Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 ✝ Gunnar Haf-steinn Elíasson fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1931. Hann lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, 18. mars 2018. Gunnar var son- ur hjónanna Elíasar Guðmundssonar og Sigríðar Einars- dóttur. Hann var næstelstur átta systkina, en systkini hans voru; Einar Tjörvi (látinn), Hreinn (látinn), Ólafur Tryggvason, Edda, Iðunn, Guð- rún og Sigríður (látin). Hinn 17. júní 1952 kvæntist hann Guðjónínu Sigurðardóttur, f. 8.1. 1934, fyrrverandi skólarit- ara í Grundaskóla, en hún lést árið 2013. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson og Þóra Guðjónsdóttir. Gunnar og Nína (eins og hún var ávallt kölluð) bjuggu allan sinn búskap á Akranesi, utan eitt Börn: Maren Ýr og Kristian Olai. d) Guðný Birna, maki Elías Vikt- or Lárusson. Börn: Lárus Grétar og Friðdís Eyrún. 3) Guðbjörg f. 13.11. 1963, maki Helge Karsten Kleppe. Synir hennar eru: a) Kári, maki Eva Carema Melgar Rada. Dóttir Julia Von. b) Bjarki, maki Helga Margrét Helgadótt- ir. Dóttir Katrín Harpa. 4) Guð- rún Elsa f. 21.10.1968. Dætur hennar eru: a) Elva Björk, maki Davíð Andri Bragason. b) El- ísabet Eir. c) Fósturdóttir Snæ- dís Mjöll, maki Þórður Bjarkar. Börn: Máni Blær, Matthildur Ásta, Alexander Hilmir og Vík- ingur. Gunnar nam bakaraiðn og rak bakarí um tíma á Akranesi. Hann var einnig um tíma til sjós, sem kokkur, en lengst af starfaði hann sem kjötiðnaðarmaður í Verslun Einars Ólafssonar á Akranesi. Gunnar var virkur í félagsstörfum og gegndi mörg- um ábyrgðarstöðum í Lions- klúbbi Akraness og Lionshreyf- ingunni á Íslandi. Hann var gerður að heiðursfélaga í Lions- klúbbi Akraness árið 2014. Útför Gunnars fer fram frá Akraneskirkju í dag, 22. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. ár sem þau bjuggu á Selfossi. Þau hjón- in eignuðust fjórar dætur: 1) Sigríður Viktoría, f. 12.3. 1952, maki Reynir Gunnarsson. Dætur þeirra eru: a) Nína Borg, maki Jón Örn Arnarson. Börn: Reynir Ver, Ólöf Eir og Arna Ósk. Barnabörnin eru tvö. b) Jóhanna Ólöf. Börn: Sig- ríður Viktoría Líndal, Sara Mjöll, Ingimundur Freyr og Lýdía Líf. c) Berglind, maki Björgvin Sævar Ármannsson. 2) Sigþóra, f. 23.1. 1957, maki Hall- grímur E. Árnason. Börn hennar eru: a) Hallgrímur, maki Matt- hildur Magnúsdóttir. Börn: Harpa Líf, Elmar Freyr og Magnús Darri. b) Gunnar Haf- steinn, maki Kristín Björg Jóns- dóttir. Börn: Aníta Sól, Linda Kristey og Hafsteinn Orri. c) Jón Valur, maki Helene Tyvold. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. (Þorsteinn Sveinsson) Í dag kveð ég þig, elsku pabbi, í síðasta sinn og er það óendanlega sárt en huggun harmi gegn að nú ertu laus úr viðjum hrjáðs líkama og þrotinn krafturinn. En góða skapið, ljúfmennskan og ástin til mín og okkar allra þvarr ekki, svo mikið er víst. Traustari maður og trygglyndari er vandfundinn; dugnaðurinn, atorkusemin og þin dásamlega létta lund. Ekki skammaðir þú mig, þó að ég hafi ekki alltaf verið sú allra stilltasta. Þú beittir bara öðrum ráðum