Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 92
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018VIÐTAL Um mitt árið er áratugur síðan fjármálafyrir- tækið GAMMA hóf starfsemi, einungis nokkr- um mánuðum áður en íslensku bankarnir féllu. Stofnendurnir voru Agnar Tómas Möller og Gísli Hauksson, sem tók við forstjórastarfi og gegndi því þar til í febrúar í fyrra þegar Valdimar Ármann tók við. Gísli gerðist þá stjórnarformaður fyrirtækisins en lét af því starfi í febrúar síðastliðnum og sagði svo skilið við fyrirtækið fyrr í þessum mánuði. Vöxtur GAMMA hefur verið mikill en fyrir- tæki var með 137 milljarða króna í stýringu um áramótin, auk þess sem það hefur sett upp skrifstofur í London, New York og Zürich. Í byrjun febrúar var kynnt nýtt skipurit félagsins þar sem meðal annars var greint frá því að fyrirtækjaráðgjöf þess, GAMMA Ráðgjöf, og erlend starfsemi félagsins verði færð úr því að vera í systurfélögum yfir í dótturfélög. Mánuði síðar var svo greint frá því að Gísli Hauksson, sem undanfarin misseri hefur einbeitt sér að uppbyggingu á erlendri starfsemi GAMMA, hefði ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Hann yrði þó áfram stærsti einstaki hluthafi félagsins. Á þessum tímamótum í sögu GAMMA settist Valdimar Ármann niður með ViðskiptaMogg- anum til þess að ræða stöðu félagsins og fram- tíðarsýn. Valdimar hefur starfað hjá GAMMA nánast frá stofnun, en áður starfaði hann á fjár- málamörkuðum í London og New York um 7 ára skeið. Góður tímapunktur til að horfa inn á við Inntur eftir aðdraganda að brotthvarfi Gísla Haukssonar segir Valdimar að hann hafi í sjálfu sér ekki verið langur. „Eins og fram kom í til- kynningu ákvað Gísli að nota tækifærið, nú þeg- ar félagið er komið vel á legg, til að breyta til og sinna öðrum hugðarefnum. Félagið sjálft er síð- an að komast á ákveðið þroskastig í rekstri eftir að hafa vaxið mikið. Því má segja að þetta sé góður tímapunktur fyrir félagið til þess að horfa inn á við, leggja mat á hvað búið er að gera og nota um leið tækifærið til þess að breyta aðeins til í skipulaginu. Við gerðum því skipulagsbreyt- ingar í byrjun ársins og endurskoðuðum erlendu starfsemina og ráðgjöfina.“ Valdimar viðurkennir að rekstrarlegar ástæður eigi þátt í að ráðist sé í þessar breyt- ingar. „Að hluta til. Þótt ársreikningur liggi ekki endanlega fyrir þá er ljóst að í heild skil- uðum við mjög góðu rekstrarári í fyrra og hagn- aðurinn verður sá næstmesti sem félagið hefur skilað. Vissulega eru það vonbrigði að bæta ekki afkomuna frá 2016. Skýringin er náttúrlega sú að það er kostnaðarsöm fjárfesting að setja á laggirnar erlendar skrifstofur. Sem reyndar mátti lesa strax út úr hálfsársuppgjörinu.“ Hann segir mjög eðlilegt í þessum rekstri, eins og í öllum öðrum rekstri, að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna. „Við höfum ekki staðið mjög lengi í því að setja upp ráðgjöfina og erlendu skrifstofurnar, svo við sjáum tiltölulega fljótt hvað gengur og hvað ekki, og viljum frek- ar taka á því fyrr en seinna. En uppgjörið hjá fé- laginu er traust og eiginfjárstaðan er mjög góð.