Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 46

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Göngur loðnunnar eru mikilvægar búskapnum í hafinu því loðnan er mikilvæg fæða margra nytjateg- unda. Ekki að- eins er hún mik- ilvæg fyrir lífríkið því hún skiptir efna- hagsbúskapinn einnig miklu máli. Breytingar á göngum, út- breiðslu, magni og afla hafa því mikil áhrif, en á síðustu árum hafa talsverðar breytingar orðið á. Í vetur og fyrravetur endaði heildarloðnukvótinn í um 300 þús- und tonnum og talsverðar sveiflur hafa verið í leyfilegum hámarks- afla síðustu ár. Á árunum í kring- um aldamót var loðnuaflinn hins vegar um og yfir milljón tonn. „Það er kannski ekki endilega liðin tíð að heimilt verði að veiða svo mikið af loðnu, en það er orðið ansi langt síðan kvótinn var svo ríflegur,“ segir Þorsteinn Sigurðs- son, fiskifræðingur og sviðstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsókna- stofnunar. Nær Grænlandi en áður „Hrygningarstofninn er það stór að hann ætti að geta framleitt svo mikið, en afkoma þeirra lirfa sem klekjast út og lífsmöguleikar þeirra ákvarða hrygningarstofninn þremur árum seinna. Þetta hefur greinilega verið barátta og margt getur haft áhrif í flóknu samspili í hafinu. Með breyttum umhverfisaðstæð- um hefur loðnan í raun hrakist til vesturs og er nú stóran hluta ævi sinnar nær Grænlandi en áður. Þar er hún kannski ekki við bestu aðstæður hvað varðar fæðu og stærð fæðusvæðanna. Kjörhitastig loðnunnar er innan við þrjár gráð- ur, sem var hitastigið djúpt fyrir Norðurlandi, undir yfirborðs- hitalagi, áður en þessi hlýnun hófst. Hitastigið við og yfir land- grunninu er núna yfir því víðast hvar. Afrán annarra tegunda getur verið annar þáttur og menn hafa talað um að bæði íslenska sumar- gotssíldin og norsk-íslenska vor- gotssíldin hafi verið að éta loðnu- lirfur. Svo hefur makríllinn bæst við og hann þarf sitt. Í okkar fæð- ugögnum sjáum við hins vegar ekki merki um þetta að neinu ráði til þess að geta staðfest það. Lakari afkoma í 20 ár Í raun er það stutt tímabil sem við höfum unnið að rannsóknum á loðnu. Fyrstu tilraunaveiðar hófust ekki fyrr en 1963 og það var ekki fyrr en 1978 að bergmálsmælingar á loðnustofninum Ísland, Austur- Grænland og Jan Mayen hófust. Spurningin getur allt eins verið hvort það hafi verið óeðlilega mik- ið á ferðinni á fyrstu árum veið- anna, en þá var frekar svalt við landið. Það er hins vegar ljóst að í hátt í 20 ár hefur afkoma loðnustofns- ins að jafnaði verið lakari en hún var.“ Barátta og flókið samspil í hafinu ! Með breyttum umhverfisaðstæðum hefur loðnan hrakist til vesturs, segir Þorsteinn Sigurðsson fiskifræðingur ! Loðnan hefur átt erfitt uppdráttar ! Í vetur var afrán metið um 220-230 þúsund tonn fyrir þorsk, ýsu og ufsa Ljósmynd/Regin Eyfinnsson Poulsen Við Þrídranga Álsey VE við loðnuveiðar í vetur ásamt færeysku skipunum Norðborgu og Þrándi í Götu. Þorsteinn Sigurðsson Jan MayenJan Mayen Jan MayenScoresbysundScoresbysund GRÆNLANDGRÆNLAND GRÆNLAND ÍSLANDÍSLAND ÍSLAND AmmassalikAmmassalik FÆREYJARFÆREYJAR FÆREYJAR Útbreiðsla loðnu Fyrir aldamót Útbreiðsla loðnu Frá aldamótum Aukin hrygning loðnu fyrir Norðurlandi? Fæðusvæði fullorðinnar loðnu Dreifing ungloðnu Fæðugöngur loðnu Göngur loðnu til baka frá fæðusvæðum Hrygningargöngur Hrygningarstöðvar Hrygningarstöðvar í Húnaflóa, Eyjafirði, Skjálfanda og við Tjörnes Hrygningarstöðvar fyrir vestan og sunnan land ? " SJÁ SÍÐU 48 „Það er athyglisvert að skoða það sem Bjarni Sæmundsson, fiskifræð- ingur, skrifaði árið 1926 þegar hann fjallaði um loðnu eða loðsíli. Hann talaði um að fiskurinn hrygndi frá vestanverðu Norðurlandi og hringinn í kringum landið. Hann nefndi tímasetningar um hrygningu í mars og fram í maí fyrir sunnan og vestan og sagði að megnið hrygndi á þeim slóðum. Hrygning ætti sér stað í júní – júlí fyrir Norð- urlandi og við austurströndina ekki fyrr en í júlí – ágúst. Það er stórmerkilegt að maður sem hafði mjög takmarkaðar athug- anir á nútíma mælikvarða hafi sagt hluti sem þessa og þeir standist tímans tönn eins vel og raun ber vitni,“ segir Þorsteinn Sigurðsson. Merkilegar kenningar Bjarna fyrir 90 árum Kristján Þór Júlíusson sjávarút- vegsráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um skráningu afla á op- inberum sjóstangaveiðimótum en slík mót eru haldin víða um land á hverju sumri á vegum sjóstangveiði- félaga. Með reglugerðinni er leitast við að einfalda framkvæmd aflaskráningar en félögunum eru með lögum um stjórn fiskveiða tryggðar fullnægj- andi aflaheimildir vegna mótanna og skal tekjum af sölu aflans ráðstafað til að standa á móti kostnaði við mótshaldið, segir í frétt frá ráðu- neytinu. Reglugerðin var sett að höfðu samráði við Landssamband sjóstangaveiðifélaga og Fiskistofu. Í reglugerðinni, sem birt er í Stjórnartíðindum, er eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða: „Umsóknir sem hafa borist um úthlutun vilyrðis fyrir að afli á opinberum sjóstanga- veiðimótum teljist afli ekki til afla- marks eða krókaaflamarks á árinu 2018, en hefur verið hafnað með vís- un til eldri reglugerðar, skal taka til meðferðar að nýju af Fiskistofu samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar. Skal ákvörðun Fiski- stofu um veitingu vilyrða tekin eigi síðar en 15. apríl nk.“ Félög sjóstangaveiðimanna hafa undanfarin misseri deilt við Fiski- stofu um framkvæmd og uppgjör vegna sjóstangaveiðimóta og var að- eins eitt opinbert mót haldið í fyrra. Félögin kvörtuðu m.a. til umboðs- manns Alþingis vegna stjórnsýslu Fiskistofu. aij@mbl.is Ný reglugerð um sjóstangaveiðimót ! Samráð við félögin og Fiskistofu ol pium 350Nú jóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras ym maxipodium 500 b Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.