en hávaða og rifrildi til að fá mann til að hlusta og það virkaði, í það minnsta fyrir mig. Einu sinni man ég eftir því að þú settir þig upp á móti því að ég flytti með unnusta mínum austur í Landeyjar til vetrardvalar í sveit og ætluðum við að búa þar skötuhjúin einn vetur. Ekki leist þér vel á þetta hjá mér og held ég að mamma hafi sagt rétt að hann ætti nú erfitt með að sleppa mér aðeins 19 ára langt í burtu frá pabba gamla sem ekki gæti leið- beint litlu „dúllunni“ sinni. Þann vetur skrifaðir þú mér sendibréf sem var mér ómetanlegt og þá fann ég að það var eingöngu af ást og umhyggju fyrir mér sem þú áttir erfitt með að sleppa mér úr augnsýn. Bónbetri mann hef ég aldrei fyrirhitt. Það var alveg sama hvað stóð fyrir dyrum hjá okkur, hvort heldur var verið að fara að fram- kvæma eitthvað stórt eða smátt, halda stórveislu með mat og/eða tertum, þar varst þú á heimavelli með alla þína dásamlegu rétti, fórst létt með það og varst í essinu þínu. Það verður svo skrítið að koma ekki upp á Höfða til þín, elsku pabbi minn, og fá bjarta brosið þitt og faðmlagið þitt sem alltaf var svo hlýtt og notalegt. Þegar við kvöddumst kom ansi oft „Dúlla, einn koss enn“ og var hann auðfenginn enda erum við þessi mikla „knús og kremju“ fjöl- skylda. Margar stundirnar eigum við saman á okkar löngu leið og tel ég mig svo sannarlega hafa unnið í „pabba og mömmu lottóinu“ þeg- ar mér var úthlutað til ykkar mömmu. Heimurinn væri betri ef aðrir væru eins og þú varst; ósér- hlífinn, samviskusamur og dug- legur með eindæmum. Þú vannst þig út úr öllum þínum erfiðu verk- efnum með seiglu þinni og dugn- aði og ekki síst þínu dásamlega skapi. Að leiðarlokum þakka ég þér, elsku hjartans pabbi minn, fyrir alla ástina, vináttuna og hjálp- semina og að fá að eiga þig að mínum allra allra besta vini í 61 ár, sem aldrei bar skugga á. Ég sé ykkur mömmu fyrir mér í grasigróinni brekku í Sumar- landinu með smurt normalbrauð með sardínum að horfa á sólar- uppkomuna, þannig vil ég sá ykk- ur fyrir mér. Ég veit að endur- fundirnir hafa verið kærkomnir því þú saknaðir mömmu alltaf eft- ir að hún kvaddi okkur fyrir tæp- um fimm árum. Elska þig meira en allt, alltaf. Góða ferð í Sumarlandið, elsku pabbi minn. Þín dóttir Sigþóra (Dúlla). Þær eru ófáar minningarnar sem runnið hafa í gegnum mig á síðustu vikum. Ef skilgreina má samband okk- ar, afi, þá má lýsa því sem sam- bandi föður og sonar, eða jafnvel sambandi bestu vina. Sambandi sem byggir á gagnkvæmri virð- ingu og trausti. Hjá þér voru allir velkomnir og þér tókst að láta öll- um líða vel í kringum þig. Brosið þitt – faðmlögin – kossarnir – samtölin. Kærleikur þinn hefur alla tíð verið skilyrðislaus. Þú kenndir mér grunngildi mannlegra samskipta og átt stór- an þátt í því hversu vel mér hefur farnast í lífinu. Iðjusemi, þolin- mæði og ást þín á þínum nánustu eru gildi sem ég hef tekið með mér út í mitt líf. Ef einhver veröld leynist hand- an þessarar vona ég svo sannar- lega að þið amma fáið á ný að njóta ykkar ástarfunda. Og hver veit nema þið rennið ykkur