Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 29.900kr. 44.900 kr. 94.900 kr. Verkfærasalan Síðumúli 11 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður 560-8888 • www.vfs.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilinn er réttur til breytinga. Tilboð gildir 5.mars - 10.apríl 2018. 3 LÍNULASER MC3 SV RED 3ja línu laser frá Futech. 180cm þrífótur fylgjir með. FUT 03103 BORVÉL M18 BLPD-303C • 3x3Ah Kolalaus borvél 60Nm, fylgja 3 rafhlöður og hleðslutæki. MW 4933459365 VERKFÆRASKÁPUR 172 verkfæri USG Sterkur verkfæraskápur með 172 verkfærum og 7 skúffum. USG FIRP7B-FOAM ar hefði borið af þeim öllum sem djassleikari. Gunnar stofnaði G.O. kvintett- inn, þar sem Guðmundur Stein- grímsson og Eyþór Þorlákssom léku með honum svo og Steinþór Steingrímsson píanisti og Ólafur Gaukur gítarleikari og lék kvintett- inn veturinn 1946-47 í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar, þarsem vin- sælir dansleikir voru haldnir. Með þeim kvintetti eru til nokkrar upp- tökur. Bestir á festívalinu Haustið 1947 leysti Gunnar nafna sinn Egilson af hólmi í hljómsveit Björns R. Einarssonar og í ársbyrjun 1948 gekk hann til liðs við KK-sextettinn, en þar sem hljómsveitarstjórinn Kristján Kristjánsson blés í altósaxófón varð Gunnar að skipta yfir á tenór. „Gunnar kunni ekkert að lesa þeg- ar hann kom til mín,“ sagði Krist- ján síðar, „en ég hef aldrei vitað nokkurn eins fljótan að læra. Eftir viku las hann allt sem ég setti fyrir hann.“ Um haustið gekk Gunnar að nýju til liðs við Björn R. og lék með honum þar til hann hélt til Svíþjóðar 1955, til að leika með hljómsveit Simons Brehms. Topp- djasshljómsveit Svía. Í Svíþjóð fékk hann fína dóma. Per Dido skrifaði „Hinn ungi Gunnar lék af mikilli leikni, en með dálítið grófan tón, og minnti um margt á Flip Phillips í frasering- um.“ Í annarri umsögn segir að „ungi Íslendingurinn leiki í Stan Getz-stíl og eigi eftir að setja mark sitt á stjörnusveit Simonar“. Gunnar kom heim eftir árið þótt Simon byði honum að leika með sér áfram og hann fengi tilboð um að leika með stórsveit trompetleik- arans Thores Ehrlings. Fljótlega stofnaði hann fræga hljómsveit er fékk gullverðlaun á Heimsmóti lýð- ræðissinnaðrar æsku og stúdenta í Moskvu 1957 sem besta djass- hljómsveit festívalsins. Aðeins örfáar upptökur hafa varðveist með þeirri hljómsveit, en auðheyrt að slík djasshljómsveit hafði varla heyrst hérlendis, og vinnutilboðin streymdu að utan „en strákarnir vildu vera heima“, sagði Ormslev seinna. Frægt er einvígi hans og höfuð- tenórista Evrópudjassins, Bretans Ronnie Scott. Um það segir í Jazz- blaðinu 1952: „Það er fyrst þegar hann leikur við hliðina á jafn mikl- um snillingi og Ronnie Scott er, að við heyrum, að Gunnar er ekki að- eins besti djassleikari hér á landi heldur fáum við sönnur þess að leikur hans gefur lítt eftir því bezta erlendis.“ Tæpum 20 árum seinna sat ég, eftir tónleika, með Ronnie á hinum fræga klúbbi hans í London og fór hann fögrum orðum um tenórsaxó- fónleik Gunnars. Eins og leikið í gær Gunnar hafði allt til þess að bera að verða einn af fremstu djassleik- urum Evrópu, en hér á Íslandi var einangrunin of mikil og tækifærin of fá. Hann lést aðeins 53 ára, 24. apríl árið 1981, um það leyti sem endurreisn íslensks djass var að hefjast. Þar hefði hann leikið stórt hlutverk. Hljóðritanir hans hafa margar varðveist og gaman hefur verið að lesa ritgerðir nemenda í djazzsögu við Tónlistarskóla F.Í.H, sem þeir hafa skrifað eftir að hafa hlustað á úrval þeirra. Það er eins- og tónlist hans sé jafn lifandi og hún hefði verið leikin í gær. Nemendur segja meðal annars: ,,Það fyrsta sem maður tekur eftir í spilastíl Gunnars er það hvað hann er frjáls í því sem hann gerir, maður heyrir hvernig hann leikur sér að laglínunni, breytir henni og þróar áfram á áreynslu- lausan og náttúrulegan hátt. Sóló- inn smekklega spilaður, hend- ingamótunin þægileg og líkt og fullkomlega áreynslulaus.