Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 56
Guðdómlegur súrdeigsbrauðréttur
með kjúklingi.
Þessi elska vakti verðskuldaða athygli enda löðrandi í
osti eins og vera ber. Hér eru ítölsk áhrif alls ráðandi
og kjúklingurinn sómir sér vel í súrdeigsbeðinu. Þessi
er vís með að slá í gegn í veislunni enda nokkuð marg-
slunginn bragðlega séð og afar bragðgóður svo ekki sé
fastar að orði kveðið.
Matarvefurinn hefur sérlegan
áhuga á brauðréttum og því þótti
mjög eðlilegt fyrir komandi ferm-
ingar og veislutíð að blása til
brauðréttaeinvígis milli starfs-
manna vefsins, Þóru Sigurðar-
dóttur og Tobbu Marinós. Nú þeg-
ar hafa birst fjórar stórkostlegar
brauðréttauppskriftir og hér er sú
fimmta mætt.
Mexíkóar hafa hingað til ekki
þótt mikilir afreksmenn á sviði
brauðréttagerðar en það er mögu-
lega að breytast. Hin eina sanna
Tobba Marínósdóttir, virðulegur
ritstjóri Matarvefsins, tefldi fram
þessu etníska meistaraverki í brauð-
tertueinvígi aldarinnar og uppskar
mikið lof fyrir.
Aðspurð segir Tobba að ásetn-
ingur hennar hafi verið, fyrir utan
auðvitað að sigra Þóru mótherja
sinn í einvíginu, að blanda saman á
gæfuríkan hátt því sem þjóðin elsk-
ar heitast: brauðrétti og mexíkósk-
um mat. Niðustaðan var dásamlega
góð og kláraðist á örskotsstundu.
El Nachos rúllutertos
1 gróft rúllutertubrauð
200 g kjúklingur, eldaður og rifinn
niður (kryddaður með fajitakrydd
blöndu)
80 g blönduð paprika, söxuð
50 maískorn (ég kaupi extra sætt
frosið í Nettó)
200 g salsasósa
200 g rjómaostur
200 g rifinn ostur
Nachos flögur
Ferskt kóríander
Skraut
kóríander
limesneiðar
avócadósneiðar
Steikið papriku á pönnu upp úr ol-
íu. Hellið vökvanum af.
Bræðið rjómaost við vægan hita í
potti. Bætið 150 g af salsasósu,
paprikunni, kjúkling og maís við.
Saxið 1 lúku af kóríander og bætið
við.
Rúllið brauðinu út.
Setjið fyllinguna á brauðið og
reynið að þekja allan flötinn. Dreifið
150 g af rifnum osti jafnt yfir yfir-
borðið.
Rúllið brauðinu þétt upp. Setjið
restina af salsasósunni ofan á, ostinn
og svo er nachos-flögum raðað upp á
rönd á brauðinu. Hrikalega lekkert!
Bakið við 180 gráður í 18 mínútur.
Skreytið með fersku kóríander
limesneiðum og avócadósneiðum og
vekið um leið athygli og aðdáun.
matur@mbl.is
Súrdeigsbrauðréttur með
osta- og beikonfyllingu
Hér er unnið með klassíkina og tískuna. Súrdeigið er
mjög vinsælt þessi misserin og því ákaflega lekkert að
bjóða upp á þannig brauðrétt. Hér er búið að kross-
skera brauðið og fylla með osti, beikoni og alls kyns
góðgæti. Þessi brauðréttur þykir mikið lostæti og
hentar einnig sem meðlæti í partý og annars konar
gleðskap þar sem boðið er upp á veitingar.
Uppskriftirnar er að finna
inn á Matarvef mbl.is
Brauðrétta-einvígi aldarinnar
Brauðréttir eru mikil og
merkileg trúarbrögð.
Engin veisla er fullkomin
án þeirra og helst má
engu breyta annars get-
ur veislan orðið argasta
klúður.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fiesta Hver segir að rúllubrauð geti ekki verið mexíkóskt?
Þessi klassíski
Þessi brauðréttur er heiðarlegt tilbrigði við hinn klass-
íska skinku- og aspasrétt sem þjóðin elskar.
Hér er notast við hefðbundið bakarísrúllutertu-
brauð, það smurt með majónesi og síðan fyllt með
skinku og aspas. Nýbreytnin felst í kryddhjúpnum sem
settur er á rúlluna og gefur einstaklega vandað og
skemmtilegt bragð. Í bragðprófunum sem fóru fram í
höfuðstöðvum Árvakurs þótti þessi brauðréttur bera
af.
56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
Stundum er gott
ð é d
Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum
kornkúlum. Tilvalinn kostur sem
sparimorgunverður, gómsætur millibiti
eða ljúffengur eftirréttur.
…hvert er þitt eftirlæti?
1
6
-0
9
5
3
-H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
a gera s r agamun