Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 56

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 56
Guðdómlegur súrdeigsbrauðréttur með kjúklingi. Þessi elska vakti verðskuldaða athygli enda löðrandi í osti eins og vera ber. Hér eru ítölsk áhrif alls ráðandi og kjúklingurinn sómir sér vel í súrdeigsbeðinu. Þessi er vís með að slá í gegn í veislunni enda nokkuð marg- slunginn bragðlega séð og afar bragðgóður svo ekki sé fastar að orði kveðið. Matarvefurinn hefur sérlegan áhuga á brauðréttum og því þótti mjög eðlilegt fyrir komandi ferm- ingar og veislutíð að blása til brauðréttaeinvígis milli starfs- manna vefsins, Þóru Sigurðar- dóttur og Tobbu Marinós. Nú þeg- ar hafa birst fjórar stórkostlegar brauðréttauppskriftir og hér er sú fimmta mætt. Mexíkóar hafa hingað til ekki þótt mikilir afreksmenn á sviði brauðréttagerðar en það er mögu- lega að breytast. Hin eina sanna Tobba Marínósdóttir, virðulegur ritstjóri Matarvefsins, tefldi fram þessu etníska meistaraverki í brauð- tertueinvígi aldarinnar og uppskar mikið lof fyrir. Aðspurð segir Tobba að ásetn- ingur hennar hafi verið, fyrir utan auðvitað að sigra Þóru mótherja sinn í einvíginu, að blanda saman á gæfuríkan hátt því sem þjóðin elsk- ar heitast: brauðrétti og mexíkósk- um mat. Niðustaðan var dásamlega góð og kláraðist á örskotsstundu. El Nachos rúllutertos 1 gróft rúllutertubrauð 200 g kjúklingur, eldaður og rifinn niður (kryddaður með fajitakrydd blöndu) 80 g blönduð paprika, söxuð 50 maískorn (ég kaupi extra sætt frosið í Nettó) 200 g salsasósa 200 g rjómaostur 200 g rifinn ostur Nachos flögur Ferskt kóríander Skraut kóríander limesneiðar avócadósneiðar Steikið papriku á pönnu upp úr ol- íu. Hellið vökvanum af. Bræðið rjómaost við vægan hita í potti. Bætið 150 g af salsasósu, paprikunni, kjúkling og maís við. Saxið 1 lúku af kóríander og bætið við. Rúllið brauðinu út. Setjið fyllinguna á brauðið og reynið að þekja allan flötinn. Dreifið 150 g af rifnum osti jafnt yfir yfir- borðið. Rúllið brauðinu þétt upp. Setjið restina af salsasósunni ofan á, ostinn og svo er nachos-flögum raðað upp á rönd á brauðinu. Hrikalega lekkert! Bakið við 180 gráður í 18 mínútur. Skreytið með fersku kóríander limesneiðum og avócadósneiðum og vekið um leið athygli og aðdáun. matur@mbl.is Súrdeigsbrauðréttur með osta- og beikonfyllingu Hér er unnið með klassíkina og tískuna. Súrdeigið er mjög vinsælt þessi misserin og því ákaflega lekkert að bjóða upp á þannig brauðrétt. Hér er búið að kross- skera brauðið og fylla með osti, beikoni og alls kyns góðgæti. Þessi brauðréttur þykir mikið lostæti og hentar einnig sem meðlæti í partý og annars konar gleðskap þar sem boðið er upp á veitingar. Uppskriftirnar er að finna inn á Matarvef mbl.is Brauðrétta-einvígi aldarinnar Brauðréttir eru mikil og merkileg trúarbrögð. Engin veisla er fullkomin án þeirra og helst má engu breyta annars get- ur veislan orðið argasta klúður. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fiesta Hver segir að rúllubrauð geti ekki verið mexíkóskt? Þessi klassíski Þessi brauðréttur er heiðarlegt tilbrigði við hinn klass- íska skinku- og aspasrétt sem þjóðin elskar. Hér er notast við hefðbundið bakarísrúllutertu- brauð, það smurt með majónesi og síðan fyllt með skinku og aspas. Nýbreytnin felst í kryddhjúpnum sem settur er á rúlluna og gefur einstaklega vandað og skemmtilegt bragð. Í bragðprófunum sem fóru fram í höfuðstöðvum Árvakurs þótti þessi brauðréttur bera af. 56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Stundum er gott ð é d Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúffengur eftirréttur. …hvert er þitt eftirlæti? 1 6 -0 9 5 3 -H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A a gera s r agamun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.