“ (ÞÞ) „Gunnar spilar „heddið“ og fer tiltölulega frjálslega með laglínuna, sem er allt í lagi. Tóninn hans er mjúkur og fallegur. Gunnar á fyrsta sóló sem er frábært. Það er uppfullt af flottum mótífum og áhugaverðum „manipuleringum“ á rythma. Mér finnst mikil samhæfni og heildarsvipur á sólóinum, það er ekki eins og hann sé að spila hell- ing af línum út um allt sem tengj- ast ekki heldur velur hann sér hugmynd og vinnur með hana.“ (JG) „Upptökurnar með Gunnari Ormslev sem ég hef heyrt finnast mér einstaklega flottar, Gunnar var að mínu mati með frábæran tón og frasarnir hans Gunnars voru einstaklega lýrískir og hug- myndir hans góðar.“ (BMI) „Hann var oft djarfur í spila- mennsku sinni og valdi oft ekki einföldustu leiðirnar gegnum lögin, enda með flottar fraseringar og góða tækni. En hann gat líka verið mjög mjúkur og spilað bara ein- falda hluti sem pössuðu mús- íkinni.“ (RB) „Að mínu mati sýnir hann fram á heimsklassaspilamennsku sem hefði vel getað passað inn á stóru djassplöturnar vestanhafs á sínum tíma. Meðspilarar hans spila líka vel en Gunnar virðist alltaf spila með mestri sannfæringu og standa upp úr sem sólóisti.“ (AIJ) „Hann er með frábæra tækni og færni sem hljóðfæraleikari og því- líkur tónn sem maðurinn tileinkaði sér og finnst mér að nemendur FÍH og aðrir jazztónlistarmenn á Íslandi eigi að þakka Gunnari fyrir þau áhrif sem hann hafði á jazz hér á landi.“ (BED) Hver var Gunnar Ormslev? & Níutíu ár eru í dag frá fæðingu eins helsta djasslistamanns Íslands & „Gunnar hafði allt til þess að bera að verða einn af fremstu djassleikurum Evrópu, en hér á Íslandi var einangrunin of mikil“ » „… Gunnar er ekkiaðeins besti djass- leikari hér á landi held- ur fáum við sönnur þess að leikur hans gefur lítt eftir því bezta erlend- is.“ Ljósmynd/Rúnar Gunnarsson Djassmenn Gunnar Ormslev blæs í tenórinn. Með honum leika hér Pétur Östlund og Bjössi bassi - Sigurbjörn Ing- þórsson. Hljómsveit Gunnars fékk gullverðlaun á Heimsmóti lýðræðissinnaðrar æsku og stúdenta í Moskvu 1957 AF DJASSI Vernharður Linnet Gunnar Ormslev fæddist í Hell- erup, einni af útborgum Kaup- mannahafnar, þann 22. mars 1928. Móðir hans, Áslaug Jónsdóttir, var íslensk, en faðirinn, Jens Gjeding Ormslev, danskur. Tónlistin átti snemma hug hans allan og besti vinur hans í Hellerup var Arnvid Meyer, sem seinna varð einn helsti trompetleikari Dana. Þeir stofnuðu strákaband í gaggó og spiluðu á dansæfingum og víðar. Strax eftir stríð heimsóttu foreldrar Gunnars Ísland með einkasyninum, en hann hafði komið hér áður sem barn. Hingað var siglt með Esju í júlí 1945 og haldið heim með Lagar- fossi tæpum tveimur mánuðum síðar. Fjölskyldan bjó hjá frænd- fólki í Hafnafirði og þar kynntist Gunnar tveimur hafnfirskum strákum: Guðmundi Steingríms- syni trommara og Eyþóri Þorláls- syni gítar- og bassaleikara. Þeir fóru að leika saman djass og léku fyrir dansi í Flensborg og í Gúttó í Hafnarfirði. Gunnar kom hingað einn árið eftir og var ætlun hans að komast til Bandaríkjanna að læra að spila djass. Móðir hans samþykkti það ekki nema hann lærði eitthvað „nytsamlegt“ áður og úr varð að hann hóf nám í tannsmíðum hjá frænda sínum, Jóni Hafstein tann- lækni. Þar var einnig í læri Kristín Classen, sem enn er á lífi og vel ern. Hún sagði mér að tónlistin hefði verið það eina sem Gunnar hugsaði um og að Ísland hefði bara átt að vera viðkomustaður á leiðinni til fyrirheitna djasslands- ins. Áðuren Gunnar hélt til Íslands 1946 hljóðritaði strákabandið, sem hann og Arnvid léku með, tveggja laga lakkplötu – kveðjuplötuna. Sú plata er enn varðveitt og áratugum seinna sagði Mayer mér að Gunn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.