Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 81
MENNING 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
AF TILRAUNUM
Ragnheiður Eiríksdóttir
heidatrubador@gmail.com
Það er komið að þriðja undan-úrslitakvöldi Músíktilraunaog átta hljómsveitir voru á
dagskrá þetta þriðjudagskvöld, 20.
mars 2018. Fyrst til að spreyta sig
var reykvíska tríóið Ateria, skipað
þremur stúlkum á aldrinum 12 til
17. Hin 12 ára trommandi Fönn
Fannarsdóttir stóð sig með ein-
dæmum vel, og lög Ateria voru vel
inn römmuð og útsett, og myrkra
og drungalegra goth-áhrifa gætti í
lagasmíðunum.
Black Bar var einsmennings-
sveit Bjarma Alexanders sem tefldi
fram tveimur gjörólíkum lögum.
Hið fyrra var kassagítarsslagari og
hið seinna nýrómantískt tölvupopp
eins og algengt var í upphafi ní-
unda áratugarins. Frábærlega frá-
brugðin lög og einstakt atriði í alla
staði.
Nótt úr Hafnarfirði líða fyrir
það að vera nýbyrjaðir, en hljóm-
sveitin var stofnuð í síðasta mán-
uði. Söngvari er hikandi og nær sér
ekki almennilega á flug og lögin
hljóma ekki fyllilega tilbúin. Síðara
lagið byrjar með mjög flottum og
ögrandi gítar en svo kemur bara
meira af því sama. Það er um að
gera að halda bara áfram og finna
sinn stíl.
Darri Tryggvason, sem síð-
astur steig á sviðið fyrir hlé var
eins og Nótt, tónlistarmaður í mót-
un. Fyrra lag hans, „Fljúgðu“, var
reyndar prýðisgott en hið síðara
vantaði betra form: Ris, uppbygg-
ingar og brýr á rétta staði og þá
byrjar eitthvað spennandi að mót-
ast.
Eftir ljómandi góða kaffipásu
reið Jóhanna Elísa á vaðið, og
þarna er á ferðinni lærð söngkona
og lagasmiður úr FÍH. Fyrra lagið
var dreymandi og hugljúft og í
anda tónlistarmanna á borð við
Enyu, en það vantar samt eitthvað.
Það vantar eitthvert yfirborð sem
mótvægi við fagra tóna og ljúf úú-
úúú. Allt er fagurlega framkvæmt,
en heldur ekki athygli, og er of
mikið fullorðins-popp fyrir minn
smekk.
Morii var eina rokksveit
kvöldsins og ein af fáum rokk-
hljómsveitum sem keppa á Mús-
iktilraunum í ár (Hvar er rokkið,
krakkar?). Morii er þó ekki fylli-
lega búin að finna sinn stíl og á
köflum er allt of mikið í gangi í
einu til að skilningarvitin nái að
greina lagið. Útkoman er rokksúpa
sem gæti verið bragðgóð, en það
þarf að betrumbæta uppskriftina
aðeins.
Agnarsmár er rappverkefni
Agnars Dofra sem byrjaði að rappa
Eitthvað spennandi að mótast
Morgunblaðið/Hari
Færir Ljósfari lokaði kvöldinu og voru menn afar vel spilandi og syngjandi.
til að tjá sig og endurspegla líf sitt.
Síðara lagið var betra og frábærar
pælingar í textum, en þarna er á
ferðinni hugrakkur og áhugaverður
rappari sem vert er að fylgjast
með.
Ljósfari lokaði kvöldinu og þar
eru á ferð afar vel spilandi og
syngjandi fimm-menningar, en lög-
in hljóma allt of kunnuglega til að
hægt sé að gleyma sér og njóta.
Fyrra lag þeirra er til að mynda að
stórum hluta eins og gamalt Toto-
lag og tónlist Ljósfara hljómar eins
og einhver bræðingur á milli Toto
og Sálarinnar hans Jóns míns.
Þarna er að sjálfsögðu að finna
prýðis-hljóðfæraleikara en þeir
hafa tækifæri til að vinna svolítið í
frumlegheitum.
Þá var dagskrá lokið og við
tók talning atvæða, og þegar allt
var komið upp úr kössunum var
niðurstaðan ljós. Ljósfari hlaut
kosningu úr sal en dómnefnd valdi
hljómsveitina Ateria í úrslitin.
Þessar tvær hljómsveitir eru því
komnar áfram og spila aftur á
laugardagskvöldið í Hörpu.
»Hin 12 ára tromm-andi Fönn Fann-
arsdóttir stóð sig með
eindæmum vel, og lög
Ateria voru vel inn
römmuð og útsett.
Rokkarar Morii var eina rokksveit kvöldsins og þær eru fáar í Músíktil-
raunum í ár. Morii er þó ekki fyllilega búin að finna sinn stíl.
Agnarsmár Rappverkefni Agnars Dofra sem byrjaði að rappa til að tjá sig
og endurspegla líf sitt. Áhugaverður rappari þar á ferð.
Myrk Lög Ateria voru vel inn römmuð og útsett, og myrkra og drungalegra
goth-áhrifa gætti í lagasmíðunum. Ateria komst áfram í úrslit.
Fagurt Allt var fagurlega gert hjá Jóhönnu Elísu en hélt ekki athygli, það
vantaði eitthvert yfirborð sem mótvægi við fagra tóna og ljúf úúúú.
ICQC 2018-20
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir mánudaginn 16. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla,
brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og
brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu.
Brúðkaups-
blað
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 20. apríl