Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 95
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 11FRÉTTIR
Af síðum
Inn með maríjúana og út með kvíðann.
Auglýsendur í San Francisco eru byrj-
aðir að upplýsa neytendur um róandi
eiginleika kannabis. Fjárfestar ættu þó
ekki að vera alveg jafn sultuslakir.
Í fyrra streymdu þeir inn í kannabis-
lyfjageirann og væntu þess að lögleiðing
maríjúana í Kaliforníu í janúar, og plön
um að gera slíkt hið sama í Kanada síð-
ar á þessu ári, myndi verða lyftistöng
fyrir greinina. Hlutir í fyrsta kannabistengda sjóðnum sem viðskipti
eru með í kauphöll, Horizons Marijuana Life Sciences Index, höfðu
nærri tvöfaldast í verði í árslok.
Ýmis hlutabréf sem höfðu flogið hátt í janúar tóku að lækka eftir
að ríkisstjórn Trump fór að framfylgja alríkislögum um maríjúana af
meiri hörku. En kannabis er enn rjúkandi heit vara í Kanada. Í jan-
úar upplýsti Aurora Cannabis um kaup á CanniMed Therapeutics
fyrir 1,1 milljarð kanadadollara. Eftir að hlutabréfaverð fyrirtækisins
nærri fjórfaldaðist á undanförnu ári, jafngildir heildarvirði þess
hvorki meira né minna en 164-földum tekjum síðasta árs.
Annað hlutafélag sem blásið hefur upp er Canopy Growth, sem er
núna að seljast á þrefalt hærra verði en fyrir hálfu ári. Það studdi við
hækkun hlutabréfaverðsins að drykkjaframleiðandinn Constellation
Brands ákvað að kaupa nærri 10% hlut í félaginu í október. Kaupin
má skýra með fyrirhuguðu samstarfi um framleiðslu drykkja sem
verða blandaðir kannabis. Þau mætti líka skýra með ótta við að
kannabis muni taka stóran skerf af drykkjamarkaðinum, enda virðist
æ fleira ungt fólk taka það fram yfir alkóhól.
Það er líka fiðringur í kringum Cronos, annan maríjúanaframleið-
anda í Kanada sem hefur fjórfaldast í verði á síðastliðnum sex mán-
uðum. Hlutabréfaverð félagsins sveiflaðist upp á við í lok febrúar eft-
ir að það varð fyrsta kannabis-fyrirtækið til að verða skráð á
Nasdaq.
Þeir sem eru bjartsýnir á framtíð kannabis-hlutabréfa telja að þeir
sem ryðja brautina í dag muni njóta góðs af að vera þeir fyrstu á
markaðinum, nú þegar lögleiðing efnisins nýtur aukins hljómgrunns
víða um heim. Einn markaðsgreinandi telur að stærð kannabismark-
aðarins verði búin að vaxa ellefufalt árið 2027, eða upp í 140 milljarða
dala. En eftir því sem eftirspurnin eykst er næsta víst að sam-
keppnin mun harðna. En það sem meira er um vert, þá er enn ýms-
um spurningum ósvarað um læknisfræðilegt gildi kannabis, öryggi
vörunnar og hvort neysla á henni mun þykja samfélagslega ásætt-
anleg. Hætturnar sem fylgja því að veðja á nýjan og umdeild-
an iðnað geta verið jafn lúmskar og vatnsreykjarpípur.
LEX
AFP
Kannabis:
Í pottinn búið
Toyota ákvað á þriðjudag að gera hlé
á prófunum á sjálfakandi bílum á göt-
um úti í Bandaríkjunum. Er Toyota
fyrsti stóri bílaframleiðandinn til að
grípa til varúðarráðstafana af þessu
tagi eftir að gangandi vegfarandi varð
fyrir sjálfakandi Uber bíl, í Tempe í
Arizona á sunnudagskvöld, með þeim
afleiðingum að hann lét lífið.
Uber tók tilraunaflota sinn af göt-
unum í Norður-Ameríku á mánudag
en slysið er talið vera það fyrsta þar
sem gangandi vegfarandi lætur lífið
vegna sjálfakandi bíls. General Mot-
ors, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem
lagt hafa hvað mest í prófanir á sjálf-
akandi bílum í Bandaríkjunum, og
keppinautur þeirra Ford, segjast
ætla að halda prófunum sínum áfram
óhindrað.
Ákvörðun Toyota gæti skapað
þrýsting á önnur fyrirtæki sem þróa
sjálfakandi bíla, svo sem Waymo,
dótturfélag Alphabet, Tesla og Apple,
auk fjölda annarra bílaframleiðenda
og tæknisprota sem hafa flykkst inn á
þetta svið á undanförnum árum.
Japanski bílaframleiðandinn segist
gera ráð fyrir að stöðvun prófana í
Bandaríkjunum verði tímabundin, og
að hléið sem gert verður á prófunum
sé vegna fólksins sem annast prufu-
aksturinn fyrir fyrirtækið. Prófanir í
Japan og á lokuðum brautum í
Bandaríkjunum munu halda áfram,
að sögn Toyota.
