Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 103
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
Örn Arnarson, sundþjálfari úr Hafnarfirði, mun á næstunni
færa sig um set í Danmörku þar sem hann hefur starfað við
þjálfun undanfarin ár. Örn hefur verið ráðinn þjálfari hjá
GTI-sundfélaginu í Kaupmannahöfn.
Þar mun Örn hefja störf 1. júlí næstkomandi samkvæmt
fréttatilkynningu en hann er nú afreksþjálfari hjá Esbjerg
Svømmeclub en þjálfaði einnig áður hjá Álaborg, Hróars-
keldu og Køge. GTI er félag sem tilheyrir þremur svæðum í
útjaðri Kaupmannahafnar: Greve, Tune og Ishøj en fyrir það
stendur skammstöfunin í nafni félagsins. Fleiri Íslendingar
koma að sundþjálfun í Danmörku en Skagamaðurinn Eyleif-
ur Jóhannesson þjálfað hjá Álaborg í mörg ár.
Örn átti glæsilegan feril sem sundmaður og vann til verðlauna bæði á heims-
meistaramóti og Evrópumóti. Hann fór á þrenna Ólympíuleika og hafnaði í 4.
sæti í 200 metra baksundi á leikunum í Sydney árið 2000. Hann varð auk þess
margfaldur Evrópumeistari í 25 metra laug. kris@mbl.is
Örn færir sig um set
Örn
Arnarson
Valur virðist vera við það að semja við þrjá erlenda leikmenn
fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á komandi
keppnistímabili. Leikmennirnir sem um ræðir eru Arianna
Romero sem kemur frá Vålerenga í Noregi, Teresa Noyola
sem lék síðast með Kibi í Japan og Crystal Thomas sem lék
með Medkila í Noregi í fyrra. Pétur Pétursson, þjálfari Vals,
sagði við fotbolti.net að þær væru allar farnar að æfa með
liðinu en bíða leikheimildar.
Romero er varnarmaður og lék hér á landi með ÍBV sum-
arið 2016, spilaði þá alla 18 leiki Eyjakvenna í úrvalsdeild-
inni, en hún er mexíkóskur landsliðsmaður með 33 landsleiki
að baki. Hún spilaði átta leiki með Vålerenga á síðasta tíma-
bili. Miðjumaðurinn Noyola er einnig mexíkósk landsliðskona, en hún hefur spil-
að 44 landsleiki og lék m.a. með Houston Dash og Seattle Reign í Bandaríkj-
unum. Thomas er bandarísk og leikur sem framherji. Hún lék níu af 22 leikjum
Medkila á síðasta tímabili og skoraði eitt mark en liðið varð langneðst og féll.
Valskonur að fá liðsstyrk
Arianna
Romero
Eftir níu sekúndur í honum kom
áttunda mark Íslands, sem skoraði
alls fimm mörk í leikhlutanum og
vann risasigur 12:1. Silvía Björgvins-
dóttir skoraði fimm af mörkum Ís-
lands í leiknum og Herborg Geirs-
dóttir skoraði þrjú en Flosrún, Kristín
Ingadóttir, Sunna Björgvinsdóttir og
Arndís Sigurðardóttir gerðu eitt mark
hver og Sarah Smiley átti fjórar stoð-
sendingar.
Spánn og Taívan voru efst og jöfn
með 9 stig fyrir leik liðanna seint í
gærkvöld en honum var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun. Ísland er
með 8 stig og Nýja-Sjáland 7 en Rúm-
enía og Tyrkland eru án stiga á botn-
inum. andriyrkill@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí
vann sannkallaðan risasigur gegn
Rúmeníu þegar þjóðirnar mættust í
gær í B-riðli 2. deildar heimsmeist-
aramótsins sem nú stendur yfir í
Valdemoro á Spáni. Lokatölur urðu
12:1 og fyrir síðasta leikinn gegn Taív-
an á morgun er Ísland með örlögin í
eigin höndum hvað verðlaun varðar.
Það var snemma ljóst í hvað stefndi
eftir að Flosrún Vaka Jóhannesdóttir
kom Íslandi yfir eftir rétt rúma mín-
útu. Eftir fylgdu fjögur mörk í fyrsta
leikhluta og staðan að honum loknum
5:0 fyrir Ísland. Í öðrum leikhluta
minnkaði Rúmenía muninn, en Ísland
bætti tveimur mörkum við og var 7:1
yfir fyrir þriðja og síðasta leikhluta.
