Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 35

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Morgunblaðið/Ernir Þjónusta Flugfélagið Ernir heldur uppi áætlunarflugi til Sauðarkróks. Nauðsynleg fjárfesting á Alexand- ersflugvelli við Sauðárkrók svo hann geti tekið á móti stórum far- þegaþotum með litlum fyrirvara er á bilinu 4,0–5,1 milljarður króna. Þetta kemur fram í svari Sig- urðar Inga Jóhannssonar sam- gönguráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni varaþingsmanni VG um varaflugvöll við Sauðár- krók. Ráðherra segir ekki þörf á að fjölga varaflugvöllum. Í svarinu kemur ennfremur fram að rekstrarkostnaður flug- vallarins á ári, án afskrifta og kostnaðar vegna fjárbindingar, væri á bilinu 400–600 millj. kr. Framangreint kostnaðarmat gerir ekki ráð fyrir aðstöðu fyrir af- greiðslu eldsneytis á stærri flug- vélar. Kröfur til slíkrar aðstöðu hafa aukist mjög undanfarin ár, segir ráðherra. Um síðustu áramót tók gildi hér á landi ný og hert reglugerð um flugvernd og gildir hún um flug- velli sem notaðir eru til millilanda- flugs. Til þess að Alexandersflugvöllur uppfylli allar kröfur þyrfti að ráð- ast í miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir þar sem flugvöll- urinn var ekki hannaður sem millilandafluvöllur. Sem dæmi um þætti sem byggja þyrfti upp má nefna flugverndaraðstöðu, slitlag á vellinum og aðflugsbúnað. Kostnaður við endurnýjun yfir- borðs flugbrautar og breikkun hennar auk malbikunar er t.d. metinn á 1,5–2,0 milljarða króna. Þá er fjárfesting í flugstöð, sem uppfyllir allar kröfur til húsnæðis, tækjabúnaðar, landamæravörslu og móttöku allt að 200 farþega, metin á um 1,0–1,5 milljarða króna. Akureyrarflugvöllur og Egils- staðaflugvöllur munu því áfram þjóna hlutverki varaflugvalla, seg- ir ráðherra. sisi@mbl.is Ekki þörf á að fjölga varaflugvöllum & Kostnaður við að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli allt að 5 milljarðar Tillaga til þingsályktunar um þjóð- aratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið lögð fram á Alþingi. Flutningsmenn eru 23 þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi, nema Samfylkingu og Viðreisn. Fyrsti flutningsmaður er Njáll Trausti Friðbertsson. Sambærilegar til- lögur voru fluttar á tveimur fyrri þingum en náðu ekki fram að ganga. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eftirfar- andi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands-, kennslu-, einka- og sjúkraflugs verði áfram í Vatns- mýrinni í Reykjavík uns annar jafn- góður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar? Já. Nei.“ Í greinargerð með tillögunni seg- ir m.a. að öll skynsamleg rök hnígi í þá átt að halda flugvellinum og miðstöð innanlandsflugs í Vatns- mýrinni. Verði þar einhver breyting á sé nauðsynlegt að öll þjóðin fái að koma að þeirri ákvörðun á beinan og lýðræðislegan hátt. sisi@mbl.is Þjóðin kjósi um flugvöll Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjótandi ehf. á Hellu átti lægsta tilboð í endur- bætur á 8,3 kíló- metra kafla Þingvallavegar, frá Þjónustu- miðstöðinni að vegamótum við Vallaveg. Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni s.l. þriðjudag. Alls bárust sjö tilboð í verkið og hljóðaði tilboð Þjótanda upp á 488,2 milljónir. Var það 73,5% af áætluðum verktakakostn- aði, sem var 664 milljónir. Borg- arverk ehf. í Borgarnesi átti hæsta tilboðið, 714,5 milljónir. Verkið felst í styrkingu og breikkun núverandi vegar með áherslu á að auka umferðaröryggi. Fræsa skal núverandi klæðingu, breikka og hækka/lækka veginn eftir atvikum og leggja nýtt malbik. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2019. sisi@mbl.is Ráðist í endurbætur á Þingvallaveginum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.