Skírnir - 01.09.2014, Síða 15
239sturla
og margbreytilegur áheyrendahópur stækkaði sögurnar og öflugar
þýðingar úr latínu og öðrum tungumálum urðu jafnframt sterkur og
nauðsynlegur aflgjafi í bókmenntasköpun hér á landi. Hákonar saga
er eitt besta dæmið um þetta alþjóðlega samspil, saga skrifuð af ís-
lenskum höfundi fyrir norskan konung, varðveitt í íslenskum hand-
ritum sem sum voru jafnvel rituð til útflutnings fyrir norskan
markað (sjá Stefán Karlsson 1979). Lýsingin á Hákoni er ekki
ósnortin af evrópskum hugmyndum um konungsvald en í sér -
stæðum dróttkvæðum vísum þrettándu aldar skálda, eins og Sturlu
Þórðarsonar, Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds og Snorra, er brugðið
upp lifandi myndum af konungi sjálfum.
Sögur Sturlu Þórðarsonar hafa þannig alltaf gegnt pólitísku hlut-
verki, enda eru þær sögur af valdabaráttu, útsjónarsemi, ágirnd,
ósvífni, sjálfumgleði en einnig af hugrekki, friðsemi og sáttfýsi.
Land námabók Sturlu er af sama meiði. Verk Sturlu geyma mark-
vissa rannsókn á því hvernig við búum saman í þessu landi, lýsa
refskák og varpa ljósi á hegðun valdsmanna og alls kyns misyndis-
manna. Lýsingar Sturlu á persónum og atburðum Sturlungaaldar
hafa mótað skilning okkar á valdabaráttu og átökum þessa tíma.
Sturla var vitaskuld ekki hlutlaus skrásetjari nýliðinna atburða,
heldur virkur þátttakandi sem hafði mikla persónulega hagsmuni í
deilum og lagaflækjum sinnar samtíðar, náinn ættingi eða vinur
þeirra sem deildu og drottnuðu. Smæðin í íslensku samfélagi var
jafnvel óbærilegri þá en nú. Það er freistandi að lesa Íslendingasögu
sem venjulega heimild um samtíma sinn vegna þess að engin önnur
sambærileg saga er til — en við megum ekki ganga í þá gildru. Brýnt
er að átta sig á takmörkum hennar. Saga Sturlu er höfðingjasaga,
einskorðast við sjóndeildarhring hans sjálfs og hina litskrúðugu ætt
hans, og því lenda margir nánast utan sögu. En afmarkað sjónar-
hornið gerir söguna að verðmætari heimild en ella um Sturlungana
sjálfa og hugmyndir þeirra. Við vitum hver höfundurinn er og úr
hvaða jarðvegi hann var sprottinn, jafnvel þó að hann hirði ekki um
að segja önnur deili á móður sinni en að nafn hennar sé Þóra.
Íslendingasaga er einstök í íslenskum bókmenntum og þó að
víðar væri leitað. Hún rekur ekki aðeins þráð viðburða á miklu ör-
lagaskeiði, heldur eru þar dregnar upp nákvæmar myndir af fólki,
skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 239