Skírnir - 01.09.2014, Page 85
309mömmur, ömmur, dætur
Tilgangsleysi Gísellu er nefnilega það sem knýr hana áfram en
ekki aðeins peningaleysi og verkkvíði. Það er einstæðingsskapur-
inn, sú tilfinning að skipta ekki máli fyrir neinn, að eiga sér engan
tilgang. Þegar hún upplifir þá kennd að hún skipti máli fyrir annað
fólk finnur hún um leið sæluna sem því fylgir: „Þegar þær brostu til
Gísellu var hún dýrlingur“ (60). Þetta fólk er henni hins vegar ekki
nátengt, ólíkt því sem gerist í fjölskyldum þar sem börn sitja uppi
með foreldra og foreldrar með börn, og samskiptin geta því reynst
brothætt, sælan sem fylgir því að skipta máli fyrir einhvern er
hverful: „Auðvitað gerði hún ekki gæfumuninn í lífi neins. […]
Hvernig hafði henni dottið í hug að hún gæti hjálpað öðrum?“
(107).
Niðurstaða Gísellu verður því sú dapurlega ályktun að erfiðleik-
arnir við að tengjast öðrum vegi þyngra en kostirnir: „Stundum var
einmanalegra en ella að búa með öðrum, allavega þurfti hún að gefa
sér tíma til að venjast því. Og hún þurfti að standa vörð um sitt.
Hver annar átti að gera það?“ (153). Hver annar á að hugsa um mig
ef ég geri það ekki? er spurning sem er dæmigerð fyrir neyslusam-
félag samtímans þar sem lífsstíls- og kvennablöð hvetja lesendur
sína til að taka sér tíma fyrir sig, fara í leikfimi fyrir sig, dekra við
sig og ósögð er sú hugsun að maður verðskuldi eitthvað alveg sér-
stakt en ef maður taki sér það ekki sjálfur muni enginn rétta manni
það.
Gísella er því ekki einvíð persóna þó að ljóst sé að afstaða sögu-
höfundar sé gegn henni. Það er líka mikilvægt að halda því til haga
að þótt sagan sé dæmisaga er líka hægt að lesa hana á margan annan
hátt. Úlfhildur Dagsdóttir (2007: 519–520) hefur bent á að túlka
megi Tryggðarpant sem átök um heimilið og hvernig ólíkar konur
nálgast þau átök á ólíkan hátt, að túlka megi heimilið sem sjálfið
eða sem rými kvenna. Og einmitt í gegnum samskipti kvenna er
hægt að greina angist Gísellu yfir barnleysinu þegar hún reynir að
vinna hug telpunnar, Katrínar Önnudóttur. Móðirin er ekki hrifin
þegar Gísella fer að bjóða henni með sér í dýragarðinn, gefa henni
smágjafir og vinna hana á sitt band. Hægt er að lesa þetta sem svo
inn í táknsöguna að innflytjandi af annarri kynslóð eigi meiri mögu-
leika á að samlagast samfélaginu sem fyrir er — með því að hafna
skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 309