Skírnir - 01.09.2014, Side 17
241sturla
færir rök fyrir því að slík för sé óskynsamleg. Í Íslendingasögu er
gert meira úr þætti Snorra Sturlusonar, en í báðum sögum er sagt frá
því að hann hafi tekið að sér að reka erindi konungs á Íslandi — en
sinni því ekki þegar til átti að taka. Í Hákonar sögu er skemmtileg
sena við hirð Skúla. Skúli kennir Gauti Jónssyni af Mel um að hafa
svikið sig, og spyr Snorra ‚í skemmtan‘, eins og þar segir: ‚Hvárt er
þat satt at þér segið at Óðinn, sá er atti saman fornkonungum, héti
Gautr öðru nafni?‘ (Hákonar saga Hákonarsonar II: 42). Hér er
vísað í sagnaskemmtun við hirðina, og jafnvel ritun Eddu. Í Hákon -
ar sögu er Snorri í hlutverki skáldsins, en í Íslendingasögu er kveðið
fyrir hann. Hlutverkaskipti verða eftir því hvorum megin ála hann
er. Skúli biður Snorra að lýsa Gauti, og þá yrkir hann vísu þar sem
hann leikur sér að því að Gautur er eitt nafna Óðins, og því tilvalið
að líkja honum við hið heiðna goð. Sturla beitir sama bragði í vísu
um Gissur í Íslendingasögu, þegar Gissur hefur svikið hann um ríki
á Vesturlandi. Gissur var líka eitt nafna Óðins, og hann því slægur
sem hið brögðótta goð.
Sá Gautur sem Snorri orti um, kemur mjög við sögu Sturlu
Þórðarsonar í Noregi, og reynist honum betri en enginn. Í Sturlu
þætti er því lýst hvernig skáld nær eyrum erlendra valdhafa með því
að heilla þá með sögum, og verða sér þannig út um laun og frítt
uppihald til að semja sögur af þeim sjálfum. Horfur voru ekki góðar
þegar Sturla kom til Noregs slyppur og snauður, og í fjandskap við
konung eins og aðrir Sturlungar. Frásögnin er eiginlega spegilmynd
af því þegar Egill Skallagrímsson kemur hrakinn til Jórvíkur, vina-
laus og allslaus, og leitar á náðir konungs. Hann á það sem mestu
skiptir, traustan vin við hirðina, sem er Arinbjörn, en þegar Sturla
kemur til Noregs er það einmitt fyrrnefndur Gautur af Mel sem
tekur Sturlu undir sinn verndarvæng og útvegar honum áheyrn
konungs. Þátturinn af Sturlu er vitaskuld skrifaður til að upphefja
skáld, og því er ekki víst að atvik hafi verið einmitt með þessum
hætti, en það skiptir ekki máli. Túlkunin segir sína sögu.
Magnús lagabætir biður Sturlu að skrifa sögu um pabba sinn, og
þar á eftir um sig sjálfan. Það er auðvitað nær einsdæmi í hinu nafn-
lausa höfundaverki íslenskra miðaldasagna að þekkja ekki aðeins
höfund Hákonar sögu, heldur hvenær sagan var rituð og fyrir
skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 241