25. nóvember 1989. Þau eiga tvö börn, sem eru Sonja Salín, f. 23. mars 2012, og Steinunn Matthildur, f. 25. mars 2014. Sonja Björk Benediktsdóttir, f. 2. desember 1987, og Símon Jóhann Benediktsson, f. 13. ágúst 1990, maki Arnrún Lea Einarsdóttir, f. 17. nóvember 1988. Benedikt ólst upp á Dalvík og árið 1975 fór hann á vertíð til Eskifjarðar, kynntist þar Matthildi og settist þar að. Þau fluttu svo í Mosfellsbæ ár- ið 2014 og hafa búið þar síð- an. Benedikt lærði hús- gagnasmíði í Iðnskólanum á Akureyri. Ásamt smíðum stundaði hann einnig sjóinn í 10 ár. Útför Benedikts fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 22. mars 2018, kl. 13. Schram; Símon Jó- hann Hilmarsson, f. 31. maí 1960, d. 17. júní 1978; Sig- tryggur Hilmars- son, f. 4. desember 1964, maki Guð- finna Árnadóttir; Stefán Hilmarsson, f. 12. desember 1966, maki Kristín Arngrímsdóttir og Arna Stefáns- dóttir, f. 23. mars 1974, maki Bjarni Valdimarsson. Benedikt kvæntist Matthildi Óladóttur, f. á Eskifirði 17. ágúst 1959, 4. maí 1996. For- eldrar hennar eru Bára Guð- mundsdóttir frá Eskifirði, f. 3. september 1936, og Óli Foss- berg Guðmundsson frá Akur- Elsku Benni minn, það er sárt að þurfa að kveðja þig, það átti enginn von á þessu, enginn fyrir- vari. Minningarnar streyma fram. Við vorum ung þegar við hittumst, ég á sextánda ári og þú átjánda. Þú og nokkrir vinir þínir frá Dalvík ákváðu að fara á vertíð austur á Eskifjörð. Ég hafði strax augastað á þér og að ná í þig sem tókst fljót- lega. Við tók mikil vinna og mikið fjör. Vinirnir fóru svo heim, en við bjuggum heima hjá mömmu og pabba í nokkra mánuði og fórum svo að búa. Þú ákvaðst svo að læra smiðinn, fluttum við þá til Akur- eyrar. Þegar þú varst búinn að læra vorum við búin að eignast frumburðinn okkar hann Hilmar, þá langaði mig heim í faðm fjöl- skyldunnar. Þú fórst að vinna við smíðar, svo á sjóinn og varst þar í 10 ár en smíðarnar toguðu alltaf í þig, sem varð til þess að þú hættir alfarið á sjónum. Við eigum þrjú yndisleg börn og tvö barnabörn sem við lifðum fyrir og gáfu okkur svo mikið. Þið áttuð ykkar stundir saman, á hverjum laugardegi fórstu með þær í bakaríið og í ís- búðina. Þegar sú eldri vissi að þú værir farinn var fyrsta spurningin: Hver fer þá með okkur í bakaríið? Svo féllu tár. Þú hugsaðir mikið til þeirra og barnanna okkar þegar þú vissir hvert stefndi, þér var um- hugað um að við hefðum það gott, hugsaðir alltaf um alla á undan sjálfum þér. Ég hef aldrei kynnst eins jákvæðum manni og ótrúlega geðgóðum og þér. Við eigum margar góðar minn- ingar, ferðalög erlendis voru mikið áhugamál. Vorum við búin að fara víða og áttum yndisleg jól og ára- mót í Mexíkó síðustu jól. Síðasta ferðin þín var árleg fótboltaferð til London með sonum okkar að sjá liðið þitt, Arsenal, spila. Eins hafð- ir þú mikinn áhuga á tónlist, varst mikil félagsvera og vildir alltaf hafa eitthvað á prjónunum. Þú gekkst í Lionsklúbb Eskifjarðar og hafðir gaman af þeim fé- lagsskap. Einnig gekkst þú í Lionsklúbbinn í Grafarvogi þegar við fluttum suður. Elsku ástin mín, það verður erf- itt að vera án þín. Við vorum búin að plana allt annað, en ég lofaði þér að vera sterk. Hvíldu í friði, elsku Benni minn. Matthildur Óladóttir. Elsku besti pabbi minn, ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur. Þetta gerðist allt of snöggt og ég er enn að átta mig á þessu. Við áttum eftir að gera svo margt saman og þú varst með svo margt á prjón- unum. Eitt af