Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 103

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 103
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Örn Arnarson, sundþjálfari úr Hafnarfirði, mun á næstunni færa sig um set í Danmörku þar sem hann hefur starfað við þjálfun undanfarin ár. Örn hefur verið ráðinn þjálfari hjá GTI-sundfélaginu í Kaupmannahöfn. Þar mun Örn hefja störf 1. júlí næstkomandi samkvæmt fréttatilkynningu en hann er nú afreksþjálfari hjá Esbjerg Svømmeclub en þjálfaði einnig áður hjá Álaborg, Hróars- keldu og Køge. GTI er félag sem tilheyrir þremur svæðum í útjaðri Kaupmannahafnar: Greve, Tune og Ishøj en fyrir það stendur skammstöfunin í nafni félagsins. Fleiri Íslendingar koma að sundþjálfun í Danmörku en Skagamaðurinn Eyleif- ur Jóhannesson þjálfað hjá Álaborg í mörg ár. Örn átti glæsilegan feril sem sundmaður og vann til verðlauna bæði á heims- meistaramóti og Evrópumóti. Hann fór á þrenna Ólympíuleika og hafnaði í 4. sæti í 200 metra baksundi á leikunum í Sydney árið 2000. Hann varð auk þess margfaldur Evrópumeistari í 25 metra laug. kris@mbl.is Örn færir sig um set Örn Arnarson Valur virðist vera við það að semja við þrjá erlenda leikmenn fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á komandi keppnistímabili. Leikmennirnir sem um ræðir eru Arianna Romero sem kemur frá Vålerenga í Noregi, Teresa Noyola sem lék síðast með Kibi í Japan og Crystal Thomas sem lék með Medkila í Noregi í fyrra. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sagði við fotbolti.net að þær væru allar farnar að æfa með liðinu en bíða leikheimildar. Romero er varnarmaður og lék hér á landi með ÍBV sum- arið 2016, spilaði þá alla 18 leiki Eyjakvenna í úrvalsdeild- inni, en hún er mexíkóskur landsliðsmaður með 33 landsleiki að baki. Hún spilaði átta leiki með Vålerenga á síðasta tíma- bili. Miðjumaðurinn Noyola er einnig mexíkósk landsliðskona, en hún hefur spil- að 44 landsleiki og lék m.a. með Houston Dash og Seattle Reign í Bandaríkj- unum. Thomas er bandarísk og leikur sem framherji. Hún lék níu af 22 leikjum Medkila á síðasta tímabili og skoraði eitt mark en liðið varð langneðst og féll. Valskonur að fá liðsstyrk Arianna Romero Eftir níu sekúndur í honum kom áttunda mark Íslands, sem skoraði alls fimm mörk í leikhlutanum og vann risasigur 12:1. Silvía Björgvins- dóttir skoraði fimm af mörkum Ís- lands í leiknum og Herborg Geirs- dóttir skoraði þrjú en Flosrún, Kristín Ingadóttir, Sunna Björgvinsdóttir og Arndís Sigurðardóttir gerðu eitt mark hver og Sarah Smiley átti fjórar stoð- sendingar. Spánn og Taívan voru efst og jöfn með 9 stig fyrir leik liðanna seint í gærkvöld en honum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Ísland er með 8 stig og Nýja-Sjáland 7 en Rúm- enía og Tyrkland eru án stiga á botn- inum. andriyrkill@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann sannkallaðan risasigur gegn Rúmeníu þegar þjóðirnar mættust í gær í B-riðli 2. deildar heimsmeist- aramótsins sem nú stendur yfir í Valdemoro á Spáni. Lokatölur urðu 12:1 og fyrir síðasta leikinn gegn Taív- an á morgun er Ísland með örlögin í eigin höndum hvað verðlaun varðar. Það var snemma ljóst í hvað stefndi eftir að Flosrún Vaka Jóhannesdóttir kom Íslandi yfir eftir rétt rúma mín- útu. Eftir fylgdu fjögur mörk í fyrsta leikhluta og staðan að honum loknum 5:0 fyrir Ísland. Í öðrum leikhluta minnkaði Rúmenía