Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
Frábær smurefni sem einangra, verja
og koma í veg fyrir tæringu eins og
verkfæra o rafma nsvara.
100% eins árs RAKAVÖRN
Klárt á pallinn
Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Lavor Space 180
háþrýstidæla
2500W, 180 bör (245
m/túrbóstút), 510 L/klst.
Pallabursti og felguhreinsir
fylgja.
Made by Lavor 26.490
Tansun
geilsahitari
– 2.0 kW
áður 39.990 k
31.992
• IP staðlað fyrir
íslenska veðráttu
• 2 ára ábyrgð
r.
29.990
Lavor SMT 160 EC
2500W, 160 bör (245 m/
túrbóstút) 510 L/klst. Þrjá
stillingar: mjúk (t.d. viður)
mið (t.d. bill) og hörð (t.d
steypa).
O
r
,
.
Kailber KG-KG-2
Gasgrill
4x3,5KW brennarar (14kw),
grillflötur 304 cm2
20%
AFSLÁTTUR
49.990
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Notkun þingmanna á fyrirspurnum
er margslungnari en margur held-
ur. Þær eru ekki einungis verkfæri
þingmanna til að hafa eftirlit með
ráðherrum heldur einnig mikil-
vægur réttur þeirra til að afla sér
upplýsinga. Þá nýta þingmenn sér
fyrirspurnir
óspart sem hluta
af baráttu sinni
við að halda sér
sýnilegum gagn-
vart kjósendum.
Umfang fyr-
irspurna er gríð-
arlegt og álag
þeim samfara á
stjórnsýslun er
mikið. Nokkrir
viðmælendur
telja svo komið að hugsanlega þurfi
að skoða hvort til breytinga þurfi
að koma á fyrirspurnarforminu.
Mikilvægt er þó að bera virðingu
fyrir þessum rétti þingmanna og
hafa í huga mikilvægi hans þegar
hugsanlegar breytingar eru rædd-
ar.
Þetta er niðurstaða Heimis
Snæs Guðmundssonar í lokaverk-
efni til MPA-gráðu í opinberri
stjórnsýslu við Háskóla Íslands,
sem birt var í febrúar 2012. Heiti
ritgerðarinnar var Fyrirspurnir á
Alþingi: Notkun þingmanna og
áhrif á stjórnsýslu
Fyrirspurnir alþingismanna
hafa mjög verið til umræðu und-
anfarna daga. Þótt nokkuð sé um
liðið síðan Heimir Snær vann að
ritgerð sinni eru sömu álitamál enn
til umræðu.
Niðurstöður Heimis voru að
miklu leyti byggðar á viðtölum sem
tekin voru við stjórnmálamenn með
reynslu af þingstörfum og ráð-
herrasetu, aðila úr stjórnsýslunni,
starfsmenn Alþingis og starfsmann
innan fjölmiðla.
Viðmælandi innan fjölmiðla var
á því að þingmenn notuðust við fyr-
irspurnir til að auglýsa sig, skoð-
anir sínar og til að ná athygli fjöl-
miðla. Í ljósi þess séu þeir sífellt að
reyna að draga fram upplýsingar
sem þykja ámælisverðar. Um leið
og komi í ljós að upplýsingarnar
séu ekki jafn athyglisverðar og fyr-
irspyrjandi vonaði leggi hann þær
til hliðar en um leið flaggi hann
mjög svörum sem honum þykja op-
inbera ámælisverðar upplýsingar.
Jafnframt segir viðmælandinn að
kjördæmapotið lifi góðu lífi og fyr-
irspurnum sé óspart beitt í þeim
tilgangi. Auk þess verði hann var
við það að þingmenn reyni að skapa
sér sérstöðu og auglýsi skoðanir
sínar með því að vera sífellt að
spyrja spurninga sem tengist
ákveðnum málaflokkum. Þingmenn
hafi alltaf þennan undirliggjandi til-
gang að vekja athygli á sér og sín-
um málum. Það sé einfaldlega hluti
af baráttu fyrir endurkjöri og t.d.
geti þeir notað fyrirspurnir til að
sýna að þeir séu að berjast fyrir
hagsmunum ákveðinna hópa sam-
félagsins þegar kemur að próf-
kjörs- eða kosningabaráttu.
„Leikrit hjá þingmönnum“
Ráðherrann taldi fyrirspurnir
oft vera dálítið leikrit hjá þing-
mönnum. Sérstaklega taldi hann
óundirbúnu fyrirspurnirnar vera
því marki brenndar, þar væru þing-
menn að reyna að koma höggi á
ráðherra og um leið að auglýsa
sjálfa sig og sínar skoðanir. Einnig
greindi ráðherra frá því að stjórn-
arandstæðingar gerðu meira af því
að koma með pólitískar yfirlýsingar
þegar kæmi að óundirbúnum fyr-
irspurnum. Þó kæmi fyrir að
stjórnarþingmenn væru forvitnir
um það sem væri að gerast innan
ríkisstjórnar sem væri að sjálf-
sögðu eðlilegt, það væri leið stjórn-
arþingmanna til að halda rík-
isstjórn á tánum og láta vita af sér
í leiðinni.
Starfsmaður stjórnsýslunnar
sagði viðhorfin vera beggja blands.
Það færi fyrir brjóstið á starfsfólki
þegar efni fyrirspurna væri óskýrt
og verið væri að leita að upplýs-
ingum sem erfitt væri að réttlæta
að skiptu efnislega miklu máli.
