Skírnir - 01.09.2014, Page 13
237sturla
Sturla hefur kynnst Ingibjörgu Snorradóttur þegar hann var í Reyk-
holti, jafnvel átt hana að vini. Hún var dóttir frillu Snorra, Guðrúnar
Hreinsdóttur í Kalmanstungu. Við vitum ekki hvar hún ólst upp, en
ekki er langt á milli Kalmanstungu og Reykholts, og því hafa frænd-
systkinin örugglega þekkst vel. Ingibjörg var gefin Gissuri Þor-
valdssyni. Gissuri var kennt um dauða Jóns murts bróður hennar
þegar þeir voru báðir í Noregi árið 1232 en hann þrætti ákaft fyrir.
Hann varð að sverja fimmtardómseið til að hreinsa sig af orð rómnum
sem sýnir glöggt alvöru málsins. Eftir það segir sagan aðeins:
Lét Snorri sér það allt vel skiljast er Gissur sagði. Fóru þau Ingibjörg þá
bæði til einnar vistar og var þeirra hjúskapur jafnan óhægur og segja það
flestir að hún ylli því meir en hann en þó unni hún honum mikið. Þeim
varð barns auðið og var það sveinn og hét Jón og lifði litla hríð. Eftir það
dró til hins sama um þeirra ósamþykki og áttu þeir þó allan hlut í að semja
með þeim, Þorvaldur og Snorri, og gáfu þeir þeim þá til samþykkis sín tutt-
ugu hundrað hvor þeirra og var þó sem ekki gerði. Og kom því svo að
skilnaður þeirra var ger að því er kallað var. (Sturlunga saga I: 332–333)
Hér er saga af miklum ástríðum og sorg sögð á knappan hátt. Feður
hjónanna reyna að sætta þau og gefa þeim jafnvel fé, en allt kemur
fyrir ekki. Barnið er nefnt eftir Jóni murt, og hann lifir ekki — og
þá er eins og að Jón hafi dáið tvisvar. Þau skilja og Ingibjörg er ekki
nefnd aftur í sögunni sem bendir til að hún hafi látist skömmu síðar
og jafnvel fyrir 1240 þegar Sturla fær eldri dóttur sína í fangið. Slíkar
sögur eru út um allt í Íslendingasögu — og lyfta upp hinni stóru
sögu en dýpka hana um leið. Ingibjörg, dóttir Sturlu, var síðan gefin
Halli syni Gissurar, þegar reynt var að sætta stríðandi fylkingar.
Hún lenti í Flugumýrarbrennu og komst lífs af eins og Gissur. Við
finnum fyrir sorg föður hennar þegar hann lýsir björgun hennar:
Þar brunnu og margir gripir er átti Ingibjörg Sturludóttir.
Ingibjörgu bauð til sín eftir brennuna Halldóra dóttir Snorra Bárðar-
sonar frændkona hennar er þá bjó í Odda. Fór hún þangað og förunautar
hennar með henni. Var hún mjög þrekuð, barn að aldri. (Sturlunga saga II: 642)
Í þessum línum og lýsingunni á Ingibjörgu í brennunni gengur höf-
undurinn óvenjulega nærri sjálfum sér. Sturla fékk upphefð með
skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 237