muninn, en Ísland bætti tveimur mörkum við og var 7:1 yfir fyrir þriðja og síðasta leikhluta. Risasigur gegn Rúmenum á HM Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Fimm Silvía Björgvinsdóttir var markahæst gegn Rúmeníu í gær. Íslenska liðið mætir Taívan í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni á morgun. Borgarnes, Dominos-deild kvenna, miðvikudag 21. mars 2018. Gangur leiksins: 4:4, 9:5, 14:10, 20:19, 30:24, 34:26, 40:33, 45:41, 48:41, 58:47, 66:51, 68:54, 73:57, 78:57, 84:62, 89:69. Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 33/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jó- hanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 8, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, Guðrún Ósk Ámundadóttir 6/4 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Gunn- hildur Hansdóttir 2, Jeanne Sicat 2. Fráköst: 26 í vörn, 15 í sókn. Stjarnan: Danielle Rodriguez 32/6 fráköst/12 stoð./5 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, Bryndís Hanna Hreins- dóttir 9/5 fráköst, Bríet Sif Hinriks- dóttir 5/6 fráköst, Kristín Fjóla Reyn- isdóttir 2, Linda Kristjánsdóttir 2. Fráköst: 18 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Leifur Garðarss., Rögnvald- ur Hreiðarsson, Eggert Aðalsteinsson. Áhorfendur: 250. Skallagrímur – Stjarnan 89:69 _ Chanté Sandiford, sem hefur varið mark kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu undanfarin þrjú ár, er gengin til liðs við Avaldsnes, næststerkasta lið Nor- egs. Hún staðfesti við Morgunblaðið í gær að hún hefði samið við félagið til eins árs. Sandiford, sem er landsliðs- markvörður Guyana, hefur leikið alla 54 deildaleiki Selfyssinga undanfarin þrjú ár, 36 þeirra í úrvalsdeildinni, og var fyrirliði liðsins um skeið. _ Zeiko Lewis, landsliðsmaður Ber- múda í knattspyrnu, er genginn til liðs við FH-inga og hefur samið við þá út þetta keppnistímabil. Hann er 22 ára gamall miðju- eða sóknarmaður og var í röðum New York Red Bulls á síð- asta tímabili en spilaði með B-liði fé- lagsins í næstefstu deild Bandaríkj- anna. Þar á undan lék hann í þrjú ár með háskólaliði í Boston. Lewis hefur leikið 14 A-landsleiki, þann fyrsta að- eins 16 ára gamall, og hefur skorað í þeim 4 mörk. _ Þrír íslenskir hlauparar verða með- al keppenda á heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni sem fram fer í Valencia á Spáni á laugardaginn. Þetta eru þau Andrea Kolbeinsdóttir, Elín Edda Sig- urðardóttir og Arnar Pétursson, öll úr ÍR. Þetta verður í þriðja sinn sem Arn- ar tekur þátt í mótinu en hann hljóp í Cardiff fyrir tveimur árum, þar sem hann varð í 67. sæti á sínum besta tíma eða 1:08,02 klukkustundum, og í Kaupmannahöfn árið 2014. Um frum- raun er að ræða hjá hinni 19 ára gömlu Andreu og lækna- nemanum Elínu Eddu, en þrátt fyrir stuttan feril varð sú síð- arnefnda Íslands- meistari í hálf- maraþoni síðasta sumar þegar hún hljóp hraðast í Reykjavík- urmaraþoninu. Tíma- setning hlaupsins í Valencia á laugardag er nokkuð óvenjuleg þar sem hlaupið verð- ur að kvöldi til, en ekki í morgunsárið. Búist er við að yfir 300 hlauparar frá 87 lönd- um taki þátt í mótinu. Eitt ogannað Baráttan um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik harðnaði enn frekar með sigri Skallagríms á Stjörnunni 89:69 í Borgarnesi í gær. Liðin eru nú jöfn í 4.