Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 99
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 15FÓLK
Yfirskrift ársfundar Samtaka verslunar
og þjónustu sem fram fór á dögunum
var „Framtíðin er núna!“. Horft var til fram-
tíðar og á þá áhrifavalda sem ýta undir breyt-
ingar á straumum og stefnum hjá verslun og
þjónustu. Í því skyni var sænski framtíðar-
fræðingurinn Magnus Lindkvist fenginn til að
ræða hvernig hvernig hægt er að takast á við
þær áskoranir sem fyrirtækin í verslun og
þjónustu standa frammi fyrir.
Samtök verslunar og
þjónustu litu til framtíðar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra og Halldór
Benjamín Þorbergsson., framkvæmdastjóri SA.
Þórunn Andrésdóttir
hlýddi á erindin.
Sigríður Margrét
Oddsdóttir, forstjóri
Já, fylgdist vel með.
Lisa Simpson, sérfræðingur hjá
Deloitte í Dyflinni, flutti erindi um
hvernig fyrirtæki geta nýtt
bálkakeðju-tæknina til að efla
samkeppnishæfni sína.
Morgunblaðið/Eggert
ÁRSÞING
FranklinCovey Guðfinna S. Bjarnadóttir
PhD hefur tekið við umsjón með vörulínu
þekkingarfyrirtækisins FranklinCovey um
traust (Practice Leader – Leading at the
Speed of Trust). Guðfinna er meðeigandi
og stjórnandi í LC ráðgjöf. Hún var fyrsti
rektor Háskólans í Reykjavík (1998-2007) og sat á Alþingi árin 2007-
2009.
Kristinn Tryggvi Gunnarsson hefur tekið við nýrri stöðu viðskipta-
stjóra áskriftarþjónustu (Client Partner - All Access Pass) FranklinCovey
á Íslandi. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu og hefur frá árinu 2002
starfað sem ráðgjafi í stefnumótun, markaðs- og þjónustumálum.
FranklinCovey er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði stjórnendaþjálfunar, ráð-
gjafar og rannsókna á árangri einstaklinga, liðsheilda og vinnustaða.
Guðfinna og Kristinn til liðs við þekkingarfyrirtæki
VISTASKIPTI
TourDesk Jesús Munguia hefur verið ráðinn sölustjóri
TourDesk. Jesús, sem hefur reynslu af störfum í ferða-
þjónustu og sölumálum, kemur til TourDesk frá Skugga
hótel þar sem hann stýrði meðal annars sölustarfi í
gestamóttöku hótelsins.
TourDesk er íslenskur hugbúnaður sem einfaldar sölu
á dagsferðum og afþreyingu til ferðamanna. Hjá fyrirtækinu mun
Jesús bera ábyrgð á samskiptum við núverandi viðskiptavini, byggja
upp ný viðskiptasambönd og taka virkan þátt í uppbyggingu félags-
ins erlendis.
Jesús er spænskur og hefur búið á Íslandi í rúm tólf ár. Áður hefur
hann meðal annars starfað sem leiðsögumaður í lúxusferðum víða um
landið fyrir ýmsar ferðaskrifstofur og sem ljósmyndari. Jesús er
menntaður í ljósmyndun frá EFTI-ljósmyndaskólanum í Madríd á
Spáni, ásamt því að hafa lokið námskeiði í leiðsögumennsku á jöklum
hér á landi.
Jesús Munguia tekur við starfi sölustjóra
Vantar fyrirtækið þitt gæða
prentefni? Við bjóðum fjöl-
breyttar lausnir hvort sem er í
offset eða stafrænt. Komdu við
í kaffisopa og við finnum leið
sem hentar best hverju sinni.
PRENTVERK
Meira til skiptanna