Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 96

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 96
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018SJÓNARHÓLL ÞÓR FH Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 9:00 - 18:00 Lokað um helgar Tölvuverslun - Reykjavík: Ármúla 11 108 Reykjavík Sími 568-1581 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Hagkvæmhágæðaprentun - Engin blekhylki EPSON ET-7700 Helstu kostir: • Hraðvirk hágæða prentun Allt að 13 síður á mínútu í svörtu eða 10 í lit. • Prentar, skannarog jósritar 3 tæki í 1 sem prentar beggja megin. • Miklir tengimöguleikar USB2, Þráðlaust net, WiFi Direct og venjul. nettenging. • Prentun beint úr síma Ókeypis app til að prenta beint úr síma. Nú getur þú prentað mikið af ljómyndum án þess að hafa áhyggjur af blekkostnaði. Með prentaranum fylgja tvö sett af blekflöskum sem duga í allt að 3400 ljósmyndir (10x15cm). EcoTank ET-7700 er fjölnotatæki sem skannar, prentar og ljósritar í góðum gæðum. Í stað hefðbundinna prenthylkja fylgja blek flöskur sem draga verulega í prentkostnaði. Hægt að prenta báðummegin á blaðið. Nettengdur/þráðlaus prentari með allar upplýsingar á skjá. Tvö sett af blekflöskum fylgja, sem dugar í samtals: ÁTTUMIKIÐ AF LJÓSMYNDUM? 3400 Ljósmyndir KRISTINN MAGNÚSSON Líkt og iðulega þegar kjarasamningar stórrahópa launþega eru í bígerð þá vaknar uppumræða um getu fyrirtækja til að greiða hærri laun og áhættuna sem því fylgir þegar samið er um laun umfram hana. Það er ljóst að hækkun launakostnaðar getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir einstök fyrirtæki, en erfiðara er að átta sig á hvaða áhrif slík hækkun hefur á þjóðina sem heild. Það kemur þó ekki í veg fyrir að menn reyni, en þeim sem láta vaða verður oft tíðrætt um fram- leiðni og þá oftast þýðingu framleiðni fyrir velmeg- un þjóðarinnar og áhrif launahækkana á hana. Í hagfræði og fjármálum er framleiðni almennt skil- greind sem hlutfallið á milli virðisaukningar (úttaks) og kostnaðar eða magns þess sem þurfti að kosta til (inn- taks). Þessi skilgreining kann að hljóma einföld en í hagfræðinni eru notaðar ótal margar útgáfur af fram- leiðni, allt eftir því hvernig virðisaukning er mæld og hvaða inntaksbreytur eru skoðaðar og hvernig þær eru mældar. Sem dæmi þá er algeng skilgreining á fram- leiðni heilla þjóða, þjóðarframleiðsla á hvern þegn, en þá er þjóðarframleiðslan mælikvarði á virðis- aukninguna og fjöldi þegna er mælikvarði á það hversu marga þurfti til að búa hana til. En framleiðni segir ekki alla söguna. Tökum sem dæmi tvö fyrirtæki sem búa til sömu vöruna sem seld er á sama verðinu og úr sama hráefni sem keypt er sama verði. Annað fyrirtækið hefur 10 starfsmenn og engar vélar, en hitt hefur 1 starfsmann og eina vél sem kostar í rekstri jafn- mikið og 9 starfsmenn. Þetta þýðir að kostnaður- inn við virðisaukningu beggja fyrirtækja er sá sami og framleiðnin sú sama. Ef við mælum hins- vegar svokallaða framleiðni vinnuafls, það er hlut- fallið milli virðisaukningar og nauðsynlegs vinnu- afls, þá er sú framleiðni 10 sinnum hærri hjá fyrirtækinu sem á vélina auk þess sem framleiðni þess fyrirtækis breytist lítið þótt laun hækki. Og það væri augljós leið hjá fyrirtækinu sem ekki á neina vél að bregðast við hækkandi launum með því að fjárfesta í vél og