sameiginlegum áhuga- málum okkar voru ferðalög og eig- um við ófáar minningar af þeim, núna síðast fórum við til Mexíkó yfir jól og áramót. Þú varst svo mikill húmoristi og alltaf svo gam- an að vera í kringum þig. Það sem við hlógum og skemmtum okkur vel, þetta var ein besta ferð sem ég hef farið í. Ég er svo þakklát fyrir allar þessar yndislegu ferðir sem við fórum í saman. Þú varst besti pabbi í heimi, ég var svo mikil pabbastelpa og við áttum svo náið og gott, einstakt samband. Þú gerðir allt fyrir mig og ég gat alltaf leitað til þín með hvað sem er. Ég var svo heppin með þig. Það var alltaf svo gott að vera í kringum þig, þú varst alltaf hress og kátur, aldrei fúll. Ég skildi ekki hvernig hægt var að vera alltaf í svona góðu skapi. Ég hef aldrei kynnst svona geðgóðum og já- kvæðum manni, hjúkrunarkonurn- ar á spítalanum töluðu mikið um það. Það verður svo tómlegt án þín, þú hélst uppi fjörinu og varst svo duglegur að drífa okkur áfram í hlutina. Ég sakna þín svo mikið og það er erfitt að hugsa sér lífið án þín. En ég held fast í allar góðu minn- ingarnar okkar og þú verður alltaf í hjarta mínu. Þín, Sonja Björk Benediktsdóttir. Faðir minn var einstakur, örlát- ur og alltaf léttur í lund. Ég hef alla mína tíð unnið með honum, það eru forréttindi að fá að vinna með föð- ur sínum og feta í hans fótspor. Hann er mín fyrirmynd. Hann hvatti mig til dáða þegar ég byrjaði í námi sem húsasmíðameistari og brosti sínu breiðasta við útskrift okkar bræðra sólríkan dag í maí í fyrra. Ég veit að hann var stoltur af mér. Eftir því sem ég varð eldri urð- um við pabbi meira vinir en faðir og sonur, hann var einn af mínum bestu vinum og ég vissi að ég gat alltaf leitað til hans. Ég er þakklátur fyrir allar stundirnar og utanlandsferðirnar, þá sérstaklega fótboltaferðirnar sem við feðgar áttum saman. Hvíldu í friði, pabbi minn. Símon Jóhann Benediktsson. Elsku besti pabbi. Ekki hefði ég getað ímyndað mér það fyrir þremur vikum þegar við lögðum af stað til London í okkar árlegu feðgaferð, að ég sæti hér og væri að rita þessi kveðjuorð. Þú varst mér mikil og góð fyrirmynd og er mér efst í huga þakklæti fyrir þann vinskap sem við feðgar áttum. Okkur leiddist aldrei saman, hvort sem það var í vinnu, heima með stelpunum okkar eða í utanlands- ferðum og hjá þér var alltaf stutt í húmorinn. Þú varst einstaklega já- kvæður og var alltaf gott að leita til þín og spjalla um lífið og tilveruna. Þú varst harður af þér, kannski má segja að það hafi stundum gengið of langt og ætli það lýsi þrautseigju þinni ekki best þegar þú flísalagðir með mér eldhúsið í Langadal, þá hálsbrotinn. Þá í þessum snörpu og erfiðu veikindum var þér efst í huga að ég og Símon myndum hugsa um mömmu og Sonju Björk systur og svo minntir þú okkur á að við yrðum að halda í gleðina. Ég lofa að gera mitt og standa við það. Minning þín lifir í hjarta mínu. Við sjáumst seinna, elsku pabbi. Þinn sonur, Hilmar Benediktsson. Benni tók á móti mér opnum örmum frá fyrsta degi, alltaf var ég velkomin í hópinn ykkar. Hann var örlátur, glaðlyndur og fyndinn. Ég minnist þess þegar hann heimsótti okkur til Reykjavíkur og við fengum okkur sushi og þegar við skemmtum okkur saman á sjó- mannadaginn á Eskifirði. Þegar kom að því að festa kaup á okkar fyrstu íbúð hafði ég Benna mér til halds og traust, Símon var í Vestmannaeyjum að vinna, svo Benni aðstoðaði mig við valið. Ég treysti honum fullkomlega og mér leið alltaf vel í kringum hann, hann hafði