Skírnir - 01.09.2014, Page 33
257átök um þjóðhöfðingjavald …
Með lýðveldisstjórnarskránni höfðu Íslendingar valið hina
þriðju leið til lýðræðis, leið forsetaþingræðis. Í stað konungs var
kominn þjóðkjörinn forseti. Áður var Ísland „konungsríki“ og
þjóðhöfðinginn hafði mikil formleg völd en í reynd var allt vald í
höndum Alþingis og ríkisstjórnar. Valdakerfið þarf ekki endilega
að endurspegla forskrift stjórnarskrár. Því er nauðsynlegt að spyrja:
– Hver var raunveruleg staða forseta Íslands í valdakerfi lýð -
veldisins?
– Breyttist eingöngu stjórnarskráin en ríkti í reynd lýðræði að
hætti þingstjórnarinnar: alvald þjóðþingsins, ríkisstjórnar og
stjórnmálaflokka?
Slíkar spurningar lúta að veruleika íslenskra stjórnmála og verður —
að mínu mati — eingöngu svarað á grundvelli rannsókna á þeim
sama veruleika, ekki síst á valdi og valdaleysi þeirra fimm einstak-
linga sem gegnt hafa embætti forseta Íslands: Sveins Björnssonar
(1944–1952), Ásgeirs Ásgeirssonar (1952–1968), Kristjáns Eldjárns
(1968–1980), Vigdísar Finnbogadóttur (1980–1996) og Ólafs Ragn-
ars Grímssonar (1996– ). Nokkuð ítarlega hefur verið fjallað um
fyrstu fjóra forsetana en lítið um þann fimmta. Í þessari grein er
næst fjallað um fyrstu tvö kjörtímabilin í forsetatíð Ólafs Ragnars
Grímssonar.11
Forsetakosningar 1996
Auk Ólafs Ragnars Grímssonar voru þrjú í framboði í forseta-
kosningum í júní 1996, þau Ástþór Magnússon Wium, Guðrún
Agnarsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. Kosningaþátttaka var mikil
(87,4%). Ólafur Ragnar sigraði með nokkrum yfirburðum og hlaut
41,4% atkvæða, talsvert meira en Pétur (29,5%) og Guðrún
(26,4%). Fylgi Ástþórs var mjög lítið (2,7%). Skoðanakannanir,
sem gerðar voru skömmu fyrir kosningarnar, höfðu sagt nokkuð
skírnir
11 Svanur Kristjánsson (2012a) fjallar um völd forseta Íslands fram til 1996. Þar er
einnig að finna tilvísanir í ýmsar rannsóknir um fjóra fyrstu forsetana. Bók
Guðjóns Friðrikssonar (2008) er helsta rannsóknin á störfum Ólafs Ragnars
Grímssonar sem forseta 1996–2008.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 257