Einnig truflaði það starfsfólk þegar
fyrirspurnir kæmu inn þar sem til-
gangurinn væri augljóslega sá að
leita leiða til að koma pólitísku
höggi á ráðherra, jafnvel persónu-
legu. Hann velti því fyrir sér hvort
það ætti að vera hlutverk stjórn-
sýslunnar að svara slíkum fyr-
irspurnum. Þó nefnir hann að
starfsmenn séu meðvitaðir um
þennan rétt þingmanna og beri
virðingu fyrir honum jafnvel þó að-
pirringur komi upp þegar fyrir-
spurnir berist sem erfitt er að sjá
að gagnist þingmanni.
Viðmælandi innan fjölmiðla
sagðist hafa það eftir samskiptum
sínum við aðila úr ráðuneytunum að
fyrirspurnir væru einfaldlega að
drekkja þeim í vinnu í mörgum til-
fellum. Þaðan segist hann hafa þær
skoðanir að erfið og gríðarleg vinna
fari í að svara fyrirspurnum sem í
sumum tilfellum virðast ekki þjóna
miklum tilgangi við fyrstu sýn.
Heimir Snær nefndi til sög-
unnar fyrirspurn sem Vigdís
Hauksdóttur, þáverandi þingmaður,
beindi til allra ráðherra. Vigdís
sóttist eftir upplýsingum um utan-
landsferðir starfsmanna ráðuneyta
og undirstofnana á árunum 2007-
2010. Hún sóttist eftir marg-
víslegum upplýsingum, í hvaða er-
indagjörðum var farið, hvert og hve
lengi. Einnig krafðist þingmaðurinn
sundurliðaðra upplýsinga um kostn-
að. 197-223 vinnustundir starfs-
manna fóru í að svara fyrirspurn-
inni.
Upplýsingaþjónusta Alþingis
Starfsmenn þingsins voru á því
að mörgum fyrirspurna væri hægt
að svara innan upplýsingaþjónustu
Alþingis og bentu auk þess á að
þeir vissu til þess að nú þegar færi
þar fram ákveðin vinna þar sem
starfsfólk aðstoðaði þingmenn við
undirbúning fyrirspurna. Í því sam-
bandi nefndu þeir þó tregðu ráðu-
neyta til að afhenda upplýsinga-
þjónustu gögn. En tregða ráðu-
neyta til að afhenda upplýsingar
væri eitthvað sem nokkrir viðmæl-
enda lýstu að væri viðvarandi.
Ákveðin vinna hefði verið í gangi
innan þingsins sem miðaði að því að
bæta samskiptin við ráðuneytin og
koma þeim í betri farveg m.a. til að
minnka tregðu ráðuneytanna gagn-
vart upplýsingaþjónustunni. Breytt
fyrirkomulagið myndi létta álagi af
ráðuneytunum, álag myndi að sama
skapi aukast til muna á upplýsinga-
þjónustu Alþingis.
Nota fyrirspurnir til
að halda sér sýnilegum
Morgunblaðið/Eggert
Gengið úr kirkju Alþingi kom saman um miðjan desember. Síðan þá eru fyrirspurnir orðnar rúmlega 300 talsins.
& Þarf að gera breytingar á formi fyrirspurna á Alþingi?
15 virkir dagar
» Ef óskað er skriflegs svars
ráðherra við fyrirspurn er
tímafresturinn 15 virkir dagar.
» Yfirstandandi þing, 148.
löggjafarþingið, var sett um
miðjan desember. Nú þegar
eru fyrirspurnir, munnlegar og
skriflegar, orðnar rúmlega 300
talsins.
» Ráðherrar biðja ítrekað
um lengri frest til að svara
skriflegum fyrirspurnum því
vinnsla við svör í ráðuneyt-
unum tekur lengri tíma en 15
daga.
Heimir Snær
Guðmundsson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Einhverjar fyrirspurnir hafa borist
Tryggingastofnun ríkisins varðandi
aukinn sveigjanleika í töku ellilíf-
eyris þar sem
mögulegt er að
taka hálfan líf-
eyri hjá TR á
móti hálfum líf-
eyri frá lífeyris-
sjóðum.
Sigríður Lillý
Baldursdóttir,
forstjóri Trygg-
ingastofnunar
segir í svari við fyrirspurn blaðsins
að hins vegar hafi einungis ein um-
sókn borist.
Um er að ræða lagabreytingu
sem samþykkt var haustið 2016 en
tók ekki gildi fyrr en um seinustu
áramót. TR hefur síðan þá kynnt
þennan valkost á vefsíðu stofnunar-
innar með skýringum og reiknað er
með að lífeyrissjóðir muni breyta
samþykktum sínum á aðalfundum á
næstu vikum vegna heimildarinnar
til greiðslu hálfs ellilífeyris til
handa þeim sem náð hafa 65 ára
aldri.
Sigríður Lillý bendir á að eins og
fram komi í lögunum sé þessi leið
bundin ýmsum skilyrðum. ,,Þurfa
þau sem hana velja t.d. að afsala sér
hálfum lífeyrissjóðsgreiðslum sam-
hliða töku hálfs lífeyris hjá okkur.
Að öðru leyti er ekki um tekjuteng-
ingar að ræða sé þessi leið valin,“
segir hún.
Spurð um tekjuáhrifin segir hún
að sé hefðbundin leið valin þá hafi
tekjur undir frítekjumörkum ekki
áhrif á lífeyrisgreiðslur, að öðru
leyti er um tekjutengingar að ræða.
„Gagnvart ellilífeyri er 25 þúsund
kr. almenn frítekjumark og að auki
100 þús. kr. sértækt frítekjumark á
atvinnutekjur.“
Fyrirspurnir og
ein umsókn til TR
& Ýmis skilyrði ef velja á hálfan lífeyri