á reið- hjóli upp í Borgarfjörð eða vestur á Snæfellsnes. Mig langar að kveðja þig með þessu ljóði afi minn, ljóðinu Leiðarlok sem ég orti á dánardegi þínum, þegar mér varð hugsað til endurfunda ykkar ömmu. Að næturlagi legg ég aftur augun, óhræddur ég veit þú bíður mín. Ástin mín í ljósinu að handan, ljósið lýsir leið mína til þín. Í faðmi þínum opna ég þau aftur, við himnahliðið hittumst við á ný. Konan mín, styrkur minn og kraftur, svo einlæg, svo hjartgóð, svo hlý. Að baki liggja fótspor ferða minna, þá stoltur lít ég yfir farinn veg. Klökkur kveð ég nú að leiðarlokum og skrefið inn í eilífðina tek. Farðu í friði. Ást og ást. Þinn Jón Valur. 12. mars gleymist aldrei, greyptur í minnið. Þennan dag missti ég þig, elsku fallegi, góði bróðir minn. Sárt, ég finn fyrir tómleika sem aldrei fyrr, margir skilja ekki eftir sig þetta tóm. Hvers vegna tóm, jú, umhyggjan, gleðin og ástúðin sem geislaði frá þér, nærveran og hlýjan sem nærði sálartetrið er líklega orsök- in. Minningar yndislegar, man þegar þú fórst fyrst að vinna og gafst okkur bók í jólagjöf, man unga manninn sem var svo pjatt- aður, þurfti oft að pressa buxurn- ar þínar og varð að strauja þær í lokin með Morgunblaði svo að brotin væru eins og hnífsblað. Þú lærðir bakarann og stofnaðir bak- arí á Suðurgötunni með svo mikl- um sóma að orð fór af. Þar vann ég hjá þér eitt sumar. Þú vannst lengstum hjá Einari í Einarsbúð við kjötborðið, varst með veislur og fleira. Man að þú hélst fyrir mig veislu í Ósk þegar ég opnaði efri hæðina, það var flott. Þú varst ávallt snöggur, klár og dillaðir rassinum en settist sjaldan niður. Hvers manns hugljúfi, elsku bróð- ir minn. Systkinahópurinn og makar hittumst einu sinni í mán- uði í súpukvöldi, þá voru rifjuð upp gömlu æskuárin með mikilli gleði og hlátrum, ógleymanlegt og ljúft. Svo hallaði undan fæti, þið Nína fóruð á Höfða og hana misst- ir þú of fljótt. Ég kom oft til þín og þú þekktir mig ávallt, þú varst orðinn gleyminn en ég man dag- inn þegar ég fór að tala um bridge við þig, allt í einu lifnaði yfir þér og þú sagðir sjö spaða án þess að vera með spil í hendi. Svo sagðir þú að lokum komdu aftur á morg- un, Edda mín. Ég tíunda ekki allt þitt líf, það gera aðrir. Fjórar ynd- islegar dætur áttu sem elska þig og ótal barnabörn og barnabarna- börn. Þú ert öfundsverður, Gunni minn, umvafinn kærleika, geymd- ur þar sem ryð fær ei grandað, laus við þjáningar elskulegur. Ert nú á guðs vegum. Hugljúfi kæri bróðir minn, leiðarlok jarðlífs eru komin. Ótal minningar koma inn, mætar, þína nærveru ennþá finn. Við sjáumst er bjartasta vonin. Ég elska þig. Guðs blessun, Edda systir. Góður drengur er genginn. Sannur snillingur í þess orðs bestu merkingu bæði til orðs og æðis. Það var á haustdögum 1972 sem ég lagði leið mína til Gunnars og falaðist efir starfskröftum hans við verslun okkar fjölskyldunnar. Gunnar hafði ég þekkt lengi og meðal annars höfðum við átt sam- vinnu er hann rak með miklum sóma bakarí hér á Akranesi og við seldum vörur frá honum í verslun okkar sem var mun