Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 35
FRÉTTIR 35Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
Morgunblaðið/Ernir
Þjónusta Flugfélagið Ernir heldur
uppi áætlunarflugi til Sauðarkróks.
Nauðsynleg fjárfesting á Alexand-
ersflugvelli við Sauðárkrók svo
hann geti tekið á móti stórum far-
þegaþotum með litlum fyrirvara
er á bilinu 4,0–5,1 milljarður
króna.
Þetta kemur fram í svari Sig-
urðar Inga Jóhannssonar sam-
gönguráðherra við fyrirspurn frá
Bjarna Jónssyni varaþingsmanni
VG um varaflugvöll við Sauðár-
krók. Ráðherra segir ekki þörf á
að fjölga varaflugvöllum.
Í svarinu kemur ennfremur
fram að rekstrarkostnaður flug-
vallarins á ári, án afskrifta og
kostnaðar vegna fjárbindingar,
væri á bilinu 400–600 millj. kr.
Framangreint kostnaðarmat gerir
ekki ráð fyrir aðstöðu fyrir af-
greiðslu eldsneytis á stærri flug-
vélar. Kröfur til slíkrar aðstöðu
hafa aukist mjög undanfarin ár,
segir ráðherra.
Um síðustu áramót tók gildi hér
á landi ný og hert reglugerð um
flugvernd og gildir hún um flug-
velli sem notaðir eru til millilanda-
flugs.
Til þess að Alexandersflugvöllur
uppfylli allar kröfur þyrfti að ráð-
ast í miklar og kostnaðarsamar
framkvæmdir þar sem flugvöll-
urinn var ekki hannaður sem
millilandafluvöllur. Sem dæmi um
þætti sem byggja þyrfti upp má
nefna flugverndaraðstöðu, slitlag
á vellinum og aðflugsbúnað.
Kostnaður við endurnýjun yfir-
borðs flugbrautar og breikkun
hennar auk malbikunar er t.d.
metinn á 1,5–2,0 milljarða króna.
Þá er fjárfesting í flugstöð, sem
uppfyllir allar kröfur til húsnæðis,
tækjabúnaðar, landamæravörslu
og móttöku allt að 200 farþega,
metin á um 1,0–1,5 milljarða
króna.
Akureyrarflugvöllur og Egils-
staðaflugvöllur munu því áfram
þjóna hlutverki varaflugvalla, seg-
ir ráðherra. sisi@mbl.is
Ekki þörf á að fjölga varaflugvöllum
& Kostnaður við að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli allt að 5 milljarðar
Tillaga til þingsályktunar um þjóð-
aratkvæðagreiðslu um framtíð
Reykjavíkurflugvallar hefur verið
lögð fram á Alþingi.
Flutningsmenn eru 23 þingmenn
úr öllum flokkum á Alþingi, nema
Samfylkingu og Viðreisn. Fyrsti
flutningsmaður er Njáll Trausti
Friðbertsson. Sambærilegar til-
lögur voru fluttar á tveimur fyrri
þingum en náðu ekki fram að
ganga.
Tillagan hljóðar svo:
Alþingi ályktar að efnt skuli til
þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort
flugvöllur og miðstöð innanlands-
og sjúkraflugs skuli áfram vera í
Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eftirfar-
andi spurning verði borin upp í
þjóðaratkvæðagreiðslunni:
„Vilt þú að flugvöllur og miðstöð
innanlands-, kennslu-, einka- og
sjúkraflugs verði áfram í Vatns-
mýrinni í Reykjavík uns annar jafn-
góður eða betri kostur er tilbúinn
til notkunar? Já. Nei.“
Í greinargerð með tillögunni seg-
ir m.a. að öll skynsamleg rök hnígi í
þá átt að halda flugvellinum og
miðstöð innanlandsflugs í Vatns-
mýrinni. Verði þar einhver breyting
á sé nauðsynlegt að öll þjóðin fái að
koma að þeirri ákvörðun á beinan
og lýðræðislegan hátt. sisi@mbl.is
Þjóðin
kjósi um
flugvöll
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjótandi ehf. á
Hellu átti lægsta
tilboð í endur-
bætur á 8,3 kíló-
metra kafla
Þingvallavegar,
frá Þjónustu-
miðstöðinni að
vegamótum við
Vallaveg. Tilboð
voru opnuð hjá Vegagerðinni s.l.
þriðjudag. Alls bárust sjö tilboð í
verkið og hljóðaði tilboð Þjótanda
upp á 488,2 milljónir. Var það
73,5% af áætluðum verktakakostn-
aði, sem var 664 milljónir. Borg-
arverk ehf. í Borgarnesi átti hæsta
tilboðið, 714,5 milljónir.
Verkið felst í styrkingu og
breikkun núverandi vegar með
áherslu á að auka umferðaröryggi.
Fræsa skal núverandi klæðingu,
breikka og hækka/lækka veginn
eftir atvikum og leggja nýtt malbik.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1.
ágúst 2019. sisi@mbl.is
Ráðist í endurbætur
á Þingvallaveginum