Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 116

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 116
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Elínrós Líndal elinros@mbl.is S igurður Hannesson hefur gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins frá ágúst 2017. Áður sinnti hann marg- víslegum störfum á fjármálamark- aði í áratug, síðast sem fram- kvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka. Sigurður var varaformaður framkvæmdahóps um losun fjár- magnshafta og kynnti áætlun stjórnvalda um losun þeirra árið 2015. Þá var Sigurður formaður sérfræðingahóps um Leiðrétt- inguna 2013 og tók þannig þátt í mótun stefnunnar sem var síðar fylgt eftir. Auk starfa á fjár- málamarkaði hefur Sigurður meðal annars verið prófdómari við verk- fræði- og náttúruvísindasvið Há- skóla Íslands og stundað kennslu við Háskóla Íslands og Oxford- háskóla. Sigurður er stærðfræð- ingur að mennt með doktorspróf frá Oxford-háskóla og er með próf í verðbréfamiðlun. Áherslumálin fjögur „Þau fjögur áherslumál sem Sam- tök iðnaðarins leggja sérstaka áherslu á eru menntun, innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi. Í ný- legri rannsókn á vegum Alþjóða- bankans segir að þessi fjögur mál hafi mest áhrif á framleiðni og samkeppnishæfni ríkja,“ segir Sig- urður og heldur áfram. „Flest ríki heims vinna að því að bæta sína stöðu og við þurfum að gera það líka til að dragast ekki aftur úr.“ Sigurður segir Íslendinga á tímamótum. „Efnahagsleg endurreisn Íslands hefur gengið vonum framar og er nú lokið. Nú þarf að líta til fram- tíðar þar sem mikilvægasta verk- efnið er að móta atvinnustefnu sem segja má að sé rauði þráðurinn í annarri stefnumótun t.d. í mennta- málum, orkumálum, innviða- uppbyggingu og nýsköpun.“ Fjölgun stoða Sigurður útskýrir hvernig fjölga þurfi stoðunum og auka fjölbreytni í útflutningi til þess að draga úr sveiflum. „Skiptir þar miklu máli að virkja hugvitið og skapa þannig verðmæti.“ Hvað stendur upp úr að þínu mati frá Iðnþingi? „Það sem stendur uppúr eru um- ræður um þau tækifæri og þær áskoranir sem iðnaður á Íslandi stendur frammi fyrir, ekki síst í þessum fjórum málaflokkum. Forsenda bættrar samkeppn- ishæfni er að starfsumhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Sveiflukennt hagkerfi, launahækk- anir langt umfram það sem gerist í nágrannalöndum, hærri vextir og skattar yfir meðaltali annarra ríkja eru dæmi um slíkar áskoranir. Tryggingagjald sem leggst á laun er talsverð byrði á fyrirtækin, ekki síst með miklum launahækkunum síðustu ára. Um nokkurra ára skeið hefur staðið til að lækka gjaldið og hlýtur slíkt að verða til- kynnt á þessu ári. Kemur þetta niður á hagkvæmni rekstrar á Ís- landi og stöðu íslenskra fyrirtækja í erlendri samkeppni, hvort heldur í útflutningi eða samkeppni við inn- flutning. Fyrirtæki sitja ekki að- gerðalaus þegar slíkar aðstæður eru uppi heldur neyðast til að fækka starfsfólki og loka starfsemi. Það eru því blikur á lofti þrátt fyr- ir góðan gang í hagkerfinu.