Skírnir - 01.09.2014, Page 72
ráðherra) yfir í geðþóttavald annars valdhafa (forseta). Ákvæði um
ábyrgð forseta Íslands á embættisverkum sínum er hvergi að finna
í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Slíkt lýðræðisríki er ekki byggt
á traustum grunni góðrar og vandaðrar stjórnarskrár sem m.a. skil-
greinir stöðu einstakra valdhafa, takmarkar vald hvers og eins og
skilgreinir ábyrgð ráðamanna á verkum sínum.
Sveinn Björnsson var fyrsti innlendi þjóðhöfðinginn. Hann var
kjörinn ríkisstjóri Íslands árið 1941 og fyrsti forseti lýðveldisins við
stofnun þess. Eftir lát hans árið 1952 var efnt til þjóðkjörs forseta eins
og stjórnarskráin mælir fyrir um. Fyrir þær kosningar skrifuðu for-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins bréf til trúnaðarmanna flokksins. Þar
segir að forsetaembættið sé „pólitísk staða“ og á „örlagaríkustu augna-
blikum“ fari forsetinn „með meira vald og getur því ráðið meiru um
framtíðarheill þjóðarinnar en nokkru sinni hefur verið á eins manns
færi að gera, allt frá því land byggðist“. Forystumennirnir, ekki síst
formaðurinn, Ólafur Thors, töluðu af reynslu því að Sveinn Björns-
son hafði svo sannarlega látið finna fyrir þjóðhöfð ingja valdi sínu.44
296 svanur kristjánsson skírnir
44 Bréfið er dagsett 31. maí 1952 og undirritað af Ólafi Thors, Bjarna Benedikts-
syni varaformanni og Jóhanni Hafstein framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.
Sbr. Matthías Johannessen 1982: 211–212. Árið 1942 skipaði Sveinn Björnsson
ríkisstjórn sem tók við af minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu
Ólafs Thors. Nýja ríkisstjórnin var eingöngu skipuð mönnum utan Alþingis og
ríkisstjórinn hafði ekkert samráð við þingmenn um skipan hennar. Forystumenn
Sjálfstæðisflokksins töldu að ríkisstjórinn hefði nánast rekið ríkisstjórn þeirra frá
völdum. Þannig leit Ólafur Thors svo á „að það hefði verið skylda ríkisstjóra að
láta fráfarandi stjórn sína sitja sem bráðabirgðastjórn, þangað til Alþingi gæti
komið sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar að lýðveldistöku lokinni“
(Matthías Johannessen 1982: 363–392, hér 364). Snemma árs 1950 neitaði forset-
inn beiðni Ólafs Thors forsætisráðherra um að samþykkja þingrof (Matthías Jo-
hannessen 1982: 142–143). Afdrifaríkustu afskipti Sveinn Björnssonar sem þjóð -
höfðingja voru hins vegar í ársbyrjun 1944 þegar hann knúði þingmeirihlutann
til að láta af tillögum sínum um að í nýrri stjórnarskrá yrði forsetinn þingkjör-
inn og gera í stað þess tillögu um þjóðkjörinn forseta. Á fundi með Gísla Sveins-
syni formanni stjórnarskrárnefndar Alþingis 16. febrúar 1944 virðist boðskapur
ríkisstjórans hafa verið mjög skýr: „Héldi þingmeirihlutinn fast við tillögu sína
um þingkjörinn forseta, myndi forsætisráðherra leggja fram tillögu um þingrof
og ríkisstjóri myndi fallast á hana. Boðað yrði til kosninga. Samþykkt nýrrar
stjórnarskrár og stofnun lýðveldis væri þar með frestað um ótiltekinn tíma“
(Svanur Kristjánsson 2010b: 215). Greinarhöfundur byggir á ítarlegum óbirtum
minnisblöðum og skýrslu Sveins Björnssonar: Einkaskjöl Sveins Björnssonar.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 296