“ Gísli Hauksson er annar tveggja stærstu hluthafa GAMMA með um 31% hlut og því eðli- legt að menn velti fyrir sér hvað verði um hlut- inn og hvort aðrir hluthafar séu reiðubúnir til þess að kaupa hann út. „Það hefur ekkert verið rætt um það og ekki rétt að fara út í neinar fabúleringar,“ segir Valdimar. „Gísli hefur sagt að hann muni halda hlutnum áfram og annað hefur ekki komið fram.“ Teygðu sig fulllangt með Sviss En hverjar eru þær stefnubreytingar sem stjórnendur GAMMA vilja ná fram? „Það felast í raun litlar breytingar í þessum stefnubreyt- ingum – þær snúast meira um að skerpa á áhersluatriðum og bæta fókus. Hvað varðar erlendu starfsemina, þá töldum við að við vær- um hugsanlega að teygja okkur fulllangt með því að vera með skrifstofu í Zürich í Sviss. Svo við ákváðum að sleppa henni og einbeita okkur frekar að London og New York, því það eru ákveðnar ástæður fyrir þeim staðsetningum sem ég vík nánar að síðar. Á hinn bóginn vildum við skerpa á hvernig ráðgjöfin vinnur með rekstrarfélagi GAMMA og loks hvernig allar skrifstofurnar geta síðan unnið saman, þ.e.a.s. erlendu skrifstofurnar, ráðgjöfin og rekstrar- félagið. Í skipulaginu sem við kynntum í byrjun febr- úar var ráðgjöfin í raun tekin inn í skipuritið og er nú dótturfélag, en áður var ekki leyfilegt fyrir rekstrarfélag að eiga dótturfélag. Þetta undirstrikar að ráðgjöfin verður áfram mik- ilvægur hlekkur í starfseminni. Við sjáum til dæmis tækifæri í að hjálpa fyrirtækjum við að vaxa og kynna þau síðan fyrir erlendum fjár- festum, samanber samning við Genís á Siglu- firði sem kynntur var fyrir nokkrum dögum.“ Valdimar bendir einnig á nýja skýrslu GAMMA um þróun og tækifæri í ferðaþjónustu, sem út kom fyrr í mánuðinum á ensku. „Skýrsl- an er í rauninni hugsuð fyrir erlenda aðila með það í huga að tengja erlenda fjárfesta við fjár- festingakosti á Íslandi. Þar verður þetta samspil mjög mikilvægt á milli erlendu skrifstofanna, ráðgjafarinnar og sjóðastýringar rekstrar- félagsins.“ Erlendu skrifstofurnar eru svo á hinn bóginn mikilvægar fyrir íslenska fjárfesta, segir Valdimar. „Bæði við að finna samstarfsaðila með sjóði sem við getum fjárfest í, en ekki síður til þess að finna samstarfsaðila til þess að fjár- festa í verkefnum með. Eitt dæmi um það er fasteignaþróunarsjóðurinn Anglia sem við sett- um á laggirnar í fyrra, þar sem við erum að fjár- festa með þremur samstarfsaðilum. Þannig dreifum við áhættunni með öðrum og erum í rauninni að kaupa okkur inn í þekkingu og reynslu, en höfum samt úrslitavald um það hvort við viljum vera í fjárfestingunni eða ekki með okkar fjárfesta. Það er því stefnt að því að erlenda starfsemin sé tvíhliða gátt. Sú vinna hefur gengið hægar en búist var við, þannig að stefnubreytingin felst kannski frekar í því að skerpa á því hvernig þetta getur verið að vinna saman og nýta tæki- færin sem við erum að sjá.“ Helgi Bergs leiðir skrifstofuna í London Inntur eftir því hvort til standi að draga úr umfanginu á starfstöðvum í New York og Lond- on, segir Valdimar að í rauninni hafi þegar verið dregið úr starfseminni. „Það var gert samhliða lokuninni í Sviss að draga úr umsvifunum erlendis og starfsmannafjölda á erlendu skrif- stofunum. Eins og staðan er núna eru tveir starfsmenn í New York og fimm í London. Skrifstofan í London verður kjarnaskrifstofan erlendis. Það er hægt að nýta London betur sem Evrópumiðstöð, fremur en að opna lítil útibú eins og í Sviss. Því fylgir of mikill kostn- aður og vinna.