ofar á Skag- anum en bakaríið. Kynntist ég þá vel því hversu góðan mann hann hafði að geyma. Gunnar tók erindi mínu þegar í stað vel og hóf þegar störf hjá okkur og tók að sér sér- staklega kjötvinnslu og kjötdeild. Kom strax í ljós hvílíkum hæfi- leikum hann var búinn, dugnaður- inn, ósérhlífnin og hugmynda- auðgin voru þannig að einungis orðið snillingur á við um öll hans störf. Hann var einnig gæddur einstökum hæfileikum til að um- gangast fólk, alltaf léttur í lund, broshýr og þægilegur bæði við samstarfsfólk og viðskiptavini. Gunnar starfaði síðan hjá okkur til ársins 1998 og hafði þá unnið hjá okkur í meira en 25 ár. Við hérna í Einarsbúð höfum alltaf staðið og stöndum enn í ævarandi þakkarskuld við þennan mikla mannkostamann. Það var svo sannarlega mikil gæfa fyrir okkur að hafa hann okkur við hlið í öll þessi ár og sannast að segja býr verslunin enn að störfum hans þótt liðin séu 20 ár síðan hann lét af störfum, því enn eru framleidd- ar og seldar hér vinsælar vörur sem hann var upphafsmaður að. Aldrei bar skugga á samstarf okk- ar Gunnars um árin öll og betri og traustari vin er vart hægt að hugsa sér en hann. Gunnar var mikill fjölskyldu- maður og dætur hans og Nínu eig- inkonu hans bera góðu uppeldi svo sannarlega vitni. Þau voru elskuð og dáð af öllum afkomend- um sínum og náði sú virðing langt út fyrir raðir fjölskyldunnar. Það var ekki aðeins þitt ástvinalið sem ást þín og tryggð voru bundin við. Þó að haustdögum tæki að halla var í hjartanu rúm fyrir alla. Hár þitt var silfrað en ung var þín önd og æskan fann þar sín drauma- lönd. Frá upphafi valdirðu veginn og viðhorfið sólarmegin. Slíkra er gott að minnast. Lífsbók Gunnars vinar okkar hefur verið lokað en eftir stendur minningin um mik- ilhæfan mann sem ávallt verður minnst þar sem góðs manns er getið. Og sælt er að mega svo sofna eins og þú með sáttfúsu hjarta og barnslegri trú eftir önn og erfiði dagsins inn í aftanskin sólarlags- ins. Far þú í friði, kæri vinur, og Guð blessi þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Einar Jón Ólafsson. Gunnar Hafsteinn Elíasson ✝ Hjaltlína Sig-ríður Agnars- dóttir fæddist 17. júlí 1931 á Ísafirði. Hún lést á heimili sínu 14. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru Sturla Agn- ar Guðmundsson, f. 14. okt. 1897, d. 2. okt. 1981, og Krist- jana Margrét Sig- mundsdóttir, f. 2. mars 1897, d. 6. jan. 1983. Syst- kini Hjaltlínu eru Hulda, f. 2. apríl 1921, d. 30. des. 2003. Guð- rún Sigþrúður, f. 19. júní 1922, d. 24. apríl 2006. Kristján Jón- atan, f. 11. maí 1924, d. 21. nóv. 1978. Höskuldur, f. 27. sep. 1925, d. 18. jan. 2000. Kristín Svava, f. átta börn sem eru. Hallgrímur Jóhannesson, f. 22. jún. 1948, d. 4. sept. 2017, eftirlifandi maki Sigurbjörg Gísladóttir. Herdís Jóhannesdóttir Thompson, f. 6. mars 1950, maki Allyn Thomp- son. Sigríður Jóhannesdóttir, f. 26. feb. 1952, maki Guðmundur K.M. Sigurðsson, látinn. Krist- jana Margrét Jóhannesdóttir, f. 31. mars 1954, maki Páll Sól- berg Eggertsson. Bjarni Magnús Jóhannesson, f. 27. apríl 1958, d. 12. ágúst 2017, eftirlifandi maki Þuríður Sveinsdóttir. Guðrún Brynja Jóhannesdóttir, f. 20. sep. 1959, maki Sigurjón Stef- ánsson. Jóhanna Jóhannes- dóttir, f. 6. júlí 1960. Guðmundur H.F. Jóhannesson, f. 18. sept. 1965, maki Eyrún Anna Gests- dóttir. Barnabörn þeirra eru 29. Barnabarnabörn eru 64. Barna- barnabarnabörn eru tvö. Útförin fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 22. mars 2018, klukkan 13. 