-5. sæti með 28 stig þegar einungis lokaumferðin er eftir. Þar eiga bæði þessi lið erfiða and- stæðinga. Skallagrímur fer á Ásvelli og leikur gegn deildameisturum Hauka. Stjarnan á heimaleik á móti Val sem er í baráttu við Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur um 2. sætið í deildinni. Fari svo að Skallagrímur og Stjarnan verði með jafnmörg stig að deildakeppninni lokinni fær Skalla- grímur fjórða sætið vegna innbyrð- isviðureigna liðanna. Þar er Skalla- grímur með þrjá sigra en Stjarnan einn. Eins og áður segir mun Valur fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni í lokaumferðinni en ríkjandi meistarar í Keflavík eiga grannaslag í Njarðvík gegn botnliðinu. Eftir stórsigur Keflavíkur á Haukum í gær, 90:70, verður að teljast líklegt að Keflavík bæti við tveimur stigum í loka- umferðinni þótt Njarðvík hafi unnið sinn fyrsta sigur í gær í Smáranum, 59:77. Valur tapaði nokkuð óvænt á Hlíð- arenda í gær fyrir Snæfelli, 58:59. Keflavík er tveimur stigum ofar en Valur með 38 stig. Fari svo að liðin verði jöfn að deildakeppninni lokinni fær Valur annað sætið þar sem liðið varð ofan á í innbyrðisviðureignum liðanna. Þar unnu liðin hvort sína tvo leikina en Valur vann stærri sigra. 33 stig hjá Tyson-Thomas Í Borgarnesi voru þær bandarísku stigahæstar. Carmen Tyson-Thomas var með 33 stig, 15 fráköst og 8 stoð- sendingar í mikilvægum sigri Skalla- gríms. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skilaði 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Danielle Victoria Ro- driguez gerði 32 stig fyrir Stjörnuna og gaf 12 stoðsendingar. Á Hlíðarenda var Kristen Denise McCarthy stigahæst í sigri Snæfells með 24 stig og gaf 14 fráköst og Alda Leif Jónsdóttir var með 11 stig. Aa- lyah Whiteside var stigahæst hjá Val með 20 stig og tók 14 fráköst en Vals- konur gætu þurft að sætta sig við 3. sætið í deildakeppninni eftir þetta tap en liðið var á toppnum í lok árs. Í Keflavík voru ríkjandi meistarar sannfærandi gegn deildameist- urunum og kvittuðu fyrir sárt tap karlaliðsins gegn sömu andstæð- ingum kvöldið áður. Brittanny Dink- ins skilaði Keflavík fjörtíu stigum og tók 11 fráköst. Hjá Haukum var Hel- ena Sverrisdóttir atkvæðamest með 21 stig og tók átta fráköst. kris@m- bl.is Skallagrímur upp að hlið Stjörnunnar Morgunblaðið/Eggert Skoraði Carmen Tyson-Thomas lét að vanda mikið að sér kveða með Skalla- grími í leiknum við Stjörnuna og skoraði 33 stig, ásamt því að taka 15 fráköst. - Með jafnmörg stig fyrir lokaumferð- ina - Sæti í úrslitakeppninni í húfi KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, þriðji leikur: Hertz-hellirinn: ÍR – Stjarnan (1:1) ... 19.15 DHL-höllin: KR – Njarðvík (2:0) ........ 19.15 Umspil karla, undanúrslit, þriðji leikur: Smárinn: Breiðablik – Vestri (2:0) ...... 19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Jáverk-völlur: Selfoss – KR ..................... 19 BLAK Önnur umferð kvenna, annar leikur: Húsavík: Völsungur – HK (0:1)................ 20 Í KVÖLD! Meistaradeild kvenna 8-liða úrslit, fyrri leikur: Manchester City – Linköping ................. 2:0 Ítalía Bikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit: Empoli – Fiorentina ................................ 3:4 - Sigrún Ella Einarsdóttir var í hópi vara- manna Fiorentina. Vináttulandsleikir karla Liechtenstein – Andorra ......................... 0:1 Írak – Katar .............................................. 2:3 KNATTSPYRNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.