Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 66

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Fiskislóð 61, Reykjavík, fnr. 200-0060, þingl. eig. Toppfiskur ehf, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, mánudaginn 26. mars nk. kl. 10:00. Fiskislóð 61, Reykjavík, fnr. 221-3222, þingl. eig. Toppfiskur ehf, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, mánudaginn 26. mars nk. kl. 10:10. Fiskislóð 65, Reykjavík, fnr. 221-3230, þingl. eig. Toppfiskur ehf, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, mánudaginn 26. mars nk. kl. 10:20. Fiskislóð 65, Reykjavík, fnr. 221-3228, þingl. eig. Toppfiskur ehf, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, mánudaginn 26. mars nk. kl. 10:40. Víðimelur 78, Reykjavík, fnr. 202-5921, þingl. eig. Elsa María Blöndal, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 26. mars nk. kl. 11:00. Aflagrandi 22, Reykjavík, fnr. 202-5319, þingl. eig. Margrét Sig- marsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., mánudaginn 26. mars nk. kl. 11:30. Grettisgata 80, Reykjavík, fnr. 200-8279, þingl. eig. Una Hlín Kristjánsdóttir, gerðarbeiðendur Tollstjóri og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 26. mars nk. kl. 14:00. Sogavegur 103, Reykjavík, fnr. 203-5452, þingl. eig. Borghildur Maack, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf., Lífeyrissjóður hjúkrun.fræðinga, Íbúðalánasjóður og Reykjavíkurborg, mánudaginn 26. mars nk. kl. 14:30. Ofanleiti 15, Reykjavík, 50% ehl., fnr. 203-2364, þingl. eig. Hermann Eyjólfsson, gerðarbeiðendur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Íslandsbanki hf., mánudaginn 26. mars nk. kl. 15:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 21. mars 2018 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og gönguhópurinn leggur af stað kl. 10.50. Myndlist kl. 13 og söngfuglarnir mæta til okkar kl. 13 og æfa í matsalnum fram að kaffi. Bókmenntaklúbburinn mætir í hús kl. 13.15 og kaffið á sínum stað kl. 14.30, velkomin í brauð og kökur. Árskógar Smíðastofan er lokuð. Leikfimi með Maríu kl. 9. Helgistund Seljakirkju kl. 10.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Myndlist með Elsu kl. 13-17. Söngstund með Heiðrúnu og Ásgeiri kl. 14-15. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 9. Vítamín í Valsheimili kl. 9.30. Postulínsmálun kl.13. Kaffiveitingar kl.14.30. Furugerði 1 Fjöliðja með leiðbeinanda opin frá kl. 10-16. Upplestur framhaldssögu á 9. hæð kl. 10. Sitjandi leikfimi og öndunaræfingar kl. 11. Ganga með virkniþjálfa kl. 13. Botsía kl. 14. Föstudagur á Vitatorgi Opin handavinna frá kl. 9-12, bókband kl. 9- 13, Vítamín í Valsheimili kl. 10-11.15, fjölbreytt og skemmtileg hreyfing fyrir alla. Rúta til og frá Valsheimili fer frá Vitatorgi kl. 9.45. Ókeypis og öllum opið. Boðið upp á kaffi í lokin. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30, handavinnuhópur kl. 13.30-16, kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 7.40/8.20/15.15. Qi gong Sjá- landi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Karlaleikfimi í Sjálandi kl. 11. Stólaleikfimi í Sjálandi kl. 11.50. Botsía í Sjálandi kl. 12.10. Handvinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Málun í Kirkjuhvoli kl. 13. Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Leikfimi Maríu kl. 10- 10.45. Perlusaumur kl. 13-16. Bútasaumur kl. 13-16. Myndlist kl. 13-16. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 leikfimi, kl. 10.50 jóga, kl. 13 bók- band, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 bingó, kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16.10 myndlist. Gullsmári Handavinna kl. 9, jóga kl 9.30, ganga kl. 10, handavinna / brids kl. 13, línudans kl. 16.30, jóga kl. 18. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–14.Jóga kl. 10.10-11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Ættir og örnefni kl. 13, spjallhópur sem ræðir ættir og æskuslóðir, allir velkomnir að vera með. Brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, opin vinnustofa frá kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, botsía kl. 10. Börn frá leikskólanum Álftaborg koma kl. 10.30 og syngja, hádegismatur kl. 11.30. