Skírnir - 01.09.2014, Síða 20
lausari um skipti þeirra Hákonar og Skúla. Ólafur ber fram skoð -
anir sínar í áhrifamiklum vísum. Í þeim samanburði virðist Há -
konarkviða Sturlu daufari en þó ákafari í lofi á Hákon, en undir
hljómar rödd Ólafs eins og voldugur kontrapunktur fyrir kviðuna.
Sturla vitnar í aðeins tólf vísur og einn helming úr kvæðasafni Ólafs.
Aðeins tvær fjalla beinlínis um Hákon, hinar um Skúla jarl. Sturla
beitir bróður sínum fyrir sig í viðkvæmasta kafla sögunnar, en vísur
hans sjálfs lúra í bakgrunninum. Því má ekki gleyma að Ólafur var
í Noregi eftir 1237, fór utan með Snorra Sturlusyni, svo að hann
hefur þekkt sumt af eigin raun. Ólafur dó árið 1259 og því augljóst
að vísur hans voru ortar skömmu eftir atburðina. Ólafur er ber -
orðari í lýsingu sinni á hernaði Hákonar, sem Sturla leyfir sér ekki
að orða skýrum orðum í lausamálinu. Sturla lýsir því í kviðunni
hvernig eldurinn svelgi hvert hús ‚heitum munni‘ og fari eins og
,grenjandi rakki um héröðin‘, en Ólafur dregur athyglina að neyð
bænda, — þeir — ‚hlutu kvöl‘ (Hákonar sagaHákonarsonar I: 285),
þá eldurinn logar.
Skúli lýsti sig konung árið 1239 og það hefur verið flókið fyrir
Sturlu að koma þeirri ákvörðun sæmilega til skila við hirð Magnúsar
lagabætis. Ólafur túlkar viðburðinn sem harmrænan, að hvorki
Hákon né Skúli geti ráðið örlögum sínum: ‚eigi má við örlög bægj -
ask‘ (Hákonar saga Hákonarsonar II: 50), eins og hann orðar það.
Hann dáist að þeim báðum. Sturla fer ekki eins djúpt með þennan
atburð og segir einfaldlega Skúla fórnarlamb þess að hamingjuhjólið
snérist á sveif með Hákoni. Þannig má sneiða hjá erfiðum siðferði -
legum álitamálum, líta til örlaganna, hinna guðlegu máttarvalda.
Sturla er almennari, Ólafur nákvæmari.
Lokaátökin voru auðvitað sorgleg; en óumflýjanleg. Margrét
drottning missir föður sinn, en Hákon festir sig í sess. Bræðurnir báðir
undirstrika hamingju Hákonar, sem birtist í þeim ‚sigrbyr‘ (Hákonar
sagaHákonarsonar II: 87), orð úr vísu Ólafs, sem Hákon nýtur þegar
hann siglir inn Óslóarfjörð. Ólafur lítur á þá tvo sem jafningja, en segir
skýrt að Hákon eigi sigurinn skilinn. Hann viðurkennir hann sem
réttborinn konung, en um leið er samúð hans rík með Skúla.
Lýsingin á dauða Skúla í Hákonarkviðu er mjög eftirminnileg og
sviðsmyndin fengin að láni úr heimi fornaldarsagna. Sturla notar
244 guðrún nordal skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 244