segja upp starfsfólki, sem er lýsandi fyrir þróunina í vestrænum heimi þar sem laun hækka jafnt og þétt en vélar lækka nokkuð stöðugt í verði. Það er líka vel þekkt staðreynd að framleiðni er mjög breytileg milli samskonar fyrirtækja í sömu atvinnugrein og á sama markaði. Með öðrum orð- um þá hefur kostnaður við vinnuafl og fjármagn ekki allt um það að segja hversu mikil verðmæta- aukning verður til hjá fyrir- tækjum. Þar skiptir til dæmis einnig miklu máli hvernig framleiðslan er skipulögð, á hvaða tæknistigi starfsemin er, hversu hæft starfsfólkið er og hversu góðir stjórnendur eru. Það er því ekki víst að framleiðni lækki þótt kostn- aður vegna starfsmanna hækki, ef það til dæmis þýðir að hæfni starfsmanna eykst. Þegar öll kurl eru komin til grafar er það ekki endilega einfalt mál að spá fyrir um áhrif launahækkana á hag ein- stakra fyrirtækja og hvað þá á hag heillra þjóða og þá er loksins komið að tilefni þessa pistils. Þegar kom fram á árið 2015 gekk flest á aftur- fótunum hjá Walmart-verslunarkeðjunni í Banda- ríkjunum. Sala fór stöðugt minnkandi og ánægja viðskiptavina var í algjöru lágmarki. Fyrirtækið fór í naflaskoðun og tilkynnti snemma árs 2015 að það myndi hækka laun allra starfsmanna, nokkuð sem kom flestum á óvart í ljósi aðstæðna og þarfar fyrirtækisins til að bæta reksturinn. Þessi breyting hafði hinsvegar þau áhrif að sala jókst, ánægja við- skiptavina rauk upp og strax ári eftir breytinguna hafði fjöldi verslana sem náðu þjónustumark- miðum vaxið úr 16% upp í 75%. Sem er einmitt dæmi um það hversu flókið fyrirbæri framleiðni er og hvernig áhrif breytinga geta orðið þveröfug við það sem búast mátti við fyrirfram. MARKAÐIR Hjörtur H. Jónsson forstöðumaður áhætturáðgjafar hjá ALM verðbréfum Walmart-áhrifin ” Þegar öll kurl eru komin til grafar er það ekki endilega einfalt mál að spá fyrir um áhrif launa- hækkana á hag ein- stakra fyrirtækja og hvað þá á hag heillra þjóða. VEFSÍÐAN Æ fleiri störf má vinna hvar sem er í heiminum, svo fremi sem komast má í tölvu og tengjast netinu. Spá margir því að fjarvinna sé framtíðin, enda sveigjanlegur vinnumáti sem sparar fólki daglegar ferðir til og frá vinnu og leyfir þeim jafnvel að finna sér störf alveg óháð búsetu. Þeir djörfustu sinna vinnunni úr laufléttri fartölvu, sitjandi á sólbekk undir pálmatré í góða veðrinu og sólinni, og prísa sig sæla að þurfa ekki að hírast inni á bás á loftlausri skrifstofu. En hvar er hægt að sækja um þessi draumastörf? Vefsíðan Remote Job Lists (www.remotejoblists.com) fór nýlega í loftið til að leysa ein- mitt þennan vanda. Vefsíðan notar gervigreind til að skima daglega atvinnuauglýsingar hér og þar á netinu og vinsar út fjarvinnustörfin. Notendur geta síð- an leitað eftir lykilorðum og þrengt niðurstöðurnar eftir ýmsum skil- yrðum til að finna starf sem hentar. Þá má fá sendar tilkynningar í tölvupósti þegar Remote Job List kemur auga á áhugaverða lausa stöðu. Áður en lesendur ViðskiptaMogg- ans fara að hugsa sér til hreyfings er rétt að taka fram að leitarvélin virðist aðeins bjóða upp á störf hjá bandarískum vinnuveitendum, og því líklegt að gerð sé krafa um að umsækjendur hafi atvinnuleyfi eða séu svo heppnir að hafa bandarískt vegabréf. ai@mbl.is Störf fyrir fólk í leit að algjöru frelsi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.