27. júlí 1927, lést ung. Agnes Sturl- ína, f. 18. júní 1930. Guðmundur, f. 14. mars 1933, d. 2. júlí 2002. Guðbjörg Erna, f. 11. nóv. 1934. Margrét Sig- munda, f. 28. feb. 1937. Agnar, f. 22. júlí 1938, d. 19. des. 1977. Sigmundur, f. 30. okt. 1941. Eyj- ólfur, f. 22. júlí 1944, d. 23. feb. 2007. Hjaltlína og eiginmaður henn- ar, Jóhannes Bjarni Bjarnason, skipstjóri frá Ísafirði, f. 18. okt. 1923, d. 13. mars 2001, hófu bú- skap sinn á Ísafirði en fluttu til Keflavíkur 1966. Þau eignuðust Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína, Hjaltlínu Sigríði Agnarsdóttur. Það er margs að minnast og margt sem kemur upp í hugann á svona tímamótum. Ég var tvítugur þegar við kynntumst, þá vorum við Kiddý, dóttir Höddu og Jóa, að draga okkur saman árið 1970. Ég man hvað mér var strax vel tekið þegar ég hitti þau hjónin fyrst. Tiltölulega stutt frá því að þau fluttu frá Ísafirði til Kefla- víkur, eða rétt fjórum árum áður með stóran barnahóp. Alltaf var vel tekið á móti manni þegar maður kom, í heimsókn með kaffi og meðlæti. Alltaf var Hadda létt og kát og stutt í hláturinn, ég man sérstaklega eftir því þegar Höskuldur bróðir hennar kom í heimsókn hvað þau náðu vel sam- an í því að spauga og hlæja og skemmta sér. Jói tengdapabbi var mikið á sjónum sem skip- stjóri á stærri bátum og hún allt- af heima með barnahópinn sinn. Síðan fluttu þau á Faxabraut 30 í Keflavík, þar bjuggu þau nokkuð lengi, smám saman fóru börnin að flytja að heiman og stofna sín- ar eigin fjölskyldur. Sum bjuggu í Keflavík, Njarðvík, Garðinum, Hornafirði og Ameríku. Alltaf var hún boðin og búin að passa þegar við hjónin brugðum okkur af bæ í ferðalag innanlands eða fórum til útlanda, þá man ég eftir því að þau fluttu heim til okkar til þess að passa fyrir okkur börnin. Þegar þau voru orðin bara tvö ein í kotinu fluttu þau upp á Heiðarbraut í minni og þægilegri íbúð. Jói var hættur á stærri bát- um og keypti sér trillu utan úr Garði, sem hann nefndi Sleipni GK og fór að róa sunnan úr Höfnum og lagði upp aflann hjá pabba mínum Eggert Ólafssyni, sem var með fiskverkun í Höfn- um. Ég man að einu sinni fórum við á sjóinn með Jóa, Hadda, Kiddý og ég í fallegu veðri, það var mikið gaman og mikið hlegið. Þegar þarna var komið þá var Jói orðinn trillusjómaður og kom heim á hverju kvöldi og ég man hvað það breytti miklu fyrir Höddu. Það var Höddu mikill missir þegar Jói féll frá 13. mars 2001. Hadda tók öllu með miklu æðruleysi, lífið hélt áfram. Það var alltaf gaman að heimsækja hana og líka þegar hún kom í heimsókn til okkar. Hún hafði mjög gaman af því að fara í bíl- túr, kíkja í