“ Í gær var starfsfólki GAMMA greint frá því að Helgi Bergs mundi taka við sem fram- kvæmdastjóri London-skrifstofunnar en hann stýrði áður skrifstofunni í Zürich. „Helgi hefur áratuga reynslu af erlendum fjármálamörk- uðum, en hann stýrði meðal annars fjárfestinga- bankastarfsemi Kaupþings frá London á ár- unum 2005 til 2008,“ segir Valdimar. „Áður en hann kom til starfa hjá GAMMA stýrði hann miðlunarstarfsemi verðbréfafyrirtækisins Birwood í London.“ Valdimar segir að til þess að vera með aðgang að mörkuðum í Bandaríkjunum reynist það nauðsynlegt að vera með skrifstofu þar, meðal annars út af tímamismun og regluverki. „Starf- semi okkar úti er komin með það sem kallað er „Investment Advisor“-leyfi. Það gerir okkur kleift að setja upp sjóði í Bandaríkjunum og stýra eignum þar. Fyrsti sjóðurinn sem við erum að setja á lagg- irnar í Bandaríkjunum er utan um lán til sjávar- útvegsfyrirtækja í Bandaríkjunum og Kanada. Þetta er risastór markaður með mikil tækifæri sem hefur ekki þróast eins hratt og á Íslandi, þannig að það hefur skapast mikil vöntun á fjár- magni inn í tækniþróun, uppfærslu skipa og jafnvel í fyrirtækjasamruna. Það skortir sér- hæfingu og tengslanet í sjávarútvegi hjá hefð- bundnum viðskiptabönkum í Norður-Ameríku sem veldur því að bankar eru ekki viljugir til þess að lána mikið til þessara fyrirtækja. Það tómarúm skapar markaðstækifæri fyrir sjóðinn. Við erum í samstarfi við sérhæfðan fjárfesting- arbanka í Bandaríkjunum sem heitir Antarctica Advisors. Á bak við hann er teymi sem var hjá Glitni í New York á sínum tíma og starfaði m.a. við að útvega lán til sjávarútvegsfyrirækja og eftir hrun þróuðu þeir þá starfsemi áfram og hafa verið umfangsmiklir í fyrirtækjaráðgjöf, m.a. með því að tengja saman sjávarútvegsfyrir- tæki og fjárfesta. Samkvæmt samstarfssamn- ingi getum við valið lán inn í sjóðinn sem „Asset Manager“. Við erum byrjaðir að markaðssetja sjóðinn til íslenskra fjárfesta og þar er veruleg- ur áhugi, enda sjávarútvegur í Norður-Ameríku risastór og býður upp á áhugaverðan fjárfest- ingarkost í erlendri mynt. Síðar verður sjóð- Snýst um að leita tæ Sigurður Nordal sn@mbl.is Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, segir að nú sé hentugur tími fyrir félagið til þess að horfa inn á við, leggja mat á það sem búið er að gera og gera breytingar. Hann segir að tekin hafi verið ákvörðun um á hægja á vexti erlendrar starfsemi, meðal annars með lokun skrifstofu í Sviss. Valdimar vill frekar sjá erlenda aðila fjárfesta í sjálfu hagkerfinu hér á landi en í vaxtastiginu. Hann telur komið að vatnaskilum í ferðaþjónustu og að erlendir fjárfestar geti hjálpað til við að koma greininni á næsta þroskastig. ” Íslendingar hafa alltaf verið fljótir að tileinka sér tækninýjungar en mér finnst við hafa setið svo- lítið á eftir í tækniþróun hvað varðar greiðslu- miðlun, greiðslur með síma og annað slíkt. Það er klárlega eitthvað sem er áhugavert að taka þátt í.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.