Risasigur gegn
Rúmenum á HM
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Fimm Silvía Björgvinsdóttir var markahæst gegn Rúmeníu í gær. Íslenska liðið
mætir Taívan í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni á morgun.
Borgarnes, Dominos-deild kvenna,
miðvikudag 21. mars 2018.
Gangur leiksins: 4:4, 9:5, 14:10,
20:19, 30:24, 34:26, 40:33, 45:41,
48:41, 58:47, 66:51, 68:54, 73:57,
78:57, 84:62, 89:69.
Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas
33/15 fráköst/8 stoðsendingar/5
stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
18/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jó-
hanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst,
Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 8,
Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, Guðrún
Ósk Ámundadóttir 6/4 fráköst, Bríet
Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Gunn-
hildur Hansdóttir 2, Jeanne Sicat 2.
Fráköst: 26 í vörn, 15 í sókn.
Stjarnan: Danielle Rodriguez 32/6
fráköst/12 stoð./5 stolnir, María Lind
Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný
Harðardóttir 9, Bryndís Hanna Hreins-
dóttir 9/5 fráköst, Bríet Sif Hinriks-
dóttir 5/6 fráköst, Kristín Fjóla Reyn-
isdóttir 2, Linda Kristjánsdóttir 2.
Fráköst: 18 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Leifur Garðarss., Rögnvald-
ur Hreiðarsson, Eggert Aðalsteinsson.
Áhorfendur: 250.
Skallagrímur – Stjarnan 89:69
_ Chanté Sandiford, sem hefur varið
mark kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu
undanfarin þrjú ár, er gengin til liðs
við Avaldsnes, næststerkasta lið Nor-
egs. Hún staðfesti við Morgunblaðið í
gær að hún hefði samið við félagið til
eins árs. Sandiford, sem er landsliðs-
markvörður Guyana, hefur leikið alla
54 deildaleiki Selfyssinga undanfarin
þrjú ár, 36 þeirra í úrvalsdeildinni, og
var fyrirliði liðsins um skeið.
_ Zeiko Lewis, landsliðsmaður Ber-
múda í knattspyrnu, er genginn til liðs
við FH-inga og hefur samið við þá út
þetta keppnistímabil. Hann er 22 ára
gamall miðju- eða sóknarmaður og
var í röðum New York Red Bulls á síð-
asta tímabili en spilaði með B-liði fé-
lagsins í næstefstu deild Bandaríkj-
anna. Þar á undan lék hann í þrjú ár
með háskólaliði í Boston. Lewis hefur
leikið 14 A-landsleiki, þann fyrsta að-
eins 16 ára gamall, og hefur skorað í
þeim 4 mörk.
_ Þrír íslenskir hlauparar verða með-
al keppenda á heimsmeistaramótinu í
hálfmaraþoni sem fram fer í Valencia
á Spáni á laugardaginn. Þetta eru þau
Andrea Kolbeinsdóttir, Elín Edda Sig-
urðardóttir og Arnar Pétursson, öll úr
ÍR. Þetta verður í þriðja sinn sem Arn-
ar tekur þátt í mótinu en hann hljóp í
Cardiff fyrir tveimur árum, þar sem
hann varð í 67. sæti á sínum besta
tíma eða 1:08,02 klukkustundum, og í
Kaupmannahöfn árið 2014. Um frum-
raun er að ræða hjá hinni 19 ára
gömlu Andreu og lækna-
nemanum Elínu Eddu,
en þrátt fyrir stuttan
feril varð sú síð-
arnefnda Íslands-
meistari í hálf-
maraþoni síðasta
sumar þegar hún
hljóp hraðast í
Reykjavík-
urmaraþoninu. Tíma-
setning hlaupsins í
Valencia á laugardag
er nokkuð óvenjuleg
þar sem hlaupið verð-
ur að kvöldi til, en ekki
í morgunsárið. Búist
er við að yfir 300
hlauparar frá 87 lönd-
um taki þátt í mótinu.
Eitt
ogannað
Baráttan um fjórða og síðasta sætið í
úrslitakeppni Dominos-deildar
kvenna í körfuknattleik harðnaði enn
frekar með sigri Skallagríms á
Stjörnunni 89:69 í Borgarnesi í gær.
Liðin eru nú jöfn í 4.-5. sæti með 28
stig þegar einungis lokaumferðin er
eftir.
