Skírnir - 01.09.2014, Side 18
hvern. Hákonar sögu mætti líka lesa sem kvæðabók Sturlu Þórðar-
sonar. Hann er eina skáldið sem vitað er að hafi ort kvæði undir
eigin nafni til að setja inn í sögu. Margir höfundar Íslendingasagna
hafa örugglega ort inn í sögur sínar, en þeir kenndu vísurnar per-
sónum sögunnar. En Sturla fer ekki í neinar felur. Í Hákonar sögu
eru 95 vísur eftir hann sjálfan, en aðeins örfáar eftir önnur skáld.
Gissur Þorvaldsson var til að mynda langdvölum í Noregi, hirð -
skáld Hákonar og við hirð hans, en aðeins ein kersknisfull vísa eftir
hann er í Hákonar sögu. Vísur Gissurar í Íslendingasögu eru hins
vegar báðar ógleymanlegar. Sturla hitti Hákon aldrei og orti því um
konunginn úr fjarlægð. Hann misnotar eða fullnýtir aðstöðu sína,
ef svo má segja, og með þessu bragði tryggir hann ekki aðeins
varðveislu vísna sinna, heldur setur sig á sama stall og skáld kon-
ungasagna. Í aðferðinni felst óbeint sjálfslof. Vísur Sturlu eru því
ekki notaðar beinlínis sem heimildir, þær eru fremur túlkun eftirá
en samtímaviðbragð — og því enn áhugaverðari fyrir vikið. Höf-
undurinn getur komið sjónarmiðum á framfæri í vísu sem er ekki
hægt að orða í lausamálinu. Sú aðferð Sturlu er þekkt úr Íslend-
ingasögu, og hún er ekki síður áhrifamikil í Hákonar sögu.
Kvæði Sturlu í sögunni eru fjögur, Hákonarkviða (38 vísur),
Hákonarflokkur (11 vísur), Hrynhenda (21 vísa) og Hrafnsmál (20
vísur). Kvæðin eru ólík að stíl og orðfæri, og glæsilegur vitnisburður
um listfengi skáldsins. Hann fléttar vísum úr þessum kvæðum inn
í söguna, og er engin leið að vita hve mikið vantar í þau eða hvort
hann hélt flestu til haga og beinlínis orti fyrir söguna. Hann vitnar
til vísna úr Hákonarflokki þegar hann fjallar um deiluna við Ribb-
unga. Flokkur er óformlegra form en drápa, sem er ætíð með stefi,
og er hugsanlegt að Sturla hafi kosið þetta form vegna þess að efnið
er bardagalýsingar á óvissum tíma í valdatíð Hákonar. Hrynhendan
er hins vegar formlegt kvæði, og af sumum talið það kvæði sem
Sturla flutti eins og sína höfuðlausn þegar hann kom til hirðarinnar
árið 1263. Kvæðið er dýrt kveðið og glæsilegt, enda hefst það árið
1247 þegar Hákon hefur verið vígður konungur af kardínála páfa,
sjálfum Vilhjálmi frá Sabína. Í Hrynhendu er fjallað um milliríkja-
deilur og hið blóðuga stríð við Dani, þar birtist Hákon sem hinn
evrópski fullþroska kóngur. Hrafnsmál er hins vegar dæmigert
242 guðrún nordal skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 242