búðir og fá sér ís. Hún var alla tíð sjálfri sér nóg. Hafði mjög gaman af ef ættingjarnir komu í heimsókn, því fleiri því meira gaman. Svo varð hún fyrir miklu áfalli þegar Bjarni sonur hennar féll frá 12. ágúst 2017 og svo Haddi sonur hennar 22 dög- um seinna, 4. september 2017. Þetta tók mikið á hana, hún hafði á orði hve lífið gæti verið ósann- gjarnt, að hún hefði átt að fá að fara á undan. En nú var hennar tími kom- inn, 14. mars 2018 kveður hún blessunin alveg eins og hún vildi fá að fara án þess að vera mikill sjúklingur inni á sjúkrahúsi í langan tíma, en henni varð að ósk sinni. Hún var í heimsókn hjá okkur Kiddý deginum áður, kom til að færa mér blóm í tilefni þess að ég átti afmæli, það lá svo vel á henni eins og ávallt, hló og skemmti sér og tók nokkur dans- spor. En svo 20 tímum seinna var hún dáin heima hjá sér uppi í rúmi. Ég kveð með söknuði kæra tengdamömmu mína og það er gott til þess að vita að það var vel tekið á móti henni af þeim Jóa, Hadda og Bjarna. Blessuð sé minning ykkar. Hvíl í guðs friði. Páll Eggertsson. Enn og aftur ber sorgin að dyrum, tengdamóðir mín hún Hjaltlína sem alltaf var kölluð Hadda, lést á heimili sínu 14. mars sl. Það voru þung spor þeg- ar ég 4. september sl. tilkynnti þér lát Hadda, elsta sonar þíns, vikuna áður höfðum við kvatt Bjarna Magnús sem var fimmti í röðinni af börnunum þínum. Þú tókst þessu með æðruleysi, hafð- ir meiri áhyggjur hvernig okkur Þuríði hans Bjarna liði, hvernig við tækjumst á við sorgina. Þú barst ekki tilfinningar þínar á torg, áttir þínar sorgarstundir í einrúmi. Ég var aðeins 15 ára þegar ég kom fyrst á heimili Höddu og Jóa í Brunngötu 12 á Ísafirði. Ég dáðist að þessari glæsilegu 32 ára konu sem tók mér strax opnum örmum og hef ég ávallt verið eins og ein af stóra barnahópnum þeirra. Hadda var mikil húsmóðir og aldrei man ég eftir að hafa komið inn á heimilið öðruvísi en allt væri skúrað út úr dyrum og alltaf heimabakað með kaffinu. Já hún vildi hafa fínt í kringum sig hún tengdamamma. Margar minningar koma upp í hugann og minnisstæð er mér ferðin sem við fórum saman til Ameríku í september 2001, í brúðkaup hjá barnbarni hennar Sonju dóttur Dísu. Elsku Hadda, ég gæti rifjað upp margar skemmtilegar stund- ir sem við Haddi áttum með þér síðustu árinn. Upp í hugann kemur þegar við Haddi buðum ykkur systrunum í mat og í eft- irrétt voru Napóleonskökur eins og þið voruð vanar úr Gamla bakaríinu á Ísafirði. Haddi vildi koma ykkur á óvart og tókst það svo sannarlega. Elsku Hadda, nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka þér fyrir samfylgdina og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Ég veit að þú ert komin á þann stað sem þú þráðir heitast, að komast til Jóa þíns, ég veit líka að bræðurnir Haddi og Bjarni hafa tekið á móti þér. Ég bið góðan guð að styrkja eftirlifandi systkini Höddu og alla stórfjölskylduna. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Þín tengdadóttir Sigurbjörg (Sirrý). Hjaltlína Sigríður Agnarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.