Þar eiga bæði þessi lið erfiða and-
stæðinga. Skallagrímur fer á Ásvelli
og leikur gegn deildameisturum
Hauka. Stjarnan á heimaleik á móti
Val sem er í baráttu við Íslands- og
bikarmeistara Keflavíkur um 2. sætið
í deildinni.
Fari svo að Skallagrímur og
Stjarnan verði með jafnmörg stig að
deildakeppninni lokinni fær Skalla-
grímur fjórða sætið vegna innbyrð-
isviðureigna liðanna. Þar er Skalla-
grímur með þrjá sigra en Stjarnan
einn.
Eins og áður segir mun Valur fara
í Garðabæinn og mæta Stjörnunni í
lokaumferðinni en ríkjandi meistarar
í Keflavík eiga grannaslag í Njarðvík
gegn botnliðinu. Eftir stórsigur
Keflavíkur á Haukum í gær, 90:70,
verður að teljast líklegt að Keflavík
bæti við tveimur stigum í loka-
umferðinni þótt Njarðvík hafi unnið
sinn fyrsta sigur í gær í Smáranum,
59:77.
Valur tapaði nokkuð óvænt á Hlíð-
arenda í gær fyrir Snæfelli, 58:59.
Keflavík er tveimur stigum ofar en
Valur með 38 stig. Fari svo að liðin
verði jöfn að deildakeppninni lokinni
fær Valur annað sætið þar sem liðið
varð ofan á í innbyrðisviðureignum
liðanna. Þar unnu liðin hvort sína tvo
leikina en Valur vann stærri sigra.
33 stig hjá Tyson-Thomas
Í Borgarnesi voru þær bandarísku
stigahæstar. Carmen Tyson-Thomas
var með 33 stig, 15 fráköst og 8 stoð-
sendingar í mikilvægum sigri Skalla-
gríms. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
skilaði 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 6
stoðsendingar. Danielle Victoria Ro-
driguez gerði 32 stig fyrir Stjörnuna
og gaf 12 stoðsendingar.
Á Hlíðarenda var Kristen Denise
McCarthy stigahæst í sigri Snæfells
með 24 stig og gaf 14 fráköst og Alda
Leif Jónsdóttir var með 11 stig. Aa-
lyah Whiteside var stigahæst hjá Val
með 20 stig og tók 14 fráköst en Vals-
konur gætu þurft að sætta sig við 3.
sætið í deildakeppninni eftir þetta
tap en liðið var á toppnum í lok árs.
Í Keflavík voru ríkjandi meistarar
sannfærandi gegn deildameist-
urunum og kvittuðu fyrir sárt tap
karlaliðsins gegn sömu andstæð-
ingum kvöldið áður. Brittanny Dink-
ins skilaði Keflavík fjörtíu stigum og
tók 11 fráköst. Hjá Haukum var Hel-
ena Sverrisdóttir atkvæðamest með
21 stig og tók átta fráköst. kris@m-
bl.is
Skallagrímur
upp að hlið
Stjörnunnar
Morgunblaðið/Eggert
Skoraði Carmen Tyson-Thomas lét að vanda mikið að sér kveða með Skalla-
grími í leiknum við Stjörnuna og skoraði 33 stig, ásamt því að taka 15 fráköst.
- Með jafnmörg stig fyrir lokaumferð-
ina - Sæti í úrslitakeppninni í húfi
KÖRFUKNATTLEIKUR
8-liða úrslit karla, þriðji leikur:
Hertz-hellirinn: ÍR – Stjarnan (1:1) ... 19.15
DHL-höllin: KR – Njarðvík (2:0) ........ 19.15
Umspil karla, undanúrslit, þriðji leikur:
Smárinn: Breiðablik – Vestri (2:0) ...... 19.15
KNATTSPYRNA
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Jáverk-völlur: Selfoss – KR ..................... 19
BLAK
Önnur umferð kvenna, annar leikur:
Húsavík: Völsungur – HK (0:1)................ 20
Í KVÖLD!
Meistaradeild kvenna
8-liða úrslit, fyrri leikur:
Manchester City – Linköping ................. 2:0
Ítalía
Bikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit:
Empoli – Fiorentina ................................ 3:4
- Sigrún Ella Einarsdóttir var í hópi vara-
manna Fiorentina.
Vináttulandsleikir karla
Liechtenstein – Andorra ......................... 0:1
Írak – Katar .............................................. 2:3
KNATTSPYRNA