svo góða nærveru. Það eru forréttindi að hafa feng- ið að kynnast Benna og ég mun geyma allar minningarnar á góð- um stað í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku tengda- pabbi. Arnrún Lea Einarsdóttir. Í dag kveðjum við elsku mág minn eftir stutt en erfið veikindi, söknuðurinn er mikill og sárt að sjá á eftir þér, elsku Benni minn. Hann Benni var alltaf svo góður við mig, þegar hann var að læra smíðar á Akureyri þá smíðaði hann handa mér fallegt rúm og bekk sem var dótakassi. Ég man hvað ég var ofboðslega ánægð með þessa gjöf frá þér, elsku Benni. Þegar Davíð maðurinn minn flutti austur á Eskifjörð til mín, þá tókst þú honum opnum örmum og réðir hann til þín í vinnu. Þar lærði hann margt af þér sem nýttist honum vel þegar við fórum að innrétta húsið okkar. Alltaf var hægt að leita til þín og fá ráð. Ekki létuð þið Matta ykkar eftir liggja að hjálpa okkur að koma húsinu í stand og verð ég þér ævinlega þakklát fyrir það. Spánarferðirnar sem við fórum með fjölskyldum okkar til Alicante og Costa Brava voru svo skemmti- legar þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar. Við gerðum mjög vel við okkur í mat og drykk og nutum samverunnar með ykkur. Mikið saknaði ég ykkar þegar þið fluttuð suður og ekki var hægt að kíkja inn í kaffi til ykkar lengur. Það var allt- af svo notalegt að koma til ykkar Möttu. Elsku Benni, ég veit að það var vel tekið á móti þér. Hvíldu í friði, elsku mágur. Elsku Matta, Hilmar, Sonja Björk, Símon, Freyja, Arnrún, Sonja Salín og Steinunn Matthild- ur. Guð styrki ykkur á þessum erf- iðu tímum. Þín mágkona Erla Rut. Elsku hjartans Benni. Það sem lífið getur verið hverf- ult. Það eru einungis liðnir örfáir dagar síðan þú bankaðir hér upp á og sóttir afagullin þín í bakaríið, en það var fastur liður hjá ykkur vin- unum á laugardögum. Í nokkur skipti fékk Hilmar að koma með, en það var ekki vinsælt, Sonja og Steinunn vildu fá athygli þína óskipta. Þú bjóst til fallegt lítið samfélag með dætrum mínum sem þær munu búa að um alla ævi. Ást þín og umburðarlyndi gagnvart þeim var og mun ætíð vera mér mikils virði. Þú varst einstaklega glaðlyndur og brosmildur maður með hjarta úr gulli. Þú tókst mér opnum örm- um þegar ég mætti sem ung stúlka á Eskifjörð, ástfangin af syni þín- um. Ég hefði ekki getað óskað mér betri tengdaföður. Takk fyrir alla þína hlýju í minn garð. Takk fyrir að vera stelpunum mínum yndislegur afi og vinur. Minning þín mun lifa með okkur og þú lifa í þeim. Þitt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær, það vermir kvöldgöngu veginn, þú varst okkur stjarna skær. Þitt hús var sem helgur staður, hvar hamingjan vonir ól. Þín ástúð til okkar streymdi sem ylur frá bjartri sól. Við þökkum þá ástúð alla, sem okkur þú njóta lést, í sorgum og sólarleysi það sást jafnan allra best. Þín milda og fagra minning sem morgunbjart sólskin er. Þá kallið til okkar kemur, við komum á eftir þér. (F.A.) Þín tengdadóttir Freyja Rúnarsdóttir. Elskulegur tengdasonur minn, Benni, er látinn eftir stutt veikindi og aftur var stórt skarð höggvið í stórfjölskylduna. Benni kom í fjöl- skylduna árið 1975, þegar hann kom austur á Eskifjörð á vertíð frá Dalvík og kynntist Möttu dóttur minni. Hann var einstaklega geð- góður, skemmtilegur og alltaf stutt í húmorinn hjá honum. Alltaf gát- um við Óli leitað til þín þegar okkur vantaði hjálp við hvað sem er. Þið Óli unnuð lengi saman og var sam- band ykkar alltaf gott. Ekki létuð þið Matta ykkar