“ Sigurður segir að aukinn stöð- ugleiki sé ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag því fleiri störf verða til og aukin verðmæti sem standa undir auknum lífsgæðum. Þannig verður Ísland eftirsóttara til atvinnu- rekstrar og búsetu. Menntamálin mikilvæg Hann leggur áherslu á mikilvægi menntamála. „Fáir fara í iðn- og starfsnám hér á landi miðað við önnur lönd en mikil eftirspurn er eftir fólki með slíka menntun. Ein- ungis 12% nema fara í iðn- og starfsnám strax að loknum grunn- skóla en hlutfallið er talsvert hærra í öðrum löndum. Fyr- irtækjum hefur reynst erfitt að fá iðnmenntað fólk til starfa í ákveðnum greinum þrátt fyrir góð laun. Samtök iðnaðarins hafa lagt áherslu á að fjölga iðn- og verk- menntuðum á vinnumarkaði. Það var því ákaflega ánægjulegt að stofna til samstarfs við Kviku banka um Hvatningarsjóð Kviku sem mun styrkja efnilega iðnnema. Það er staðreynd að margir sjóðir styrkja nemendur á háskólastigi og í listnámi en efnilegir iðnnemar hafa orðið útundan. Sjóðurinn mun úthluta fimm milljónum króna á ári næstu þrjú árin. Þá er árangur í menntakerfinu ekki í takt við fjárframlög en grunnskólakerfið hér á landi er eitt það dýrasta meðal OECD ríkjanna en nemendur hér á landi eru eft- irbátar annarra sé horft til PISA kannana. Menntakerfið í núverandi mynd byggir á aldagömlum hugmyndum. Með þeim framförum sem orðið hafa og vænta má að verði í sam- félagi og atvinnulífi okkar þarf nýja hugsun og djarfa framtíð- arsýn til þess að starfsmenn fram- tíðarinnar séu betur undirbúnir fyrir áskoranir og tækifæri þeirra tíma. Leggja þarf meiri áherslu á þá grundvallarfærni sem er starfs- mönnum framtíðar nauðsynleg – aðlögunarhæfni, stafræna færni, sköpun og lausnamiðun svo eitt- hvað sé nefnt. Það skiptir máli að vekja áhuga nemenda á tækni. Þess vegna hafa Samtök iðnaðarins tekið höndum saman með stjórn- völdum og afhentar hafa verið um fimmtán þúsund forritanlegar smá- tölvur (Microbit) sem nemendur í grunnskólum landsins hafa for- ritað. Eins hafa samtökin hvatt til þess að þátturinn „Nýjasta tækni og vísindi“ verði endurvakinn í ein- hverri mynd og settur á dagskrá í íslensku sjónvarpi.“ Framsýn þjóð Sigurður telur að það hafi verið framsýn þjóð sem byggði upp sam- félagið á síðustu öld frá fátækt yfir í velsæld. „Þrátt fyrir lítil efni var fjárfest í innviðum landsins enda eru þeir grundvöllur mikillar verð- mætasköpunar. Sjávarútvegur reið- ir sig á góðar hafnir, ferðaþjónusta á örugga vegi og flugvelli og iðn- aður á aðgengi að rafmagni svo dæmi séu tekin. Ástand innviða á Íslandi er nú óásættanlegt. Upp- söfnuð viðhaldsþörf nemur á fjórða hundrað milljarða króna sam- kvæmt skýrslu sem Samtök iðn- aðarins og félag ráðgjafaverkfræð- inga gáfu út sl. haust. Of lítið viðhald undanfarinna ára er farið að bitna á gæðum og öryggi. Ljóst er að bæta þarf verulega í fjár- framlög til að vinna á vandanum. Viðhaldsþörfin er mest í vega- Iðnaður styður við góð lífskjör í landinu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að nú þegar efnahagsleg end- urreisn Íslands sé að baki sé nauðsynlegt að líta til framtíðar. Þar er mikilvægasta verkefnið að hans mati að móta atvinnustefnu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Nýsköpun Frá Matís. Sigurður segir að nýsköpun sé grundvöllur að aukinni verðmætasköpun og að við slíka starfsemi verði að styðja með ráðum og dáð, til dæmis með því að afnema þak á endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarstarfs. Umhverfið „Forsenda bættrar samkeppnishæfni er að starfs- umhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.