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Málað á steina með Júllu kl. 9-12, leikfimi með Guðnýju kl. 10-10.45, Listasmiðjan er öllum opin frá kl. 12.30, hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9 samdægurs). Sönghópur Hæðargarðs kl. 13.30-14.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, línudans með Ingu kl. 15-16. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790. Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 í Grafarvogssundlaug, tölvuráðgjöf kl. 10 í Borgum. Leikfimishópur Korpúlfa í fimleikasalnum í Egilshöll kl. 11, allir velkomnir. Skákhópur kl. 12.30 í Borgum. Tréútskurður á Korp- úlfsstöðum kl. 13. Botsía í Borgum kl. 16. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10.30-11, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-16, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Botsía kl. 13.15 á sléttum vikum. Allir eru hjartan- lega velkomnir í Selið. Nánari uppl. hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Bókband Skóla- braut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Kvennaleikdimi í Hreyfilandi kl. 12. ATH. FÉLAGSVIST í SALNUM á SKÓLABRAUT Í DAG kl. 13.30. Spilaðar verða 18 umferðir. Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnarkl. 14. Allir velkomnir til þátttöku í öllu félagsstarfinu. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík. Zumba kl. 10.30, umsjón Tanya. Bókmenntahópur FEB kl. 14–16. Þríleikur Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu: Auður, Vígroði og Blóðug jörð. Jónína fjallar um bækurnar og stýrir umræðum Félag sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi Íbúar í Breiðholti takið eftir Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti efna til kynningar á nokkrum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins laugardaginn 24. mars kl. 11:00 í félagsheimili félaganna í Álfabakka 14 Mjódd. Sæti 2. Á framboðslistanum Hildur Björnsdóttir Sæti 5. Á framboðslistanum Egill Þór Jónsson Kemur úr Breiðholtinu Sæti 9. Á framboðslistanum. Jórunn Pála Jónasdóttir Kemur úr Breiðholtinu Sæti 10. Á framboðslistanum Alexander Witold Bogdanski Kemur úr Breiðholtinu. Breiðholtsbúar tökum vel á móti þessum glæsilegu frambjóðendum með því að mæta og taka þátt. Stjórnir sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti. Fundir/Mannfagnaðir Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf- legt verð (479.900). Selst á 330.000. Vídeó upptökuvél Canon XA 35. Stór rafhlaða. Upphaflegt verð (319.900). Selst á 200.000. Keyptar í Nýherja / Origo í Borgartúni 37. Eru með 2 ára ábyrgð. Uppl. í síma: 833-6255 og 899 8325 Til sölu Bátar -'!+$&"!%$"$ %, #!"$!"$"$ .)$*$ /(!" Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Smáauglýsingar Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og á mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Afmæli Þann 22. mars verður sá aldni snill- ingur Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræð- ingur níræður. Hann lauk meist- araprófi í grein sinni með miklu láði frá Kaupmanna- hafnarháskóla og fór síðan ásamt konu sinni Soffíu Guðmundsdóttur norður til Akureyrar að kenna stærðfræði við Menntaskólann þar, en Soffía kenndi tónlist. Jón Hafstein og Soffíu sá ég fyrst á ráðstefnu hernámsand- stæðinga 1961, en þá var ég 14 ára og líður mér seint úr minni að sjá þetta hamingjusama par, sem átti eftir að verða lífstíðarvinir mínir. Haustið 1964 innritaðist ég svo í MA. Þar voru margir góðir kennarar og var Jón þar einna fremstur í flokki. Er allur sá straumur raunvísindamanna, verkfræðinga og stærðfræðinga sem komið hafa frá MA ekki síst honum og samstarfsmönnum að þakka og sýnir hverju skiptir að nemendur hafi góða kennara með afburða menntun. Regluna hér fyrir neðan kenndi Jón Hafsteinn okkur í 6. bekk vorið 1968 og sannaði hana með þrepasönnun, þar sem regl- an gildir um fjölflötunga eins og til dæmis tening. Hér gildir V: fjöldi horna, E: fjöldi kanta og F: Jón Hafsteinn Jónsson 90 ára fjöldi flata. Um ten- ing gildir V = 8, E = 12 og F = 6 og er þá V − E + F = 8 − 12 + 6 = 2. Leonard Euler sá að þessi regla gildir um alla fjölflötunga og er almenna regl- an því: Euler tala: V − E + F = 2. Fjölflötungasetn- ing Eulers er þessi regla kölluð og varð þessi kennslustund til þess að ég ákvað að læra stærð- fræði. Atvikin höguðu því svo að ég fór til Leníngrad um sumarið, en Leonard Euler var þar löngum hirðstærðfræðingur hjá Ekatarinu Vavtaraju eða Velik- aju sem við þekkjum sem Katr- ínu miklu. Þá hét borgin Sankti Pétursborg, eins og nú, og þar liggur Euler grafinn. Síðan hef ég kennt stærðfræði nánast alla mína starfsævi og all- an tímann verið í nánu samstarfi við Jón Hafstein og Soffíu, meðan hún lifði. Um tíma höfðum við sömu próf í MA og ML þar sem ég kenndi. Óska ég nú Jóni Hafsteini hjartanlega til hamingju með af- mælið og öllum hans afkomend- um og nemendum. Fáir menn hafa veitt mér mikilvægari leið- sögn í lífinu og á fleiri sviðum en stærðfræði. Þakka ég Jóni Haf- steini og Soffíu fyrir. Guðmundur Ólafsson. Æskuvinur minn, Már Magnússon er látinn. Ósjálfrátt spretta fram í huga mínum margar fal- legar minningar sem tengjast honum. Ég kynntist Má í kring- um 1953 en þá vorum við báðir búsettir í Þingholtunum. Hann í hinu glæsilega Borgarbókasafni að Þingholtsstræti 29 en ég í húsinu nr. 27 við sömu götu. Amma Más, Kristín Guðmunds- dóttir, var húsvörður í Borgar- bókasafninu til margra ára og í litlu húsvarðaríbúðinni í kjallara þessa húss ól hún upp dótturson sinn, Má. Með okkur Má tókst góð og innileg vinátta, sem ent- ist alla tíð þó að langt væri á milli samverustundanna hin síð- ari ár. Á heimili Kristínar var tónlist ætíð í hávegum höfð. Kristín hafði fallega söngrödd og hún söng um árabil í Fílharmóníu- kórnum, en stjórnandi hans og stofnandi var sá merki tónlist- armaður Róbert Abraham Ott- ósson. Snemma bar á sönghæfi- leikum Más og tók hann oft lagið og söng jafnvel frægar aríur fyr- ir okkur strákana í hverfinu við mikinn fögnuð. Már innritaðist í Tónlistarskólann í Reykjavík og lærði þar m.a. á píanó. Már hafði mjög góða leiklistarhæfileika og það var unun að heyra hann bregða sér í hlutverk hinna ýmsu þjóðþekktu Íslendinga. Í litlu húsvarðaríbúðina var alltaf gott að koma. Þar ríkti hlýja og mikill menningarbrag- ur. Nokkra heimilisvini hitti ég þar og minnisstæðastir voru dr. Victor Urbancic, sem var há- menntaður tónlistarmaður, og Eggert Gilfer, píanóleikari og Már Magnússon ✝ Már Magn-ússon fæddist 27. desember 1943. Hann lést 13. febr- úar 2018. Útför Más fór fram 16. mars 2018. skáksnillingur. Við Már vorum sendir í sveit á sumrin. Þetta stælti okkur og þroskaði. Svo heppilega vildi til að við vorum báðir vistaðir í Sæmund- arhlíð í Skagafirði. Ég á Hóli og hann á frægum bæ sem heitir Skarðsá. Þar bjó kona ein, Pálína að nafni, mikill skörungur og góð manneskja. Við Már hittumst alltaf öðru hvoru og það var ótrúlega heillandi að koma í heimsókn að Skarðsá. Það var eins og að ganga beint inn í 19. öldina hvað húsakost varðaði. Þarfir sínar gerði maður í flór- inn og öll voru húsin gerð úr torfi og grjóti. Flest voru gólfin gljáandi, niðurtroðin moldargólf. Það var ómetanlegt að kynnast þessu og sjá með eigin augum. Eftir að ég hóf nám í Danmörku urðu samskipti okkar Más strjálli, en ég heimsótti þau Má og Sigríði Ellu Magnúsdóttur, söngkonu og þáverandi eigin- konu hans, í Vínarborg þar sem þau voru bæði við nám seint á sjötta áratugnum. Már var þá í tvöföldu námi, í þjóðháttafræði og söng. Eftir að heim var komið fékkst Már aðallega við söng- kennslu, bæði við Söngskólann í Reykjavík og á Akureyri, þar sem hann var deildarstjóri söng- deildar tónlistarskólans þar í nokkur ár. Már var einnig lög- giltur skjalaþýðandi. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem Már þurfti að takast á við í lífi sínu virtist hann ætíð hafa haft hæfileika til að vinna sig út úr þeim á sannfærandi hátt. Ég þakka af hjarta vináttu hans sem aldrei bar skugga á. Sá strengur, sem hljómaði á milli okkar, bar í sér hreinan tón. Fjölskyldu hans og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Gunnar Kvaran.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.