eftir liggja við endurbætur á Túngötu 2, æsku- heimili Möttu, og verð ég ykkur ævinlega þakklát fyrir það. Það var mikil eftirsjá að ykkur suður þegar þið fluttuð frá Eskifirði. Ekki trúði ég því að ég væri að hitta þig í síðasta sinn í matarboð- inu hjá ykkur Möttu 3. mars. Elsku Benni minn, takk fyrir allt. Þín verður sárt saknað. Elsku Matta, Hilmar, Sonja Björk, Símon, Freyja, Arnrún, Sonja Salín og Steinunn Matthild- ur. Guð styrki ykkur á þessum erf- iðu tímum. Þín tengdamamma Bára Guðmundsdóttir. Elsku mási, nú ert þú horfinn á vit nýrra ævintýra, það er erfitt að hugsa til þess að við munum ekki hittast aftur, það sitja eftir margar góðar minningar frá samveru- stundum okkar og ferðalögum. Þú, Matta og krakkarnir gáfuð okkur endalaust af frábærum minningum úr þeim ferðum þar sem þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar. Jafnvel þegar þú varst mikið veikur á spítalanum var stutt í hláturinn og brosið, þú varst ein- stakur, elsku Benni, ég þarf ekki annað en að horfa út um stofu- gluggann minn til að minnast þín og þinna verka, öll húsin hérna í Langadalnum. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa þegar við vorum eitthvað að brasa og mikið saknaði ég þess að kíkja í kaffi til ykkar eft- ir að þið fluttuð suður, það kemur sá tími að við hittumst öll aftur. Elsku Matta, Hilmar, Sonja og Símon, tengdabörn og barnabörn, megi guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Hvíldu í friði, elsku Benni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Kveðja, þín mágkona Hulda Óladóttir. Elsku besti mágur minn, hann Benni, er dáinn eftir stutt veikindi. Aldrei óraði mig fyrir því þegar ég hitti þig síðast, 3. mars í matarboði heima hjá þér, að þetta væri í síð- asta sinn. Stórfjölskyldan er í mikl- um sárum eftir missi ykkar Fjal- ars, með 20 daga millibili en ykkur er ætlað stærra verkefni með pabba hinum megin. Ég á svo góðar minningar um þig, elsku Benni, við töluðum alltaf um að við værum svo góðir ferða- félagar og planið var að fara saman út aftur. Þegar við fórum til Kan- arí, jólin 2006, voru þið Harpa Mjöll búin að æfa „Feliz navidad“ og það lag minnir okkur mikið á þessa ferð, þú eldaðir jólamat handa okkur öllum, við skiptumst á pökkum og enduðum á írskum pub. Þessi ferð var æði og þú alltaf hrókur alls fagnaðar. Svo var það Flórídaferðin okkar, henni lifðum við lengi á enda frábær ferð með góðu fólki, strákarnir sáu um að elda fyrir okkur stelpurnar, svo var leikið í sundi og slakað á. Þegar við keyptum húsið okkar í Skammadal, unnuð þú og þínir menn að húsinu. Ég þá ólétt, en ætlaði mér að flytja inn áður en að Hildur fæddist, það tókst með ykk- ar hjálp. Ég sakna þess mikið eftir að þið fluttuð suður að geta ekki droppað í kaffi til ykkar eða fengið ykkur í kaffi til mín. Hildi Báru og Herði Breka fannst æði að koma og gista hjá ykkur í Mosfellsbæ. Það er mikill missir fyrir afa- prinsessurnar þínar, Sonju Salín og Steinunni Matthildi, að hafa þig ekki lengur hjá sér. Elsku Benni, við hittumst aftur þegar minn tími kemur. Elsku Matta, Hilmar, Sonja Björk, Sím- on, Freyja, Arnrún, Sonja Salín og Steinunn Matthildur. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Þín mása, Alda Björk Fossberg, og fjölskylda. Elsku vinur, það er sárt til þess að hugsa að þú svarir aldrei símtali frá mér aftur með „Jawohl, mein General“. Ég datt í lukkupottinn þegar þið Matta systir byrjuðuð saman, ég eignaðist ekki bara frá- bæran mág heldur einn af mínum bestu vinum. Það var alltaf til- hlökkunarefni að vita af ykkur á leið austur þegar þið bjugguð fyrir norðan. Það var alltaf glatt á hjalla og ýmislegt brallað og spjallað fram á rauða nótt. Þegar þið svo fluttuð austur og þú fórst að vinna sjálfstætt sem smiður þá réðir þú mig í vinnu og tók ég fyrstu hamarshöggin undir þinni leiðsögn, sem ég bý að enn í dag. Þetta voru frábærir tímar og aldrei lognmolla í kringum okkur félagana. Þau voru fjölmörg ævin- týrin sem við lentum í ásamt Didda vini okkar. Selveiðarnar á Her- unni, stundirnar í kjallaranum á Bjargi við skemmtilega iðju, þegar við keyptum gervihnattardiskinn og ýmislegt annað sem er ekki birtingarhæft. Það var alltaf gam- an hjá okkur og þau voru ófá sveitaböllin sem við fórum á og skemmtum okkur konunglega. Það var mikil gæfa fyrir mig og mína fjölskyldu að fá ykkur í Mos- fellsbæinn fyrir nokkrum árum. Mikill samgangur er okkar á milli og gaman að upplifa og fá að kynn- ast hvað þið Matta eigið frábær börn, tengdadætur og barnabörn. Ég mun reyna mitt besta til að passa upp á fólkið þitt og ég mun sjá til þess að litlu afastelpurnar þínar munu heyra margar sögur af Benna afa. Áfallið við veikindi þín varð mik- ið og tíminn stuttur. Það var aðdá- unarvert að fylgja þér í gegnum þessa daga og dýrmætt að fá að vera með ykkur fjölskyldunni. Það var margt rifjað upp og mikið hleg- ið. Þessar minningar geymi ég með mér um ókominn tíma. Hvíl í friði, elsku vinur, ég veit að það verður tekið vel á móti þér. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ragnar Þór Ólason. Elsku mágur. Enn á ný hefur verið höggvið stórt skarð í hjarta mitt þegar aðeins einum degi eftir að bróðir minn Óli Fjalar, var jarð- Benedikt Jón Hilmarsson Ég var bara þriggja ára þegar Ásta systir flutti á Sólheima og man því lítið eftir henni þegar ég var barn. Við hittumst helst á jólum og fjölskyldusam- komum. Þegar Gerða kona mín fór að vinna á Sólheimum urðu tengsl okkar sterkari því þá kom Ásta í heimsóknir til okkar og við fórum Ásta Hlíf Ágústsdóttir ✝ Ásta HlífÁgústsdóttir fæddist 11. febrúar 1945. Hún lést 7. mars 2018. Útför hennar fór fram 16. mars 2018. í stutta bíltúra en Ásta naut þess alltaf að ferðast. Við Gerða fórum með dætur okkar til Mallorca og þá vildi svo vel til að hópur frá Sólheimum var þar í sumarferð og gisti á sama hóteli og við. Það var gam- an að upplifa hve vel þessi litli hópur frá Sólheimum blandaðist hinum gestunum og var skemmtilegur. Við fórum saman út að borða og ég tók bíl á leigu og við fórum í skoðunarferðir um þessa litlu og fallegu eyju. Þessi minning er dýrmæt í huga okkar nú þegar Ásta hefur kvatt. Ásta hafði gam- an af tónlist og voru Presley og Ómar Ragnarsson auðvitað í uppáhaldi. Á Sólheimum vann Ásta m.a. í listasmiðju. Hún teiknaði og málaði bæði með olíu og vatnslitum, hún prjónaði og óf teppi og dúka í vefstofunni. Amma Marsibil var trúrækin og kenndi Ástu faðirvorið og bænir sem hefur væntanlega komið sér vel þegar séra Ingólfur Ástmarsson á Mosfelli fermdi Ástu með nokkrum vinum henn- ar. Eftir því sem aldurinn færðist yfir varð heilsan verri og heyrnin daprari. En hún brosti alltaf fal- lega brosinu sínu þegar við kom- um í heimsókn. Ásta fékk hægt andlát eftir stutta sjúkdómslegu á sjúkrahús- inu á Selfossi og erum við fjöl- skylda hennar þakklát fyrir góða umönnun og nærgætni starfs- fólksins. Kristinn Marinó.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.