„Við gerðum þetta gagngert með
velferð ökumanna okkar í huga því
við gerum okkur grein fyrir að slysið
kann að hafa neikvæð sálræn áhrif á
þá. Þetta er bara tímabundið hlé, og
aðeins gert í varúðarskyni,“ tjáði
Toyota Financial Times.
Öryggið í fyrirrúmi
GM kveðst ætla að halda áfram
prófunum í Kaliforníu, Michigan og
Arizona og hyggst fyrirtækið ekki
fresta áætlunum sínum um að hafa
sjálfakandi bíla, án stýris og pedala, á
götunum í bandarískum borgum
strax á næsta ári. Cruise, dótturfélag
GM sem annast þróun sjálfakandi
bíla, á stærsta sjálfakandi bílaflotann
í Kaliforníu og er með leyfi fyrir 110
tilraunabílum.
„Að standa vörð um öryggi fólksins
í þeim samfélögum þar sem við búum
og störfum, og aðgæta öryggi starfs-
manna okkar, er þungamiðjan í
rekstri okkar,“ sagði GM. „Áætlanir
okkar um að setja sjálfakandi bíla í
almenna notkun árið 2019 eru
óbreyttar, en eins og við höfum sagt
allt frá upphafi þá leggjum við ekki af
stað fyrr en við vitum að það er
öruggt.“
Ford sagði á mánudag að árekst-
urinn mundi ekki hafa áhrif á próf-
anir þeirra.
Fulltrúar Apple, Waymo og Lyft,
sem eru með flota af tilraunabílum í
umferð í Kaliforníu og annars staðar í
Bandaríkjunum, svöruðu ekki fyrir-
spurnum FT.
Zoox, sem er vel fjármagnað
sprotafyrirtæki sem þróar sjálf-
akandi bíla, segir að prófanir muni
halda áfram í San Francisco. Zoox
bætti við að fyrirtækið hefði sett sér
strangar öryggisreglur sem fylgt
væri við allar prófanir.
Á þriðjudag sagðist Drive.ai, annar
mjög áberandi sproti í þessum geira,
einnig halda prófunum áfram með
óbreyttum hætti.
Tæknin á að fækka slysum
Á mánudag sögðu samtök banda-
rískra bílaframleiðenda, Alliance of
Automobile Manufacturers, að slysið
um helgina væri „hörmulegt“ en
ítrekaði að bílaiðnaðurinn stefndi
staðfastlega að þróun sjálfakandi bíla.
„Í ljósi þess að mannleg mistök koma
við sögu í 94% allra bílslysa, þá bind-
um við miklar vonir við að ný tækni
muni gera umferðina öruggari,“
sögðu samtökin. „Með sjálfakandi bíl-
um gæfist líka tækifæri á að auka
ferðafrelsi fjölda fólks, en það er mik-
ilvægt að við höfum öryggi að leið-
arljósi í þessari vegferð.“
Ýmis samtök sem beita sér fyrir
öryggi almennings hafa beðið banda-
rísk stjórnvöld um að fresta því að
samþykkja ný lög um sjálfakandi bíla,
þar til yfirvöld hafa lokið frekari
rannsóknum á tækninni.
Þau sendu í sameiningu bréf til við-
skipta, vísinda og samgöngunefndar
Bandaríkjaþings um að kveðið verði á
um frekari varúðarráðstafanir í AV
START-frumvarpinu sem þingið er
með til skoðunar.
Bréfið sendu þau í sömu viku og
ætlunin er að nefndin fjalli um gall-
aða loftpúða í bílum. Vara höfundar
bréfsins við að neytendur gætu enn
eina ferðina orðið fórnarlömb
„afglapa framleiðenda og mistaka
stjórnvalda ef miklum fjölda sjálf-
akandi bíla verður hleypt út á göt-
urnar í tilraunaskyni, nema þingið
grípi til aðgerða“.
„Þær sorglegu fréttir að gangandi
vegfarandi skuli hafa látið lífið … ætti
að minna okkur kirfilega á að það að
taka sjálfakandi bíla of snemma í
notkun mun hafa raunverulegar af-
leiðingar.“
Meðal þeirra sem undirrituðu bréf-
ið voru samtökin Emergency Nurses
Association, Consumer Watchdog,
Federal Law Enforcement Officers
Association, Advocates for Highway
and Auto Safety og Consumer
Federation of America.
Sjálfakandi bílum Toyota
lagt um stundarsakir
Eftir Patti Waldmeir
Flestir bílaframleiðendur
ætla ekki að stöðva próf-
anir á sjálfakandi bílum
þrátt fyrir banaslys um
síðustu helgi þar sem til-
raunabíll Uber ók á gang-
andi vegfaranda.
AFP
Margir vinna að þróun sjálfakandi bíla. GM sýndi á dögunum myndir af nýj-
um bíl sem verður stýris- og pedalalaus og á að fara á götuna á næsta ári.