Skírnir - 01.09.2014, Page 35
259átök um þjóðhöfðingjavald …
Samanlagt voru Pétur og Guðrún með um 56 prósenta fylgi
— miklu meira en Ólafur Ragnar fékk. Sundrung „andstæð -
inganna“ tryggði honum forsetaembættið án þess þó að
hljóta meirihluta atkvæða.
2. Fylgi Ólafs Ragnars var mjög mismunandi eftir þjóðfélags-
hópum. Mjög fjölmennir kjósendahópar (verkafólk, iðnaðar-
menn) kusu hann í ríkum mæli, en aðrir frambjóðendur höfðu
meira fylgi hjá fámennari hópum kjósenda (stjórnendum,
embættismönnum og sérfræðingum). Prófessorinn Ólafur
Ragnar fékk mikið fylgi hjá fólki án háskólamenntunar.
3. Eiginkona Ólafs Ragnars, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, var
mjög áberandi í kosningabaráttu hans. Persónufylgi hennar
stuðlaði mjög að sigri Ólafs Ragnars.13
4. Kosningabarátta Ólafs Ragnars var mjög markviss. Þannig
skipulagði fimm manna hópur fjáröflun fyrir framboðið.
Engin lög voru í gildi um fjármál í forsetakosningum, hvorki
um hámark kostnaðar eða að gefa þyrfti upp styrktaraðila.
Allir frambjóðendur gáfu hins vegar upp heildarkostnað við
fram boðið. Framboð Ólafs Ragnars eyddi yfir 40 milljónum
króna, litlu meira en framboð Péturs Kr. Hafstein (35 millj-
ónir) en miklu meira en framboð Guðrúnar Agnarsdóttur
(17 milljónir).14
Í kosningabaráttunni 1996 voru frambjóðendur spurðir um afstöðu
sína til 26. gr. stjórnarskrárinnar og gáfu þau öll skýr svör:15
skírnir
13 Sbr. Pálmi Jónasson 1996, m.a.: „Guðrún Katrín Þorbergsdóttir var af þjóðinni
talin langframbærilegasti makinn, en 76 prósent allra kjósenda töldu Ólaf Ragnar
hafa haft mestan álitsauka af maka sínum í kosningabaráttunni. 30 prósent (af
kjósendum Ólafs Ragnars) sögðu að maki Ólafs Ragnars hefði ráðið miklu um
að þeir greiddu honum atkvæði sitt“ (201).
14 Sbr. Pálmi Jónasson 1996: 200–201. Ástþór Magnússon eyddi um 40 milljónum í
sína baráttu. Upplýsingar um fjármál framboðanna er að finna í frétt á visir.is þar
sem m.a. segir: „Að kosningum loknum stóðu eftir skuldir hjá Ólafi Ragnari og
stuðningsmönnum hans upp á 28 milljónir, eða um 62 milljónir á núvirði. Lands-
banki Íslands lánaði framboðinu peninga með veði í eignum Ólafs Ragnars.
Framboðið var m.a. fjármagnað með sölu á happadrættismiðum og merkjum, auk
framlaga frá einstaklingum og fyrirtækjum“ („Dýrt að fara á Bessastaði“ 2012).
15 Viðtöl við frambjóðendurna fjóra er að finna í Morgunblaðinu 28. júní 1996.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 259